Fleiri fréttir Eykon kynnir olíufélög í þriðja leyfið á Drekasvæðinu Þriðja olíuleitarleyfið á Drekasvæðinu er komið í formlegt ferli hjá Orkustofnun eftir að Eykon Energy tilkynnti að það væri komið með viljayfirlýsingu frá erlendum olíufélögum um samstarf. Þegar fyrstu sérleyfunum til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins fengu bara tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriða umsóknin, frá Eykon, fór í bið þar til fyrirtækinu hefði tekist að afla sér samstarfsaðila með nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast olíuleit og var frestur veittur til 1.maí. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Eykon hafi tilkynnt Orkustofnun að félagið sé komið með viljayfirlýsingu frá hugsanlegum samstarfsaðilum, sem gætu uppfyllt skilyrðin. "Það þýðir að við munum nú setja þetta mál í ferli," segir Guðni. Að félaginu Eykon Energy ehf. standa meðal annarra Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Nöfn samstarfsaðila Eykons eru ekki gefin upp að sinni en orkumálastjóri segist sjá augljósa möguleika á að þeir hafi styrk til að uppfylla öll skilyrði. Hann kveðst ekki vilja svara því hvort þetta séu stór og þekkt fyrirtæki í olíugeiranum. "En auðvitað eru þetta fyrirtæki sem við teljum líkleg til að uppfylla skilyrðin." Hann segir þetta sýna að Drekasvæðið sé komið á kortið í olíuheiminum, það sé áhugi á svæðinu til framtíðar. Miðað við fyrri reynslu segir orkumálastjóri að liðið geti tíu mánuðir þar til þriðja leyfið verði gefið út. Gefa þurfi noðrmönnum tækifæri til að koma inn í leyfið með sama hætti og þeir gerðu þegar norska ríkisolíufélagið Petoro kom inn í hin leyfin. "Þannig að það er töluvert ferli framundan áður en þetta er allt klárt," segir Guðni. 30.4.2013 19:07 Ekki hægt að sakast við Árna Pál Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. 30.4.2013 19:06 Sigmundur Davíð búinn að hitta Árna Pál og Birgittu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er byrjaður að hitta formenn annarra flokka sem fengu kjörna þingmenn í nýliðnum kosningum. 30.4.2013 18:19 Margrét Hauksdóttir verður forstjóri Þjóðskrár Margrét Hauksdóttir tekur við embætti forstjóra Þjóðskrá Íslands á morgun af Hauki Ingibergssyni sem óskaði lausnar á síðasta ári. Haukur var skipaður forstjóri Fasteignamats ríkisins 1. mars 2000, sem síðar varð Fasteignaskrá Íslands þar til að Fasteignaskrá og Þjóðskrá Íslands voru sameinaðar í eina stofnun, Þjóðskrá Íslands frá og með 1. júlí 2010. 30.4.2013 17:38 Frétt um útstrikanir reyndist röng Frétt um útstrikanir oddvita frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, er röng. Vísir greindi þar frá því að Björt Ólafsdóttir hefði verið með hæsta hlutfall útstrikana og að Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefði verið oftast strikaður út. 30.4.2013 16:20 Ingibjörg Dögg verður aðstoðarritstjóri DV Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður á DV, hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri DV og Símon Birgisson tekur við sem fréttastjóri menningarhluta DV og DV.is. 30.4.2013 15:38 Brynjar Níelsson: "Vona að menn fyrirgefi mér hrokann í þetta sinn" "Ég var svolítið brattur í viðtali á Harmageddon um náttúrvernd og náttúrverndarsinna,“ segir Brynjar Níelsson, verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bloggsíðu sinni. 30.4.2013 14:53 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu saman Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll, klukkan tvö í dag. Þar fer þingflokkurinn saman yfir niðurstöður nýafstaðnar kosningar og tíðindi dagsins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, stjórnarmyndunarumboð. 