Innlent

Hanna Birna: Stefnan að jafna hlut kynjanna

„Ég er þakklát að mér hafi verið treyst fyrir þessu,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í kvöld en hún verður nýr innanríkisráðherra þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins taka við á morgun.

Aðspurð um hlutfall kynjanna í nýrri ríkisstjórn, en þrjár konur eru í stjórninni á móti sex körlum, sagði Hanna Birna að það væri stefnan að jafna hlut kvenna í nýrri ríkisstjórn. Hægt er að horfa á viðtalið við Hönnu Birnu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×