Innlent

Nýjar leiðir til að mæla virkni eldfjalla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldgosið í Eyjafjallajökli olli miklum töfum á flugumferð.
Eldgosið í Eyjafjallajökli olli miklum töfum á flugumferð.

Vísindamenn eru að þróa nýja tækni til þess að fylgjast með eldfjallavirkni á Íslandi. Ástæðurnar má rekja til eldgossins sem varð árið 2010 í Eyjafjallajökli. Eins og kunnugt er hamlaði eldgosið flugumferð um alla Evrópu og víðar í nokkra daga með þeim afleiðingum að fólk varð strandaglópar.

Á vef BBC segir að vísindamenn séu að fjölga mælum á virkum eldsvæðum til þess að tryggja að mælingarnar verði nákvæmari. Matthew Roberts, sérfræðingur á veðurstofu Íslands, segir í samtali við BBC að með þessu sé vonast til að hægt verði að spá fyrir um eldgoss fyrr en hingað til hefur verið gert. Eldfjöll sýni mörg merki fyrir gos sem hægt sé að mæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×