30.4.2013 14:24 Alþingi spjaldtölvuvætt og fatareglur útskýrðar fyrir nýjum þingmönnum "Nýir þingmenn fá tölvur og með nýju kjörtímabili ætlum við að hefja pappírslaus nefndarstörf, þannig þeir nota iPad á fundum,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis 30.4.2013 14:06 Eðlilegt að Sigmundur fengi umboðið "Ég var búin að lýsa því yfir strax eftir kosningar að líklegast væri eðlilegast að Sigmundur fengi umboðið," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, um atburði morgunsins. Annars vegar sé Framsóknarflokkurinn annar af stærstu flokkunum og hins vegar sé flokkurinn stærsti sigurvegarinn í kosningunum. 30.4.2013 14:04 Guðmundur Steingrímsson setur skýr skilyrði fyrir stjórnarþátttöku Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann myndi mæta til fundar við Sigmund Davíð um stjórnarmyndun ef hann fengi símtal frá honum. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann myndi tala við formenn allra flokka sem fengu kjörna menn á þing í stafrófsröð. 30.4.2013 13:24 Sigmundur ætlar að funda með öllum flokkum - skuldamál heimilanna forsenda samstarfs Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Engin tímamörk eru á viðræðunum. Ólafur Ragnar segir að þrennt hafi komið til þess að hann tók þessa ákvörðun. 30.4.2013 12:19 Sigmundur Davíð fær umboðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fær umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti þetta nú í hádeginu. 30.4.2013 11:38 Nauðgað kvöldið fyrir heimferð Ráðist var á konu á þrítugsaldri og hún beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í verslunarhúsnæði í austurborginni um þarsíðustu helgi. Konan, sem er frá Ástralíu og var ferðamaður hér á landi, hlaut mikla líkamlega áverka eftir árásina. Hún hafði átt að fljúga til síns heima um morguninn. 30.4.2013 11:00 Ólafur boðar Sigmund Davíð á fund sinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, til fundar á Bessastöðum í dag klukkan hálftólf. Þar mun forsetinn væntanlega veita Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn ætlar að ræða við fjölmiðla að loknum fundi. 30.4.2013 10:24 Ölvuð með barn í bílnum Kona á fertugsaldri var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Hún var undir áhrifum áfengis. Með í för var barnið hennar en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu þess og barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Lögreglan segir að því miður sé mál sem þetta ekki einsdæmi. 30.4.2013 10:09 Háhyrningarnir skotnir Menn frá Þórshöfn skutu í nótt tvo háhyrninga sem höfðu synt upp í fjöru á Langanesi í gær. 30.4.2013 07:09 Sjúkraskrárnar ekki opnaðar Rannsókn Eftirlitsnefndar með rafrænum sjúkraskrám leiddi ekkert óeðlilegt í ljós, samkvæmt ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2012. 30.4.2013 07:00 Foringjarnir ósáttir við Grænu gönguna „Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. 30.4.2013 07:00 Hundruð hrekjast úr námi vegna andlegra veikinda Fjárhagsvandi og andleg veikindi eru með algengustu ástæðum sem nemar gefa upp vegna brottfalls úr framhaldsskóla. Áhugaleysi, námserfiðleikar, líkamleg veikindi og flutningar yfir í annan skóla er einnig oft nefnt. 30.4.2013 07:00 Þarf ekki að rukka kistulagningargjald „Þetta mál hefur legið þungt á okkur í eitt og hálft ár,“ segir Rúnar Geirmundsson, eigandi Útfararþjónustunnar sem í gær var sýknuð af kröfu Kirkjugarða Reykjavíkur um greiðslu gjalds við útfarir og kistulagningar í kirkjunni og kapellunni í Fossvogi. 30.4.2013 07:00 Fæðingarþjónusta verið skert Ekki er á barnshafandi fjölskyldur leggjandi að ferðast langar vegalengdir til þess að fæða. Þetta segir Esther Ósk Ármannsdóttir, sem nýverið lét af embætti formanns Ljósmæðrafélags Íslands. 30.4.2013 07:00 Góð kolmunnaveiði eftir brælu Góð veiði hefur verið á kolmunnamiðunum við Færeyjar eftir að veður gekk þar niður. Til Neskaupstaðar tínast skip Síldarvinnslunnar eitt af öðru til hafnar með góðan afla; Börkur NK kom til Seyðisfjarðar með fullfermi eða 1.800 tonn og Beitir NK með fullfermi eða 2.100 tonn. 30.4.2013 07:00 Stórefla þarf vændisrannsóknir Stórefla þarf rannsóknir á vændi, þar sem varpa þarf ljósi á karla sem vændiskaupendur. Efla þarf rannsóknir á ofbeldismenningu og þætti karla í henni, bæði hvað varðar ofbeldi í nánum samböndum og ekki síst ofbeldi almennt. 