Foringjarnir ósáttir við Grænu gönguna Sunna Valgerðardóttir skrifar 30. apríl 2013 07:00 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hvaða hópa sem er hafa rétt á því að vekja athygli á sínum málefnum hvenær sem er, meira að segja fyrsta maí. Fréttablaðið/Daníel „Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. „Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig. Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir verkalýðshreyfinguna ekki huga nægilega mikið að umhverfismálum. „Á sama tíma og ég skil að verkalýðsleiðtogar vilji hafa þennan dag fyrir sig verða þeir að skilja að umhverfisvernd er að verða ansi snar þáttur í að verja lífskjör,“ segir hann. „Ég held að umhverfismál séu víða tekin upp á degi verkalýðsins.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir gönguna ekki vera skipulagða sem samkeppni við verkalýðinn. „Þetta hitti á þennan dag því þetta er frídagur og svo viljum við koma málum okkar á framfæri áður en ný ríkisstjórn verður mynduð,“ segir hann. „Það er ekki verið að beina þessu gegn verkalýðshreyfingunni á nokkurn hátt.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
„Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. „Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig. Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir verkalýðshreyfinguna ekki huga nægilega mikið að umhverfismálum. „Á sama tíma og ég skil að verkalýðsleiðtogar vilji hafa þennan dag fyrir sig verða þeir að skilja að umhverfisvernd er að verða ansi snar þáttur í að verja lífskjör,“ segir hann. „Ég held að umhverfismál séu víða tekin upp á degi verkalýðsins.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir gönguna ekki vera skipulagða sem samkeppni við verkalýðinn. „Þetta hitti á þennan dag því þetta er frídagur og svo viljum við koma málum okkar á framfæri áður en ný ríkisstjórn verður mynduð,“ segir hann. „Það er ekki verið að beina þessu gegn verkalýðshreyfingunni á nokkurn hátt.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira