Innlent

Allir nýliðar á ráðherrastóli

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.

Enginn ráðherranna í nýrri ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur áður gegnt ráðherraembætti.

Svo reynslulítil ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum frá lýðveldisstofnun árið 1944 en þrjú dæmi eru um svo reynslulitlar ríkisstjórnir frá því fyrir þann tíma.

Í fyrstu ríkisstjórn Íslandssögunnar, sem tók við völdum 4. janúar 1917 undir forsæti Jóns Magnússonar, var fyrst um sinn enginn ráðherra sem gegnt hafði embætti ráðherra Íslands en þó kom Sigurður Eggerz, ráðherra Íslands frá 1914 til 1915, inn í ríkisstjórnina þá um haustið.

Þá var engin fyrri ráðherrareynsla í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar sem tók við völdum árið 1927 og í stjórn Hermanns Jónassonar sem tók við völdum árið 1934.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×