Brottnumda telpan sögð einstök hetja Hanna Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Rannsókn miðar vel Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir rannsókninni miða vel og að atburðarás sé að skýrast. Fréttablaðið/anton „Þetta er algjör hetja. Það verður bara að segjast að þetta er einstök stúlka,“ segir María Júlía Rúnarsdóttir, fulltrúi réttargæslumanns stúlkunnar sem numin var á brott með valdi í Vesturbænum í síðustu viku og beitt kynferðislegu ofbeldi. Aðspurð um líðan stúlkunnar segir María hana vera eftir atvikum. „Maður getur bara ímyndað sér hvernig það er. Það er held ég aðalatriðið að lifa sem eðlilegustu lífi eins og hægt er eftir svona atburð. En hún fær alla þá hjálp sem í boði er.“ Tekin var skýrsla af stúlkunni í Barnahúsi síðastliðinn föstudag. „Hún stóð sig alveg ótrúlega vel eftir atvikum. Þetta er auðvitað erfitt en hún stóð sig bara prýðilega og gat sagt skilmerkilega frá,“ segir Helga. Barnahús Tekin var skýrsla af stúlkunni í Barnahúsi á föstudag að viðstöddum dómara. Stúlkan mun ekki þurfa að hafa frekari aðkomu að málinu.Fréttablaðið/GvaDómari var viðstaddur skýrslutökuna í Barnahúsi og mun stúlkan ekki þurfa að mæta frekar í skýrslutöku vegna málsins. „Þegar um barn er að ræða er bara gefin skýrsla einu sinni. Ef málið fer fyrir dóm er dómari sem fer með málið viðstaddur skýrslutöku í Barnahúsi.“ Aðkomu stúlkunnar að málinu er því lokið en lögð verður fram bótakrafa fyrir hennar hönd sem verður þá hluti af aðalmeðferð málsins fari það fyrir dóm. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málsins miða vel og að framburður stúlkunnar í Barnahúsi hafa varpað skýrara ljósi á þá atburðarás sem átti sér stað. „Framburður hennar var mjög skýr og greinargóður og hjálpaði til við að skýra atburðarásina.“ Samkvæmt heimildum verður maðurinn yfirheyrður af lögreglu í dag. Lögreglan rannsakar nú hvort maðurinn sem er í haldi tengist öðrum málum þar sem reynt var að lokka börn upp í bíl. Björgvin segir ekkert liggja fyrir um hvort sú sé raunin. Hann segir að tenging málanna sé byggð á lýsingu á bíl og geranda. „Það hefur ekkert komið fram en það er verið athuga tiltölulega mörg mál og rannsókn á þeim er ekki lokið.“ Aðspurður segir hann að ekki hafi verið talin ástæða til að fara fram á að gert yrði geðmat á manninum.hanna@frettabladid.is Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
„Þetta er algjör hetja. Það verður bara að segjast að þetta er einstök stúlka,“ segir María Júlía Rúnarsdóttir, fulltrúi réttargæslumanns stúlkunnar sem numin var á brott með valdi í Vesturbænum í síðustu viku og beitt kynferðislegu ofbeldi. Aðspurð um líðan stúlkunnar segir María hana vera eftir atvikum. „Maður getur bara ímyndað sér hvernig það er. Það er held ég aðalatriðið að lifa sem eðlilegustu lífi eins og hægt er eftir svona atburð. En hún fær alla þá hjálp sem í boði er.“ Tekin var skýrsla af stúlkunni í Barnahúsi síðastliðinn föstudag. „Hún stóð sig alveg ótrúlega vel eftir atvikum. Þetta er auðvitað erfitt en hún stóð sig bara prýðilega og gat sagt skilmerkilega frá,“ segir Helga. Barnahús Tekin var skýrsla af stúlkunni í Barnahúsi á föstudag að viðstöddum dómara. Stúlkan mun ekki þurfa að hafa frekari aðkomu að málinu.Fréttablaðið/GvaDómari var viðstaddur skýrslutökuna í Barnahúsi og mun stúlkan ekki þurfa að mæta frekar í skýrslutöku vegna málsins. „Þegar um barn er að ræða er bara gefin skýrsla einu sinni. Ef málið fer fyrir dóm er dómari sem fer með málið viðstaddur skýrslutöku í Barnahúsi.“ Aðkomu stúlkunnar að málinu er því lokið en lögð verður fram bótakrafa fyrir hennar hönd sem verður þá hluti af aðalmeðferð málsins fari það fyrir dóm. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málsins miða vel og að framburður stúlkunnar í Barnahúsi hafa varpað skýrara ljósi á þá atburðarás sem átti sér stað. „Framburður hennar var mjög skýr og greinargóður og hjálpaði til við að skýra atburðarásina.“ Samkvæmt heimildum verður maðurinn yfirheyrður af lögreglu í dag. Lögreglan rannsakar nú hvort maðurinn sem er í haldi tengist öðrum málum þar sem reynt var að lokka börn upp í bíl. Björgvin segir ekkert liggja fyrir um hvort sú sé raunin. Hann segir að tenging málanna sé byggð á lýsingu á bíl og geranda. „Það hefur ekkert komið fram en það er verið athuga tiltölulega mörg mál og rannsókn á þeim er ekki lokið.“ Aðspurður segir hann að ekki hafi verið talin ástæða til að fara fram á að gert yrði geðmat á manninum.hanna@frettabladid.is
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira