Fleiri fréttir

Steypireyður laskaðist í hraðsuðu í Hvalfirði

Hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir of knappan tímaramma og þröngan fjárhagslegan stakk af hálfu stjórnvalda hafa leitt til þess að beinagrind úr steypireyðinni af Skaga hafa verið soðin of hratt. Grindin hafi skemmst en því megi bjarga.

Augljós tilraun til að kaupa vinsældir

„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta.

Formennirnir tókust á

Kappræður formanna þeirra sex flokka sem líklegastir eru til að koma mönnum inn á þing fóru fram á Stöð 2 í kvöld.

Fjölmiðlaumfjöllun skiptir ekki höfuðmáli

Rúmlega fimm þúsund fréttir hafa verið skrifaðar um kosningarnar frá síðustu átta vikur þar af er Samfylkingin með flestar fréttir eða tæplega tvö þúsund og sex hundruð talsins. Fæstu fréttirnar hafa verið skrifaðar um Framsókn af fjórflokknum en flokkurinn er engu að síður með mesta fylgið.

Framsókn enn stærstur þrátt fyrir minnkandi fylgi

Framsóknarflokkurinn nýtur enn mest fylgis þeirra flokka sem bjóða fram í kosningunum á laugardaginn þrátt fyrir að fylgi hans hafi dalað. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi og eru Vinstri-græn á mikilli siglingu.

Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl

Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands.

Ef landið væri eitt kjördæmi myndu öll framboðin ná manni inn

Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð.

Lokar ekki léninu nema að undangengnum dómsúrskurði

"Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt.

Leiðtogarnir á Stöð 2 í kvöld

Kappræður formanna flokkanna fara fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld og hefjast þær strax að loknum fréttum, klukkan 18.55. Í umræðunum taka þátt formenn þeirra lista sem kannanir benda til að nái mönnum á þing í alþingiskosningunum á laugardag, þau Guðmundur Steingrímsson fyrir Bjarta framtíð, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrir Framsóknarflokk, Bjarni Benediktsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna, Katrín Jakobsdóttir fyrir Vinstri græna og Birgitta Jónsdóttir fyrir Pírata. Þættinum stýra þau Kristján Már Unnarsson og Lóa Pind Aldísardóttir. Áætlað er að kapppræðurnar standi í 90 mínútur og verða þær sendar út í opinni dagskrá.

Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar

"Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén.

Vetur og sumar frusu saman

Vetur og sumar frusu saman í nótt, víðast hvar um landið. Mesta frost í byggð var á Brú á Jökuldal, mínus sjö komma fjórir. Samkvæmt þjóðtrúnni boðar það gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman.

Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur víða í dag

Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur víða í dag. Í Spönginni í Reykjavík hefjast hátíðarhöldin klukkan hálf tólf með skrúðgöngu sem skólahljómsveit Grafarvogs og Skátafélagið Hamar leiða.

Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk

Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is.

20 milljarða „landsbyggðarskattur“

Heildarskuldir landsmanna námu 1.878.044 milljónum króna árið 2011. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 1.151.616 krónur. Þetta kemur fram í gögnum sem Fréttablaðið fékk í hendur hjá Íbúðalánasjóði, en þau hafa verið unnin upp úr skattframtölum ársins 2011.

Ætlar ekki aftur til Tyrklands

Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag.

Sakar félagana um pólitískar ofsóknir

"Þetta er einhver misskilningur hjá Ármanni blessuðum,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, um bókun Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að ályktanir Gunnars varðandi gestafjölda í íþróttahúsum einkenndust af pólitískum ofsóknum.

Húsavík fyrsti kostur fyrir hvalabeinagrind

"Það er ekki á hendi Náttúrfræðistofnunar hvar beinagrindin verður heldur menntamálaráðuneytisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna umræðunnar um framtíðarstaðsetningu beinagrindar úr steypireyði sem rak á land á Skaga 2010.

Vantar þeldökka til að ljúka vöruþróun

Lækningavörufyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur tryggt fjármögnun til að ljúka ofnæmis- og ónæmisprófunum á nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt því að taka fyrstu skref í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Nýja varan, MariGen Wound, er sárameðhöndlunarefni unnið úr þorskroði.

