Innlent

Útúrskakkur og vopnaður ofbeldismaður yfirbugaður

Lögreglan stóð í ströngu í nótt.
Lögreglan stóð í ströngu í nótt.
Lögregla yfirbugaði og handtók útúr dópaðan karlmann á þrítugsaldri, eftir að hann hafði farið ránshendi um verslun N-1 við Hringbraut á fjórða tímanum í nótt.

Hann var með slíðraðan hníf í bandi um hálsinn og veitti lögreglu mikinn mótþróa, en ógnaði henni þó ekki með hnífnum. Við leit á honum fundust töluverðir fjármunir og fíkniefni. Hann er vistaður í fangageymslum og á yfir höfði sér margvíslegar kærur eftir tiltækið í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×