30.4.2013 07:00 Fé veitt til aukinnar landvörslu Sérstök fjárveiting frá stjórnvöldum, 20 milljónir króna, var samþykkt nýlega til aukinnar landvörslu á friðlýstum svæðum og vinsælum ferðamannastöðum. Þetta er gert til að bregðast við versnandi ástandi fjölsóttra ferðamannastaða vegna aukins ágangs ferðafólks. 30.4.2013 07:00 Lögreglan kemur hundi heim með hjálp Facebook Lögreglumenn brugðu á það ráð að taka mynd af hundi í óskilum og setja inn á Facebook. 30.4.2013 06:55 Grásleppukarlar í krísu Einhver versta grásleppuvertíð í manna minnum er langt komin. 30.4.2013 06:50 Útúrskakkur og vopnaður ofbeldismaður yfirbugaður Lögregla yfirbugaði og handtók útúr dópaðan karlmann á þrítugsaldri, eftir að hann hafði farið ránshendi um verslun N-1 við Hringbraut á fjórða tímanum í nótt. 30.4.2013 06:46 Engar viðræður í kvöld Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa ekki komið saman í kvöld til þess að funda um stjórnarmyndun, eftir því sem Vísir kemst næst. 29.4.2013 22:18 Árni Páll svarar fyrir sig "Allir mega segja það sem þeir vilja,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni samflokksmanna sinna sem heyrst hefur í dag. Bæði Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason sem voru þingmenn Samfylkingarinar en duttu út af þingi í kosningunum hafa gagnrýnt Árna Pál harðlega í dag, meðal annars í skrifum á netinu. 29.4.2013 21:27 Hjúkrunarfræðingar kusu nýjan formann Ólafur G. Skúlason var kjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu tvö árin en atkvæðagreiðslu lauk klukkan fimm í dag. Þetta er í annað sinn sem Ólafur er kjörinn, en kjör hans fyrr á árinu var lýst ógilt. 29.4.2013 20:27 Píratar vilja ekki fara í ríkisstjórn "Við viljum ekki taka þátt í ríkisstjórn," segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, sem rétt í þessu gekk út af fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar með lauk fundahrinu forsetans, sem hefur tekið á móti formönnum stjórnmálaflokka á Bessastöðum frá því í morgun. 29.4.2013 19:24 Heiða: "Við erum í símaskránni" "Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. 29.4.2013 18:21 Gestur Jónsson fær að verja Sigurð Einarsson Gestur Jónsson mun verja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, í stóru markaðs- og umboðssvikamáli sem höfðað hefur verið á hendur Sigurði og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 29.4.2013 17:19 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29.4.2013 17:07 Tveimur háhyrningum bjargað í Heiðarhöfn - fjórir munu drepast Fjórir háhyrningar eru enn í fjörunni í Heiðarhöfn á Langanesi samkvæmt Hilmu Steinarsdóttur, björgunarsveitarmanni og íbúa á svæðinu. 29.4.2013 16:33 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29.4.2013 16:30 Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29.4.2013 15:09 Sigmundur Davíð kominn á Bessastaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins er komin til fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. 29.4.2013 13:44 Árni Páll umdeildur í eigin flokki Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. 29.4.2013 13:35 Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29.4.2013 12:41 Ölvaður með barn í bílnum klessti á Árekstur varð í Keflavík á föstudagskvöld þegar bifreið var ekið aftan á aðra, sem beið á rauðu ljósi. Þegar lögregla ræddi við ökumenn á vettvangi reyndist vera mikil áfengislykt af þeim ökumanni sem ekið hafði aftan á. 29.4.2013 12:09 Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. 29.4.2013 11:38 Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29.4.2013 11:19 Harpa fær verðlaun ESB fyrir byggingarlist Tónlistar- og rástefnuhúsið Harpa fær verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist, kennd við Mies van der Rohe, en þetta var tilkynnt í dag. 29.4.2013 11:08 Sjá næstu 50 fréttir
Eykon kynnir olíufélög í þriðja leyfið á Drekasvæðinu Þriðja olíuleitarleyfið á Drekasvæðinu er komið í formlegt ferli hjá Orkustofnun eftir að Eykon Energy tilkynnti að það væri komið með viljayfirlýsingu frá erlendum olíufélögum um samstarf. Þegar fyrstu sérleyfunum til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins fengu bara tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriða umsóknin, frá Eykon, fór í bið þar til fyrirtækinu hefði tekist að afla sér samstarfsaðila með nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast olíuleit og var frestur veittur til 1.maí. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Eykon hafi tilkynnt Orkustofnun að félagið sé komið með viljayfirlýsingu frá hugsanlegum samstarfsaðilum, sem gætu uppfyllt skilyrðin. "Það þýðir að við munum nú setja þetta mál í ferli," segir Guðni. Að félaginu Eykon Energy ehf. standa meðal annarra Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Nöfn samstarfsaðila Eykons eru ekki gefin upp að sinni en orkumálastjóri segist sjá augljósa möguleika á að þeir hafi styrk til að uppfylla öll skilyrði. Hann kveðst ekki vilja svara því hvort þetta séu stór og þekkt fyrirtæki í olíugeiranum. "En auðvitað eru þetta fyrirtæki sem við teljum líkleg til að uppfylla skilyrðin." Hann segir þetta sýna að Drekasvæðið sé komið á kortið í olíuheiminum, það sé áhugi á svæðinu til framtíðar. Miðað við fyrri reynslu segir orkumálastjóri að liðið geti tíu mánuðir þar til þriðja leyfið verði gefið út. Gefa þurfi noðrmönnum tækifæri til að koma inn í leyfið með sama hætti og þeir gerðu þegar norska ríkisolíufélagið Petoro kom inn í hin leyfin. "Þannig að það er töluvert ferli framundan áður en þetta er allt klárt," segir Guðni. 30.4.2013 19:07
Ekki hægt að sakast við Árna Pál Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. 30.4.2013 19:06
Sigmundur Davíð búinn að hitta Árna Pál og Birgittu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er byrjaður að hitta formenn annarra flokka sem fengu kjörna þingmenn í nýliðnum kosningum. 30.4.2013 18:19
Margrét Hauksdóttir verður forstjóri Þjóðskrár Margrét Hauksdóttir tekur við embætti forstjóra Þjóðskrá Íslands á morgun af Hauki Ingibergssyni sem óskaði lausnar á síðasta ári. Haukur var skipaður forstjóri Fasteignamats ríkisins 1. mars 2000, sem síðar varð Fasteignaskrá Íslands þar til að Fasteignaskrá og Þjóðskrá Íslands voru sameinaðar í eina stofnun, Þjóðskrá Íslands frá og með 1. júlí 2010. 30.4.2013 17:38
Frétt um útstrikanir reyndist röng Frétt um útstrikanir oddvita frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, er röng. Vísir greindi þar frá því að Björt Ólafsdóttir hefði verið með hæsta hlutfall útstrikana og að Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefði verið oftast strikaður út. 30.4.2013 16:20
Ingibjörg Dögg verður aðstoðarritstjóri DV Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður á DV, hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri DV og Símon Birgisson tekur við sem fréttastjóri menningarhluta DV og DV.is. 30.4.2013 15:38
Brynjar Níelsson: "Vona að menn fyrirgefi mér hrokann í þetta sinn" "Ég var svolítið brattur í viðtali á Harmageddon um náttúrvernd og náttúrverndarsinna,“ segir Brynjar Níelsson, verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bloggsíðu sinni. 30.4.2013 14:53
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu saman Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll, klukkan tvö í dag. Þar fer þingflokkurinn saman yfir niðurstöður nýafstaðnar kosningar og tíðindi dagsins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, stjórnarmyndunarumboð. 30.4.2013 14:24
Alþingi spjaldtölvuvætt og fatareglur útskýrðar fyrir nýjum þingmönnum "Nýir þingmenn fá tölvur og með nýju kjörtímabili ætlum við að hefja pappírslaus nefndarstörf, þannig þeir nota iPad á fundum,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis 30.4.2013 14:06
