Fleiri fréttir

Game of Thrones til Íslands á ný

Það lítur út fyrir að að fjórða sería Game of Thrones verði tekin upp á Íslandi. Frá þessu er greint á vefnum Svarthofdi.is, en heimildir Vísis benda einnig til þess. "Já, það er alvarlega verið að skoða að taka upp hluta af seríunni hér heima, málið er í vinnslu. Þetta yrði þá í svipuðum dúr og síðast.“

Jóhanna hissa á nýja stjórnarsáttmálanum

Fráfarandi ríkisstjórn mætti til Bessastaða á ríkisráðsfund klukkan ellefu í morgun. Þar voru staðfest lög og stjórnvaldsaðgerðir ráðuneytis Jóhönnu Sigurðarsdóttir.

Ömurlegt að heyra stjórnarandstæðinga óska fráfarandi stjórn alls ills

"Á tíma síðustu ríkisstjórnar fannst mér ömurlegt að heyra stjórnarandstæðinga óska stjórninni alls ills, og þeir hinir sömu gátu ekki einu sinni glaðst þegar góðar fréttir bárust af ríkisfjármálum, minnkandi atvinnuleysi eða góðri afkomu fyrirtækja. Heiftin í garð pólitískra andstæðinga var sterkara afl en óskin um bættan hag landsmanna," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á bloggsíðu sinni í dag.

15 ástæður til að elska Ísland

Ítalski ferðabloggarinn Giulia sem heldur úti vefsíðunni Travelreportage fer fögrum orðum um Ísland í nýjustu bloggfærslu sinni. Hún talar um að allir sem heimsæki Ísland heillist af landslaginu, stórbrotinni náttúrunni og norðurljósunum, en að sjálf hafi hún sérstaklega fallið fyrir ýmsum samfélagslegum þáttum.

Ríkisráð fundar í síðasta sinn

Ríkisráð kom saman á Bessastöðum klukkan ellefu í síðasta sinn. Þar mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesta lagafrumvörp og stjórnvaldsaðgerðir og ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur lætur af störfum. Klukkan þrjú í dag mun svo ný ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar taka við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.

Reynslulitlir ráðherrar

Ríkisstjórnin sem tekur formlega við völdum í dag er með töluvert minni þingreynslu en sú sem hefur setið síðustu fjögur ár. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar eru samanlagt með 45 ára þingreynslu samanborið við 131 árs þingreynslu ráðherranna sem eru að fara frá og ráðherrar gömlu stjórnarinnar voru líka einum færri en verða í nýju stjórninni.

Nýjar leiðir til að mæla virkni eldfjalla

Vísindamenn eru að þróa nýja tækni til þess að fylgjast með eldfjallavirkni á Íslandi. Ástæðurnar má rekja til eldgossins sem varð árið 2010 í Eyjafjallajökli. Eins og kunnugt er hamlaði eldgosið flugumferð um alla Evrópu og víðar í nokkra daga með þeim afleiðingum að fólk varð strandaglópar.

Allir nýliðar á ráðherrastóli

Enginn ráðherranna í ríkisstjórninni sem tekur formlega við völdum í dag hefur áður setið á ráðherrastóli. Það hefur ekki gerst síðan árið 1934.

Leifur toppar

Leifur Örn Svavarsson náði toppi Mount Everest rétt fyrir sólarupprás í dag og er fyrsti Íslendingurinn til þess að fara upp á toppinn með því að fara upp norðurhlíð Everest.

Verðandi móðir tvíbura flýr ófærðina

Vetrarfæri á Austurandi. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar þurftu í gær að aðstoða marga ökumenn, sem voru að fara yfir Fjarðarheiðina til að ná ferjunni Norrænu á Seyðisfirði.

Risjótt tíð tefur veiðar

Einu af fjórum veiðisvæðum strandveiðibá, var lokað á miðnætti, þar sem maí-kvótinn var upp veiddur.

Birgitta Sif er fundin

Hin 14 ára gamla Birgitta Sif Gunnarsdóttir er fundin og komin heim til sín. Lögreglan á Suðurnesjunum leitaði hennar í nótt en þá hafði ekkert spurst til hennar síðan um hálf tíu leytið í gærkvöldi.

12.300 í atvinnuleit í apríl

Atvinnuleysi var 6,6 prósent í apríl samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem segir að í mánuðinum hafi 12.300 verið án vinnu. Á sama tíma var skráð atvinnuleysi 4,9 prósent samkvæmt mælingu Vinnumálastofnunar, sem segir að í mánuðinum hafi 7.998 að meðaltali verið atvinnulausir.

Deila um Loft í 101

"Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu "Loft“ innan veitingageirans.

Brottnumda telpan sögð einstök hetja

Stúlkan sem numin var á brott gat greint skilmerkilega frá atburðum í skýrslutöku. Fulltrúi réttargæslumanns segir líðan hennar eftir atvikum. Lýsing á bíl hins grunaða og útliti svipar til annarra mála segir yfirmaður kynferðisbrotadeildar.

Ræktendur þurfa að passa sig á hvítum lit

Hvítum lit á feld hunda geta fylgt alvarleg vandamál. Í grein um ræktun íslenska fjárhundsins í nýjasta tölublaði Sáms, blaðs Hundaræktarfélags Íslands, er sérstaklega varað við því að hvítur litur verði ríkjandi á hundi, að minnsta kosti helmingur hundsins ætti að hafa lit.

Fengu gallaðar pípur frá Kína

Tafir urðu á endurbótum á lofthreinsibúnaði álversins í Straumsvík þar sem pípur sem álverið hafði pantað frá Kína reyndust gallaðar þegar þær komu til landsins. „Málningunni á talsverðum hluta af þeim búnaði sem fer í loftræstistöðvarnar var ábótavant. Við þurftum því að láta endurmála búnaðinn hér heima,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á íslandi.

Plaggið verður ekki misskilið

Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af því að helstu áherslur beggja flokka fá að njóta sín; skuldaniðurfelling Framsóknar og skattabreytingar Sjálfstæðisflokksins. Ekkert kemur sérstaklega á óvart þegar á heildina er litið.

Sigmundur Davíð: "Það liggur á að klára þessi mál“

Ráðherraskipan Framsóknarflokksins var samþykkt einróma á þingflokksfundi nú í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, verðandi forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að það að lægi á að ráðast í leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum.

Misjöfn viðbrögð við nýrri ríkisstjórn

Viðbrögð við nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokksins, ráðherraskipan og stjórnarsáttmála eru blendin. Stjórnarsáttmálinn var kynntur í Héraðsskólanum að Laugarvatni og í kvöld kom í ljós hverjir verða ráðherra í nýrri ríkisstjórn sem tekur við á Bessastöðum á morgun. Á netinu tjá menn sig um atburði dagsins með ýmsum hætti:

Nýir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins spenntir og þakklátir

Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi heilbrigðisráðherra sagðist stoltur af því að takast á við þetta ögrandi verkefni sem ráðuneytið er, eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðismanna lauk nú í kvöld.

Hanna Birna: Stefnan að jafna hlut kynjanna

"Ég er þakklát að mér hafi verið treyst fyrir þessu,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í kvöld en hún verður nýr innanríkisráðherra þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins taka við á morgun.

„Komast færri að en vilja“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti hina nýju ráðherra ríkistjórnarflokksins að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í kvöld.

Þessir verða ráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Búið er að tilkynna þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hvernig ráðherraskipan verður. Þannig verður Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður flokksins, innanríkisráðherra. Illugi Gunnarsson verður menntamálaráðherra.

Sigurður áminntur fyrir hótanir

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en í bloggi sínu sem hann birti síðdegis skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. "Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.

Dansaði upp að hnjám í Héraðsskólanum

Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk.

Útlit fyrir að aðeins þrjár konur sitji í nýrri ríkisstjórn

Allt lítur út fyrir að einungis þrjár konur muni setjast í níu manna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Líklegt er talið að Kristján Þór Júlíusson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðaustkjördæmi verði ekki ráðherra.

Tæpur helmingur styður næstu ríkisstjórn

Framsóknarflokkurinn fer niður fyrir 20 prósent fylgi í nýjustu könnun MMR á tímabilinu 14. til 17 maí og mælist nú með 19,9%. Flokkurinn var með 22,4% í síðustu könnun fyrirtækisins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 28,4%, borið saman við 26,7% í síðustu mælingu og er á uppleið. Samanlagður stuðningur við næstu ríkisstjórn eru því rúm 48%.

Kattadauðinn er lögreglumál

Samkvæmt upplýsingum Vísis ber lögreglu að rannsaka öll mál þar sem að grunur leikur á að dýr hafi verið beitt ofbeldi. Eins og greint var frá fyrr í dag fannst köttur sjö ára gamallar telpu á hafnarsvæðinu í Bolungarvík þar sem hann virtist hafa verið skotinn til dauða.

Líkið er af Gunnari Gunnarssyni

Líkið sem fannst á Kaldbaksvík á Ströndum í síðustu viku er af Gunnari Gunnarssyni, fæddum 1962. Hann féll útbyrðis af Múlabergi SI-22 djúpt út af Húnaflóa þann 12 desember síðastliðinn. Þetta er niðurstaða kennslanefndar. Ættingum Gunnars hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna.

Hver er Bjarni Ben?

Foreldrar Bjarna Benediktssonar segjast ekki hafa hvatt hann í pólitíska átt að neinu leiti. "Að Bjarni skildi hafa farið þessa leið kemur okkur í rauninni á óvart“, segir móðir hans.

Hver er Sigmundur Davíð?

Foreldar Sigmundar Davíðs voru ósammála um hvort sonurinn myndi feta pólitíska veginn. Faðir hans segist alla tíð hafa verið viss um það en móðirin ekki.

Köttur sjö ára stúlku fannst skotinn

Köttur sjö ára stúlku sem hafði verið týndur í þrjá daga fannst dauður á hafnarsvæðinu Bolungarvík í gær en svo virðist sem kötturinn hafi verið skotinn til dauða með byssu.

Sjá næstu 50 fréttir