Innlent

Ríkisráð fundar í síðasta sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvegaráðherra, mætir til ríkisráðsfundar í síðasta sinn.
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvegaráðherra, mætir til ríkisráðsfundar í síðasta sinn. Mynd/ GVA.

Ríkisráð kom saman á Bessastöðum klukkan ellefu í síðasta sinn. Þar mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesta lagafrumvörp og stjórnvaldsaðgerðir og ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur lætur af störfum.

Klukkan þrjú í dag mun svo nýtt ríkisráð koma saman þegar ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×