Innlent

„Komast færri að en vilja“

Sunna Valgerðardóttir skrifar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti hina nýju ráðherra ríkistjórnarflokksins að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í kvöld.

Fjármálamarkaðirnir, sem hingað til hafa verið í atvinnuvegaráðuneytinu, munu nú heyra undir ráðuneyti Bjarna, fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Formaður þingflokksins verður Ragnheiður Ríkharðsdóttir og forseti Alþingis verður Einar K. Guðfinnsson, en hann hafði verið sterklega orðaður við heilbrigðisráðuneytið ásamt Kristjáni Þór.

„Það var góð samstaða á fundinum um þessa niðurstöðu," segir Bjarni. „Það er ekki hægt að neita því að það eru margir sem hafa metnað til þess að taka að sér krefjandi verkefni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og það komast færri að en vilja, en það var góð samstaða um þessa niðurstöðu á fundinum.“

Hægt er að horfa á viðtal við Bjarna hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×