Innlent

Skoðuðu óviðkomandi á vanskilaskrá

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tryggingamiðstöðin harmar mistök vegna tryggingatilboðs.
Tryggingamiðstöðin harmar mistök vegna tryggingatilboðs. Fréttablaðið/Daníel
Tryggingamiðstöðin harmar að hafa skoðað upplýsingar um óviðkomandi mann í vanskilaskrá Creditinfo Lánstrausts.

Kvörtun barst til Persónuverndar frá sambýlismanni konu einnar sem óskaði tilboða frá TM í tryggingar. Í svari TM til konunnar að kom fram að fyrirtækið hefði skoðað vanskilaskrá Creditinfo og að nafn sambýlismannsins væri þar. Því væri konunni synjað um tryggingu.

Maðurinn var ekki eigandi fasteignarinnar sem átti að tryggja og viðskiptunum því óviðkomandi. TM sagði að í þessu tilviki hafi verkalagsreglum ekki verið fylgt. Það hafi verið mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×