Fleiri fréttir

Yngstu börnin þurfa að hætta hjá Gerplu

"Að öllu öðru óbreyttu er útlit fyrir að við munum þurfa að vísa hluta af yngstu iðkendum félagsins frá ef þeir vilja halda áfram hjá okkur á næsta ári,“ segir Jón Finnbogason, formaður Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi.

Slagurinn mun standa um forystuhlutverkið

Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna.

Reykspólandi á Bimma sínum

Lögreglunni á Selfossi var í gærkvöldi tilkynnt um ugan ökumann, sem væri að reykspóla á Bimmanum sínum (BMW) og að hætta gæti stafað af.

"Mikilvægur sigur fyrir flokkinn og þjóðina"

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar sigri flokksins í Alþingiskosningunum en óttast að menn reyni að einangra hann í stjórnarmyndunarumræðum.

Samhljómur varðandi ýmis mál

Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks könnuðust ekki við að hafa rætt stjórnarmyndun sín á milli, en segja samhljóm milli flokkanna í ýmsum málum. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í Alþingiskosningum gærdagsins hittust í myndveri Stöðvar 2 og ræddu við Kristján Má Unnarsson.

Komin heim af sjúkrahúsi eftir hnífaárás

Níu ára gömul stelpa sem varð fyrir árás skammt frá Sundhöllinni í Hafnarfirði í gær var send heim af sjúkrahúsi í gær, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Ungur karlmaður, sem hefur átt við veikindi að stríða, réðst að stelpunni og skar hana á háls. Maðurinn kastaði hnífnum frá sér eftir að hann réðst á stelpuna en lögreglan fann hann um kvöldið og var hann sendur á viðeigandi stofnun.

Kærur hafa ekki áhrif

Niðurstaða yfirstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður er sú að farið hafi verið að lögum um meðferð kjörkassa, en tvær kærur bárust kjörstjórninni í gær.

Þögul Jóhanna virti blaðamenn ekki viðlits

Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar.

Formennirnir á Stöð 2 í kvöld

Formenn flokkanna, sem fengu menn kjörna á Alþingi í þingkosningunum í gær, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld, um klukkan 18.55, strax að loknum fréttum. Nú þegar dómur kjósenda liggur fyrir, og nýjustu tíðindi hafa borist frá Bessastöðum, frá blaðamannafundi forseta Íslands, verður farið yfir það hversvegna fór sem fór, hvaða skilaboð felast í úrslitunum og hverjir eru að fara að mynda ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir að umræðan standi í um 30 mínútur. Þættinum stýrir Kristján Már Unnarsson.

Bjarni fagnar niðurstöðunni

"Við erum afskaplega þakklát fyrir þennan stuðning,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Karen Kjartansdóttir fréttamaður ræddi við hann í gær. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru báðir með 19 þingmenn kjörna.

Þessir hætta á þingi

Fjölmargir þingmenn hætta á Alþingi núna. Sumir þeirra höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu og voru því ekki á lista. Aðrir náðu einfaldlega ekki kjöri, annað hvort vegna slæmrar útkomu framboðs þeirra í kosningunum í gær eða þá að þeir röðuðust aftarlega á lista þegar forval í flokkunum var haldið í aðdraganda kosninganna.

ding! ding! ...Óttarr náði á þing

"Maður er dálítið að átta sig á þessu núna en þetta leggst ágætlega í mig,“ segir Óttarr Proppé um úrslit kosninganna í gær, en hann er á leið á þing fyrir Bjarta Framtíð.

Konum fækkar á þingi

Hlutfall kvenna á þingi eftir þessar kosningar er 39,7% sem er 3,2% minna en eftir kosningarnar 2009 þegar hlutfall kvenna var 42,9%. Þetta sýna niðurstöður Kristínar Ásu Einarsdóttur félagsfræðings sem tók saman tölurnar í morgun.

"Ekki sjálfgefið að menn nái saman"

Formennirnir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vilja engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefjist í dag.

