Innlent

Ingibjörg Dögg verður aðstoðarritstjóri DV

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, nýr aðstoðarritstjóri DV.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, nýr aðstoðarritstjóri DV.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður á DV, hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri DV og Símon Birgisson tekur við sem fréttastjóri menningarhluta DV og DV.is.

Í tilkynningu frá DV segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, fari í leyfi frá starfi sem fréttastjóri DV en verður áfram ritstjórnarfulltrúi með aðsetur í Svíþjóð.

Ingibjörg Dögg og Símon taka við stöðum sínum frá 1. maí næstkomandi.

„Ingibjörg Dögg hóf feril sinn sem blaðamaður á Mannlífi árið 2006, tók þátt í stofnun tímaritsins Ísafold og var ritstjórnarfulltrúi þess frá 2006-2007. Hún ritstýrði Nýju Lífi frá árslokum 2007 og fram á mitt ár 2010, samhliða því sem hún ritstýrði Húsum og híbýlum um tíma árið 2010. Hún hóf störf á DV árið 2010 sem umsjónarmaður helgarblaðs. Áður starfaði Ingibjörg Dögg fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, sem framkvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar á árunum 2001-2006 og leiðbeinandi í félagsmiðstöðum frá 2000-2006. Hún er 33 ára, í sambúð með Darra Johansen og á tvo syni.

Símon Birgisson verður fréttastjóri menningarhluta hjá DV.
Símon Birgisson útskrifaðist sem leiklistarfræðingur frá Listaháskóla Íslands - Fræði og framkvæmd, árið 2009. Síðan þá hefur hann unnið sem dramatúrg, tónlistarstjóri og handritshöfundur við fjölda uppsetninga í Þýskalandi og Sviss. Hér á Íslandi hefur Símon einbeitt sér að gerð útvarpsleikrita auk þess sem hann hefur verið fastur umsjónvarmaður í Djöflaeyjunni á Rúv síðustu tvö ár. Nýjasta verkefni Símonar var leikritið Englar alheimsins í Þjóðleikhúsinu en Símon skrifaði leikgerðina ásamt Þorleifi Arnarssyni leikstjóra. Auk viðamikillar reynslu af leikhúsvinnu hefur Símon komið víða við á fjölmiðlum. Hann starfaði sem blaðamaður og vakstjóri á DV á árunum 2003 - 2005, sem fréttamaður á sjónvarpsstöðinni NFS árið 2006, blaðamaður á visir.is og sem fréttamaður á Stöð 2 veturinn 2011 - 2012. Símon er 29 ára og býr í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×