Eðlilegt að Sigmundur fengi umboðið "Ég var búin að lýsa því yfir strax eftir kosningar að líklegast væri eðlilegast að Sigmundur fengi umboðið," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, um atburði morgunsins. Annars vegar sé Framsóknarflokkurinn annar af stærstu flokkunum og hins vegar sé flokkurinn stærsti sigurvegarinn í kosningunum. 30.4.2013 14:04
Guðmundur Steingrímsson setur skýr skilyrði fyrir stjórnarþátttöku Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann myndi mæta til fundar við Sigmund Davíð um stjórnarmyndun ef hann fengi símtal frá honum. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann myndi tala við formenn allra flokka sem fengu kjörna menn á þing í stafrófsröð. 30.4.2013 13:24
Sigmundur ætlar að funda með öllum flokkum - skuldamál heimilanna forsenda samstarfs Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Engin tímamörk eru á viðræðunum. Ólafur Ragnar segir að þrennt hafi komið til þess að hann tók þessa ákvörðun. 30.4.2013 12:19
Sigmundur Davíð fær umboðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fær umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti þetta nú í hádeginu. 30.4.2013 11:38
Nauðgað kvöldið fyrir heimferð Ráðist var á konu á þrítugsaldri og hún beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í verslunarhúsnæði í austurborginni um þarsíðustu helgi. Konan, sem er frá Ástralíu og var ferðamaður hér á landi, hlaut mikla líkamlega áverka eftir árásina. Hún hafði átt að fljúga til síns heima um morguninn. 30.4.2013 11:00
Ólafur boðar Sigmund Davíð á fund sinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, til fundar á Bessastöðum í dag klukkan hálftólf. Þar mun forsetinn væntanlega veita Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn ætlar að ræða við fjölmiðla að loknum fundi. 30.4.2013 10:24
Ölvuð með barn í bílnum Kona á fertugsaldri var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Hún var undir áhrifum áfengis. Með í för var barnið hennar en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu þess og barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Lögreglan segir að því miður sé mál sem þetta ekki einsdæmi. 30.4.2013 10:09
Háhyrningarnir skotnir Menn frá Þórshöfn skutu í nótt tvo háhyrninga sem höfðu synt upp í fjöru á Langanesi í gær. 30.4.2013 07:09
Sjúkraskrárnar ekki opnaðar Rannsókn Eftirlitsnefndar með rafrænum sjúkraskrám leiddi ekkert óeðlilegt í ljós, samkvæmt ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2012. 30.4.2013 07:00
Foringjarnir ósáttir við Grænu gönguna „Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. 30.4.2013 07:00
Hundruð hrekjast úr námi vegna andlegra veikinda Fjárhagsvandi og andleg veikindi eru með algengustu ástæðum sem nemar gefa upp vegna brottfalls úr framhaldsskóla. Áhugaleysi, námserfiðleikar, líkamleg veikindi og flutningar yfir í annan skóla er einnig oft nefnt. 30.4.2013 07:00
Þarf ekki að rukka kistulagningargjald „Þetta mál hefur legið þungt á okkur í eitt og hálft ár,“ segir Rúnar Geirmundsson, eigandi Útfararþjónustunnar sem í gær var sýknuð af kröfu Kirkjugarða Reykjavíkur um greiðslu gjalds við útfarir og kistulagningar í kirkjunni og kapellunni í Fossvogi. 30.4.2013 07:00
Fæðingarþjónusta verið skert Ekki er á barnshafandi fjölskyldur leggjandi að ferðast langar vegalengdir til þess að fæða. Þetta segir Esther Ósk Ármannsdóttir, sem nýverið lét af embætti formanns Ljósmæðrafélags Íslands. 30.4.2013 07:00
Góð kolmunnaveiði eftir brælu Góð veiði hefur verið á kolmunnamiðunum við Færeyjar eftir að veður gekk þar niður. Til Neskaupstaðar tínast skip Síldarvinnslunnar eitt af öðru til hafnar með góðan afla; Börkur NK kom til Seyðisfjarðar með fullfermi eða 1.800 tonn og Beitir NK með fullfermi eða 2.100 tonn. 30.4.2013 07:00