Jóhanna fundar með forseta klukkan þrjú

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan þrjú. Þar mun Jóhanna væntanlega biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Samkvæmt stjórnskipunarhefð mun Ólafur Ragnar þá biðja Jóhönnu um að leiða núverandi stjórn sem starfsstjórn þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að ræða við fjölmiðla þegar fundi hans með Jóhönnu er lokið. Jóhanna verður í viðtali við Kristján Má Unnarsson í hádegisfréttum.

Jóhanna í hádeginu í aukafréttum á Stöð 2

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður í viðtali í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12.00 á hádegi, sem jafnframt er sendur út á Bylgjunni. Þar munu fréttamenn Stöðvar 2 fara ítarlega yfir kosningaúrslitin og fá viðbrögð forystumanna flokkanna. Einnig verða sýndir svipmyndir frá kosninganóttinni og reynt að meta hvaða tíðindi felast í niðurstöðunni. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur verður einnig í viðtali til að greina kosningaúrslitin.

Sátt við niðurstöðu Bjartrar Framtíðar

Heiða Kristín Helgadóttir, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar, er sátt við niðurstöðu flokksins í þingkosningunum. Flokkurinn fékk sex þingmenn kjörna en Heiða Kristín er ekki á meðal þeirra. Hún segir í samtali við Karen Kjartansdóttur að það sé rangt að telja niðurstöðu kosninganna vonbrigði miðað við hvernig flokkurinn mældist í könnunum.

Vilja vinna með öllum

Helgi Hrafn Gunnarsson er á leið á þing, einn þriggja Pírata, en Helgi er meðal 27 nýrra þingmanna eftir kosningar gærdagsins.

Katrín sátt við baráttu flokks síns

"Ég held að við getum verið sátt við okkar baráttu og ég held að við höfum bætt aðeins í á lokametrunum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við Karen Kjartansdóttur fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísi þegar meginlínur lágu fyrir í kosningunum í nótt.

Þetta eru þingmenn nýju flokkanna

Þrír Píratar ná inn á þing samkvæmt lokatölum. Birgitta Jónsdóttir er eini nýi þingmaðurinn en auk hennar ná Jón Þór Ólafsson inn kjöri í Reykjavík suður og Helgi Hrafn Gunnarsson í Reykjavík norður.

Þetta eru nýju þingmennirnir

Hér að neðan má sjá nýtt Alþingi. Um þriðjungur þingmannanna, eða 27, koma nýir inn. Flestir þeirra eru þingmenn Framsóknarflokksins en þingmönnum flokksins fjölgaði um tíu. Yngsti þingmaðurinn, Jóhanna María Sigmundsdóttir, verður 22 ára á árinu. Hún er þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur jafnstórir

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru jafnstórir þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. Samfylkingin fær níu þingmenn, VG sjö og Björt Framtíð sex þingmenn. Tuttugu og átta nýir þingmenn koma inn, eða rétt tæplega þriðjungur allra þingmanna.

Eldræða Árna Páls: Gáfum ekki vildarvinum bankana

"Við töpuðum ekki fylgi vegna þess að við gáfum vildarvinum okkar banka," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í kvöld í eldræðu sinni á kosningavöku Samfylkingarinnar.

Píratar á ystu nöf

Samkvæmt útreikningum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fá Píratar þrjá þingmenn kjörna eins og staðan er núna þegar klukkan er korter yfir tvö. Ástæðan er sú að samkvæmt útreikningum Vísis og þeim forsendum sem liggja að baki þeim útreikningum fær flokkurinn þrjá uppbótarþingmenn. Útreikningar RÚV og mbl.is sýna ekki það sama og er ástæðan líklegast sú að forsendur að baki útreikningum jöfnunarþingmanna er ekki sú sama. Útlit er fyrir að staða Pírata muni breytast ótt og títt eftir því sem líður á nóttina.

Framsóknarmenn kampakátir á kosningavöku

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kampakátur þegar hann mætti til að hitta félaga sína á Hótel Borg í kvöld. Framsóknarflokkurinn er næst stærsti flokkur landsins með átján þingmenn kjörna eins og staðan er núna, þegar klukkuna vantar fimm mínútur í tvö.

Sjálfstæðisflokkurinn enn stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á landsvísu klukkan korter í tvö. Hann fær 21 þingmann kjörinn, en Framsóknarflokkurinn er næststærstur með 18 menn kjörna. Samfylkingin fær 10 þingmenn kjörna, Vg fær átta þingmenn og Björt Framtíð með sex þingmenn.

Sannfærð um að Píratar merji þetta á lokametrunum

"Ég er alveg viss um að við merjum þetta á lokametrunum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Píratanna í Suðvesturkjördæmi en Píratar voru með fjóra þingmenn á tímabili en eru núna dottnir niður fyrir hinn alræmda 5 prósentu múr og eru því ekki með neina þingmenn samkvæmt nýjustu tölum þegar þetta er skrifað.

Heiða Kristín inni á þingi

Heiða Kristín Helgadóttir, frambjóðandi Bjartrar framtíðar, er komin á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður samkvæmt nýjustu tölum í kjördæminu þegar rétt rúm 59 prósent atkvæða hafa verið talin í kjördæminu.

Sjálfstæðismenn fagna niðurstöðu kosninganna

Það var glatt á hjalla hjá Sjálfstæðismönnum þegar Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðrir frambjóðendur flokksins fögnuðu með samflokksmönnum sínum á Hilton Nordica Hótel í kvöld. Flokkurinn er nú, klukkan hálfeitt, stærsti flokkurinn í þessum kosningum með 21 kjörinn þingmann og 28,5% fylgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við á kosningavökunni.

Píratar ná ekki inn manni

Píratar ná ekki inn manni á Alþingi eftir að nýjustu tölur bárust frá Suðvesturkjördæmi, stæsta kjördæminu á landinu. Björt Framtíð fær sex þingmenn, Framsóknarflokkurinn fær 18, Sjálfstæðisflokkurinn fær 21, Samfylkingin 10 og VG 8.

Framsókn og VG stærstir í Norðausturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn og VG eru stærstu flokkarnir í norðausturkjördæmi. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG, bóða fram í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo menn kjörna í kjördæminu og Samfylkingin fær einn. Þá fær Björt framtíð einn mann kjörinn í kjördæminu.

Össur: Fyrir minn flokk eru þetta hamfarir

Samfylkingin og Vinstri grænir eru með jafn marga þingmenn þegar tæplega 31 þúsund atkvæði hafa verið talin og það er óhætt að segja að Samfylkingin er að bíða afhroð á meðan Vinstri grænir eru að vinna tiltölulega frækinn varnarsigur miðað við lágt gengi í könnunum undanfarnar vikur. Samfylkingin er með 13 prósent fylgi á meðan VG er með 11,1 prósent.

Björt nær kjöri á þing

Björt Ólafsdóttir, fyrsti maður á lista Bjartrar framtíðar, nær kjöri inn á þing eins og staðan er nú klukkan ellefu. Hið sama er að segja um Róbert Marshall sem leiðir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Viðbrögð formannanna: Katrín bjartsýn - Sigmundur ánægður

"Ég sé það, í ljósi reynslunnar, að þetta er misskipt á milli kjördæma. En það er mjög ánægjulegt að sjá þessar tölur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins en flokkurinn hefur bætt verulega við sig fylgi nú þegar og eru meðal annars með fjóra nýja þingmenn í Suðurkjördæmi. Alls eru þeir með tólf þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á landsvísu

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Alþingi miðað við tölurnar eins og þær líta út núna klukkan korter í ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 17. Samfylkingin fengi 10 og VG 9. Björt Framtið og Píratar fengu báðir menn kjörna inn á þing, en Björt Framtíð fengi 5 menn en sá síðarnefndi fengi 4.

Ögmundur heldur sæti sínu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra nær kjöri inn á Alþingi, samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi. VG nær tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu, Píratar ná einum manni inn á þing og einnig Björt Framtíð. Framsóknarflokkurinn nær þremur mönnum inn í kjördæminu, Samfylkingin tapar tveimur mönnum af þingi en Sjálfstæðismenn eru stærsti flokkurinn í kjördæminu með fjóra menn kjörna.

Sjá næstu 50 fréttir