Leggja til allsherjarrannsókn á bönkum

Samkeppniseftirlitið og nýtt embætti umboðsmanns neytenda á að taka starfsemi bankanna á húsnæðismarkaði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppni á bankamarkaði er ábótavant, sér í lagi á húsnæðismarkaðnum, og því skulu stjórnvöld beita sér fyrir rannsókninni.

Rekstrarafgangur hjá Kópavogi

Alls varð 186 milljóna króna afgangur af rekstri samstæðu Kópavogsbæjar í fyrra. Til samanburðar var 751 milljónar halli á rekstrinum 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar sem lagður var fyrir bæjarstjórn á þriðjudag.

Birna Ketilsdóttir Schram tíundi kveninspector scholae

Ný stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík tók við í dag en Birna Ketilsdóttir Schram er inspector scholae. Hún er tíunda stúlkan til að gegna því embætti í meira en hundrað ára sögu skólans.

Jóhönnu finnst ekki eins og hún sé að skilja við flokkinn í rúst

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafnar því að hún skilji Samfylkinguna eftir í rúst þótt fylgi flokksins í skoðanakönnunum mælist langt undir því sem flokkurinn hefur haft í gegnum tíðina. Hún hélt sína síðustu kosningaræðu í dag eftir 35 ára feril í stjórnmálum.

Slíkur ólíkindablær á frásögn konu um fjárdrátt að dómur var ómerktur

Hæstiréttur Íslands ómerkti sýknudóm yfir 65 ára gamalli konu sem starfaði í eignastýringu einkabankaþjónustu Kaupþings og var ákærð fyrir að hafa dregið sér fé frá árinu 2004 til 2008. Konan er grunuð um að hafa dregið að sér rúmlega 50 milljónir króna. Það var slitastjórn bankans sem kærði málið árið 2009 eftir bankahrunið.

"Þetta er góður dagur"

“Þetta segir okkur það að Visa, eða kortafyrirtækin, geta ekki tekið sér neitt alræðisvald um það hverjir megi stunda viðskipti,” segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, stofnandi Datacell.

Már tapaði baráttunni um laun sín í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Más Guðmundssonar gegn Seðlabankanum. Már stefndi Seðlabankanum eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra haustið 2009. Ástæðan er sú að Í sama mánuði og Már tók við bankastjórastöðunni var lögum um kjararáð, sem seðlabankastjóri heyrir undir, breytt. Launin voru lækkuð og inn í lögin var tekið ákvæði um að laun embættismanna yrði ekki hærri en laun forsætisráðherra.

Það varð allt vitlaust

„Það hefur ekki áður gerst í Noregi að landlækni sé svarað fullum hálsi. en á endanum bakkaði hann,“ segir Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans og núverandi forstjóri Ahus-spítala í Noregi.

Barnið lést, þrátt fyrir bænirnar

Par búsett í Fíladelfíu gæti átt von á ákæru vegna dauða sonar þeirra. Parið er á skilorði vegna dauða annars barns árið 2009, en parið vanrækti að fara með barnið til læknis og notaðist þess í stað við bænir.

Enginn í lífshættu

Gunnar Bragi Sveinsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, sá sig knúinn til að greina frá hvert "neyðartilvikið“ var í fjölskyldu hans en í upphafi kosningaþáttar á RÚV í gær sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sjónvarpskona að Gunnar Bragi gæti ekki komið í þáttinn vegna "neyðartilviks í fjölskyldu hans.“

Fuglaflensufaraldur: "Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað"

Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan.

Hong Kong búar vilja ekki neyðaraðstoð til Kína vegna spillingar stjórnvalda

Mikil andstaða hefur myndast í Hong Kong í garð þess að senda Sichuan héraði á meginlandinu neyðaraðstoð í formi peninga vegna jarðskjálfta sem riðu yfir héraðið nýverið. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, kynnti fyrirætlanirnar um að fórnarlömbunum yrði veitt neyðaraðstoð á mánudaginn. Hann sagði aðstoðinni ætlað að sýna "ást og umhyggju gagnvart öðrum landsmönnum."

Sjá næstu 50 fréttir