Stórefla þarf vændisrannsóknir Stórefla þarf rannsóknir á vændi, þar sem varpa þarf ljósi á karla sem vændiskaupendur. Efla þarf rannsóknir á ofbeldismenningu og þætti karla í henni, bæði hvað varðar ofbeldi í nánum samböndum og ekki síst ofbeldi almennt. 30.4.2013 07:00
Fé veitt til aukinnar landvörslu Sérstök fjárveiting frá stjórnvöldum, 20 milljónir króna, var samþykkt nýlega til aukinnar landvörslu á friðlýstum svæðum og vinsælum ferðamannastöðum. Þetta er gert til að bregðast við versnandi ástandi fjölsóttra ferðamannastaða vegna aukins ágangs ferðafólks. 30.4.2013 07:00
Lögreglan kemur hundi heim með hjálp Facebook Lögreglumenn brugðu á það ráð að taka mynd af hundi í óskilum og setja inn á Facebook. 30.4.2013 06:55
Grásleppukarlar í krísu Einhver versta grásleppuvertíð í manna minnum er langt komin. 30.4.2013 06:50
Útúrskakkur og vopnaður ofbeldismaður yfirbugaður Lögregla yfirbugaði og handtók útúr dópaðan karlmann á þrítugsaldri, eftir að hann hafði farið ránshendi um verslun N-1 við Hringbraut á fjórða tímanum í nótt. 30.4.2013 06:46
Engar viðræður í kvöld Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa ekki komið saman í kvöld til þess að funda um stjórnarmyndun, eftir því sem Vísir kemst næst. 29.4.2013 22:18
Árni Páll svarar fyrir sig "Allir mega segja það sem þeir vilja,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni samflokksmanna sinna sem heyrst hefur í dag. Bæði Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason sem voru þingmenn Samfylkingarinar en duttu út af þingi í kosningunum hafa gagnrýnt Árna Pál harðlega í dag, meðal annars í skrifum á netinu. 29.4.2013 21:27
Hjúkrunarfræðingar kusu nýjan formann Ólafur G. Skúlason var kjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu tvö árin en atkvæðagreiðslu lauk klukkan fimm í dag. Þetta er í annað sinn sem Ólafur er kjörinn, en kjör hans fyrr á árinu var lýst ógilt. 29.4.2013 20:27
Píratar vilja ekki fara í ríkisstjórn "Við viljum ekki taka þátt í ríkisstjórn," segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, sem rétt í þessu gekk út af fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar með lauk fundahrinu forsetans, sem hefur tekið á móti formönnum stjórnmálaflokka á Bessastöðum frá því í morgun. 29.4.2013 19:24
Heiða: "Við erum í símaskránni" "Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. 29.4.2013 18:21
Gestur Jónsson fær að verja Sigurð Einarsson Gestur Jónsson mun verja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, í stóru markaðs- og umboðssvikamáli sem höfðað hefur verið á hendur Sigurði og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 29.4.2013 17:19
Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29.4.2013 17:07
Tveimur háhyrningum bjargað í Heiðarhöfn - fjórir munu drepast Fjórir háhyrningar eru enn í fjörunni í Heiðarhöfn á Langanesi samkvæmt Hilmu Steinarsdóttur, björgunarsveitarmanni og íbúa á svæðinu. 29.4.2013 16:33
Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29.4.2013 16:30
Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29.4.2013 15:09
Sigmundur Davíð kominn á Bessastaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins er komin til fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. 29.4.2013 13:44
Árni Páll umdeildur í eigin flokki Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. 29.4.2013 13:35
Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29.4.2013 12:41
Ölvaður með barn í bílnum klessti á Árekstur varð í Keflavík á föstudagskvöld þegar bifreið var ekið aftan á aðra, sem beið á rauðu ljósi. Þegar lögregla ræddi við ökumenn á vettvangi reyndist vera mikil áfengislykt af þeim ökumanni sem ekið hafði aftan á. 29.4.2013 12:09
Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. 29.4.2013 11:38
Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29.4.2013 11:19
Harpa fær verðlaun ESB fyrir byggingarlist Tónlistar- og rástefnuhúsið Harpa fær verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist, kennd við Mies van der Rohe, en þetta var tilkynnt í dag. 29.4.2013 11:08