Deila um Loft í 101 María Lilja Þrastardóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Loftið Barinn er í Austurstræti. Lögfræðingur Loftsins segir að ekki standi til að skipta um nafn. „Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu „Loft“ innan veitingageirans. Í miðborg Reykjavíkur eru tveir aðrir staðir með „Loft“ í nafni sínu, það eru barinn Loftið við Austurstræti og menningarstofan Harbour Loft í Hafnarstræti, sem er í eigu Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns og eiginkonu hans, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þau vildu ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að þeim þætti krafa farfuglaheimilisins fáránleg og ekki stæði til að breyta nafni staðarins. Steinbergur Finnsson er lögmaður eigenda Loftsins. Hann segir einnig að krafan sé furðuleg og tæplega svaraverð. Loftið hyggist ekki skipta um nafn. „Það eru engin rök sem gætu réttlætt þessar hugmyndir þeirra. Þetta er væntanlega gert á grundvelli ruglingshættu en Loft og Loftið eru ekki einu sinni sama orðið. Hvað eru þau hrædd við, að fólk sem ætli að gista hjá þeim komi óvart og fái sér kokkteil hjá Loftinu í staðinn? Ég skil eiginlega ekkert í þessu,“ segir Steinbergur. Einkaleyfi eru gerð til að vernda tæknilega útfærslu á hugmyndum, búnaði og afurðum en einnig aðferðum eða notkun þeirra. Með einkaleyfi frá Einkaleyfastofu er hægt að vernda uppfinningar í allt að 20 ár. Einkaleyfaréttur gefur eiganda rétt til þess að banna öðrum að framleiða, flytja inn og selja uppfinningu sem vernduð er með einkaleyfi. Sigríður segir það ekki ósanngjarna kröfu að Loftið og Harbour Loft breyti nafni sínu. „Miðbærinn er lítill og við megum ekki rugla kúnnann. Það er ekki að ástæðulausu að við sóttum um þetta á sínum tíma og við höfum gert hlutaðeigandi grein fyrir málum. Því hefur ekki verið svarað svo nú könnum við stöðu okkar gagnvart þeim,“ segir Sigríður. Farfuglaheimilið Loft Hostel var opnað fyrir skömmu og á rétt á nafninu Loft. . Harbour Loft er menningarstofa í eigu hjónanna Valgeirs Guðjónssonar og Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. . Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu „Loft“ innan veitingageirans. Í miðborg Reykjavíkur eru tveir aðrir staðir með „Loft“ í nafni sínu, það eru barinn Loftið við Austurstræti og menningarstofan Harbour Loft í Hafnarstræti, sem er í eigu Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns og eiginkonu hans, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þau vildu ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að þeim þætti krafa farfuglaheimilisins fáránleg og ekki stæði til að breyta nafni staðarins. Steinbergur Finnsson er lögmaður eigenda Loftsins. Hann segir einnig að krafan sé furðuleg og tæplega svaraverð. Loftið hyggist ekki skipta um nafn. „Það eru engin rök sem gætu réttlætt þessar hugmyndir þeirra. Þetta er væntanlega gert á grundvelli ruglingshættu en Loft og Loftið eru ekki einu sinni sama orðið. Hvað eru þau hrædd við, að fólk sem ætli að gista hjá þeim komi óvart og fái sér kokkteil hjá Loftinu í staðinn? Ég skil eiginlega ekkert í þessu,“ segir Steinbergur. Einkaleyfi eru gerð til að vernda tæknilega útfærslu á hugmyndum, búnaði og afurðum en einnig aðferðum eða notkun þeirra. Með einkaleyfi frá Einkaleyfastofu er hægt að vernda uppfinningar í allt að 20 ár. Einkaleyfaréttur gefur eiganda rétt til þess að banna öðrum að framleiða, flytja inn og selja uppfinningu sem vernduð er með einkaleyfi. Sigríður segir það ekki ósanngjarna kröfu að Loftið og Harbour Loft breyti nafni sínu. „Miðbærinn er lítill og við megum ekki rugla kúnnann. Það er ekki að ástæðulausu að við sóttum um þetta á sínum tíma og við höfum gert hlutaðeigandi grein fyrir málum. Því hefur ekki verið svarað svo nú könnum við stöðu okkar gagnvart þeim,“ segir Sigríður. Farfuglaheimilið Loft Hostel var opnað fyrir skömmu og á rétt á nafninu Loft. . Harbour Loft er menningarstofa í eigu hjónanna Valgeirs Guðjónssonar og Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. .
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira