Misjöfn viðbrögð við nýrri ríkisstjórn 22. maí 2013 23:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, oddvitar nýju ríkisstjórnarinnar, undirrita stjórnarsáttmálann að Laugarvatni í dag. mynd/ gva. Viðbrögð við nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokksins, ráðherraskipan og stjórnarsáttmála eru blendin. Stjórnarsáttmálinn var kynntur í Héraðsskólanum að Laugarvatni og í kvöld kom í ljós hverjir verða ráðherra í nýrri ríkisstjórn sem tekur við á Bessastöðum á morgun. Á netinu tjá menn sig um atburði dagsins með ýmsum hætti:Árni Páll formaður Samfylkingarinnar: Í stjórnmálum eignast maður ágæta kunningja og vini þvert á flokksbönd. Ég þekki flesta nýja ráðherra ágætlega og óska þeim alls hins besta og veit að þar fer gott fólk sem vill vinna vel. Við erum ekki alltaf sammála um allt og til þess eru stjórnmálin að leiða fram ólíkar áherslur. En við skulum dæma þessa ríkisstjórn af verkunum.Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður: Hefur Gunnar Bragi komið til útlanda? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður: Hægri stjórnin um málefni barna: " Leitast verður við að auðvelda börnum og ungmennum að fóta sig í bráð og lengd, meðal annars með því að leggja áherslu á félagsfærni, aðgerðir gegn einelti og fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum"! Þessi djúpstæði skilningur á málefnum barna er síðan endurtugginn stuttu síðar í plagginu bara í aðeins annari röð í samhengi við niðurgreiðslu á útflutningi tónlistar! Vá!Birgitta Jonsdottir alþingismaður: Píratar eru að þróa kosningaloforðamælistiku.Eiður Svanberg Guðnason fyrrverandi sendiherra: Nú verða margir fyrir vonrigðum sem héldu í fúlustu alvöru að þeir fengju ávísun inn um bréfalúguna strax og búið væri að mynda stjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og fyrrverandi menntamálaráðherra: Ný ríkisstjórn hyggst leggja áherslu á „skráningu Íslandssögunnar“. Kannski minniháttar mál í augum einhverra en við hvað er átt? Á að ráða skrásetjara til starfa? Hefur nýja ríkisstjórnin misst af þeirri þróun þar sem sagnfræði er rannsökuð og ólíkar sögur skrifaðar og heldur að enn sé hægt að „skrá“ eina sögu með stórum staf?Baldur Hermannsson fyrrverandi framhaldsskólakennari: Til hamingju Íslendingar, okkur eru gjafir gefnar! Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram á öflugustu skriðdrekunum ... þetta líst mér geysi vel á, satt best að segja, þetta verður alveg gríðarleg ríkisstjórn, glæsilegt fólk á allra besta aldri, harðduglegt, heiðarlegt og vel gefið. Nú gala gaukar, spretta laukar, upp rísi þjóðlíf og skipist í sveit.Illugi Jökulsson rithöfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson er áreiðanlega hinn besti maður. En miðað við hvernig hann hefur talað undanfarin misseri virðist hann hugsa í virkjunum og stóriðju. Að setja hann yfir hræið af umhverfisráðuneytinu virðist því svolítið eins og að ... að ... ja, eins og að setja Sigurð Inga Jóhannsson yfir umhverfisráðuneytið.Árni Snævarr erindreki: Mjög athyglisvert að á hverri einustu ljósmynd sem birtist af forsetanum og Sigmundi Davíð er Ólafur Ragnar með frumkvæði, hann er að tala eða gengur á undan og SDG í humátt á eftir honum. Í stað þess að Sigumundur Davíð gangi á fund forseta og tilkynni honum að honum hafi tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn, boðar forsetinn SDG á sinn fund. ÓRG segir að hann hafi valið SDG af því honum hafi litist vel á hann. Ef ÓRG er að skapa þá ímynd að Sigmundur Davíð sé honum skuldbundinn, þá tekst það vel. Af hverju skyldi þetta nú vera? Og sættir verðandi forsætisráðherra sig við þetta?Pétur Gunnarsson blaðamaður: Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Ég gæti trúað að Bjarni hafi leyft Einari vini sínum að velja hvort hann vildi heldur; þess vegna fer Kristján Þór í heilbrigðisráðuneytið sem hefur orðið pólitísk endastöð allra sem þar hafa ráðið húsum síðustu 22 ár.Árni Sigfússon bæjarstjóri: Báðir Atvinnuvegaráðherrar úr Suðurkjördæmi!Anna Sigrún Baldursdóttir fyrrverandi aðstoðamaður heilbrigðisráðherra: Þà er komin ný ríkisstjórn. Það er full ástæða til að óska henni velfarnaðar. Ég er sérstaklega ánægð með stólaskipan í velfearráðuneytinu, þarna er toppfólk a ferð, Eygló Harðardóttir og Kristján Þór Kristján Þór Júlíusson. Mér er eiginlega létt.Elin Hirst alþingismaður: Glæsilegur ráðherrahópur Sjálfstæðisflokksins.Torfi Geirmundsson hárskeri og talnaspekingur: Bjarni Ben er fæddur 26 jan 1970 og er því hani. Sigmundur Davíð er fæddur 12 mars 1975 og er héri (kanína) Þessi merki eru andstæður sem pasa illa saman. Eiginlega er þetta versta mögulega sambandið fyrir héra. Héri eyðir í lúxuss og það líkar hana ekki því hann hugsar mikið um peninga. Hani er alltaf að leita af orustu til að vinna og það líkar friðsömum héra ekki. Héri vill ró en ekki endalausa útásetningar. Það er betra fyrir héra að forðast hana sem er hans andstæða. Kínversk speki er nokkuð með þetta. Þetta verður erfitt. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Viðbrögð við nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokksins, ráðherraskipan og stjórnarsáttmála eru blendin. Stjórnarsáttmálinn var kynntur í Héraðsskólanum að Laugarvatni og í kvöld kom í ljós hverjir verða ráðherra í nýrri ríkisstjórn sem tekur við á Bessastöðum á morgun. Á netinu tjá menn sig um atburði dagsins með ýmsum hætti:Árni Páll formaður Samfylkingarinnar: Í stjórnmálum eignast maður ágæta kunningja og vini þvert á flokksbönd. Ég þekki flesta nýja ráðherra ágætlega og óska þeim alls hins besta og veit að þar fer gott fólk sem vill vinna vel. Við erum ekki alltaf sammála um allt og til þess eru stjórnmálin að leiða fram ólíkar áherslur. En við skulum dæma þessa ríkisstjórn af verkunum.Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður: Hefur Gunnar Bragi komið til útlanda? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður: Hægri stjórnin um málefni barna: " Leitast verður við að auðvelda börnum og ungmennum að fóta sig í bráð og lengd, meðal annars með því að leggja áherslu á félagsfærni, aðgerðir gegn einelti og fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum"! Þessi djúpstæði skilningur á málefnum barna er síðan endurtugginn stuttu síðar í plagginu bara í aðeins annari röð í samhengi við niðurgreiðslu á útflutningi tónlistar! Vá!Birgitta Jonsdottir alþingismaður: Píratar eru að þróa kosningaloforðamælistiku.Eiður Svanberg Guðnason fyrrverandi sendiherra: Nú verða margir fyrir vonrigðum sem héldu í fúlustu alvöru að þeir fengju ávísun inn um bréfalúguna strax og búið væri að mynda stjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og fyrrverandi menntamálaráðherra: Ný ríkisstjórn hyggst leggja áherslu á „skráningu Íslandssögunnar“. Kannski minniháttar mál í augum einhverra en við hvað er átt? Á að ráða skrásetjara til starfa? Hefur nýja ríkisstjórnin misst af þeirri þróun þar sem sagnfræði er rannsökuð og ólíkar sögur skrifaðar og heldur að enn sé hægt að „skrá“ eina sögu með stórum staf?Baldur Hermannsson fyrrverandi framhaldsskólakennari: Til hamingju Íslendingar, okkur eru gjafir gefnar! Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram á öflugustu skriðdrekunum ... þetta líst mér geysi vel á, satt best að segja, þetta verður alveg gríðarleg ríkisstjórn, glæsilegt fólk á allra besta aldri, harðduglegt, heiðarlegt og vel gefið. Nú gala gaukar, spretta laukar, upp rísi þjóðlíf og skipist í sveit.Illugi Jökulsson rithöfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson er áreiðanlega hinn besti maður. En miðað við hvernig hann hefur talað undanfarin misseri virðist hann hugsa í virkjunum og stóriðju. Að setja hann yfir hræið af umhverfisráðuneytinu virðist því svolítið eins og að ... að ... ja, eins og að setja Sigurð Inga Jóhannsson yfir umhverfisráðuneytið.Árni Snævarr erindreki: Mjög athyglisvert að á hverri einustu ljósmynd sem birtist af forsetanum og Sigmundi Davíð er Ólafur Ragnar með frumkvæði, hann er að tala eða gengur á undan og SDG í humátt á eftir honum. Í stað þess að Sigumundur Davíð gangi á fund forseta og tilkynni honum að honum hafi tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn, boðar forsetinn SDG á sinn fund. ÓRG segir að hann hafi valið SDG af því honum hafi litist vel á hann. Ef ÓRG er að skapa þá ímynd að Sigmundur Davíð sé honum skuldbundinn, þá tekst það vel. Af hverju skyldi þetta nú vera? Og sættir verðandi forsætisráðherra sig við þetta?Pétur Gunnarsson blaðamaður: Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Ég gæti trúað að Bjarni hafi leyft Einari vini sínum að velja hvort hann vildi heldur; þess vegna fer Kristján Þór í heilbrigðisráðuneytið sem hefur orðið pólitísk endastöð allra sem þar hafa ráðið húsum síðustu 22 ár.Árni Sigfússon bæjarstjóri: Báðir Atvinnuvegaráðherrar úr Suðurkjördæmi!Anna Sigrún Baldursdóttir fyrrverandi aðstoðamaður heilbrigðisráðherra: Þà er komin ný ríkisstjórn. Það er full ástæða til að óska henni velfarnaðar. Ég er sérstaklega ánægð með stólaskipan í velfearráðuneytinu, þarna er toppfólk a ferð, Eygló Harðardóttir og Kristján Þór Kristján Þór Júlíusson. Mér er eiginlega létt.Elin Hirst alþingismaður: Glæsilegur ráðherrahópur Sjálfstæðisflokksins.Torfi Geirmundsson hárskeri og talnaspekingur: Bjarni Ben er fæddur 26 jan 1970 og er því hani. Sigmundur Davíð er fæddur 12 mars 1975 og er héri (kanína) Þessi merki eru andstæður sem pasa illa saman. Eiginlega er þetta versta mögulega sambandið fyrir héra. Héri eyðir í lúxuss og það líkar hana ekki því hann hugsar mikið um peninga. Hani er alltaf að leita af orustu til að vinna og það líkar friðsömum héra ekki. Héri vill ró en ekki endalausa útásetningar. Það er betra fyrir héra að forðast hana sem er hans andstæða. Kínversk speki er nokkuð með þetta. Þetta verður erfitt.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira