Innlent

Grásleppukarlar í krísu

Margvíslegur vandi steðjar að þeim sem stunda grásleppuveiðar.
Margvíslegur vandi steðjar að þeim sem stunda grásleppuveiðar.
Einhver versta grásleppuvertíð í manna minnum er langt komin og eru sumir bátar þegar búnir með veiðidagana þrjátíu og tvo, sem hver bátur fékk.

Það er fækkun um átján daga frá í fyrra auk þess sem netafjöldi hvers báts hefur verið takmarkaður verulega. Þrátt fyrir að framboð af grásleppuhrognum af þessari vertíð verði hátt í helmingi minna en í fyrra, er verðfallið líka gríðarlegt, eða hátt í 40 prósent samanborið við sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×