Innlent

Hjúkrunarfræðingar kusu nýjan formann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjúkrunarfræðingar að störfum.
Hjúkrunarfræðingar að störfum. Mynd/ Vilhelm.
Ólafur G. Skúlason var kjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu tvö árin en atkvæðagreiðslu lauk klukkan fimm í dag. Þetta er í annað sinn sem Ólafur er kjörinn, en kjör hans fyrr á árinu var lýst ógilt.

Ólafur hlaut alls 1097 atkvæði eða 48,4% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var 61,4%.

Á kjörskrá voru 3.686 samkvæmt félagatali þann 28. febrúar 2013. Þrír kærðu sig réttilega inn á kjörskrá eftir ritun kjörskrár.  Tveir sögðu sig úr félaginu.  Fjöldi atkvæðisbærra er 3.687.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×