Innlent

Framsóknarmenn byrjaðir að funda

Frá þingflokksfundi Framsóknarmanna í kvöld.
Frá þingflokksfundi Framsóknarmanna í kvöld.

Þingflokksfundur Framsóknarflokksins er hafinn en hann er haldin á Alþingi.

Á fundinum verður tilkynnt um nýja ráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn en auk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem verður forsætisráðherra, er fastlega búist við því að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, verði umhverfis-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.

Eygló Harðardóttir mun veita félagsmálaráðuneytinu forystu og Gunnar Bragi Sveinsson verði utanríkisráðherra. Þetta er þó skrifað með fyrirvara um breytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×