Innlent

Klókir hrafnar gera sér laup á þaki álvers

Laupur hrafnanna er tilkomumikill og eru ungarnir að braggast.
Laupur hrafnanna er tilkomumikill og eru ungarnir að braggast. Elmar Snorrason

Hrafnapar hefur gert sér laup á uppgöngupalli utan á kerskála Norðuráls á Grundartanga.

Laupurinn er stór og mikill og þekur hátt í fermeter á stigapallinum sem liggur upp í áfyllistöð á þaki kerskálans. Hröfnunum virðist líka loftslagið inn á athafnasvæði álversins mjög vel og ákjósanlegur staður til að ala upp ungviðið. Starfsmaður hefur fylgst með uppeldinu og komið fyrir myndavél til að fylgjast betur með. Ungarnir eru nú 6-7 daga gamlir og stækka mjög hratt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×