Innlent

Búið að ryðja burt skriðunni yfir veginn í Kjálkafirði

Jóhannes Stefánsson skrifar
Heljarmikil skriða féll á veginn, sem nú er búið að ryðja
Heljarmikil skriða féll á veginn, sem nú er búið að ryðja Mynd/Þórhallur Gestsson.
Vegurinn um Kjálkafjörð á Vestfjörðum, skammt frá Flókalundi, er nú opinn eftir að búið er að ryðja skriðu sem féll á veginn í fyrrinótt í burt.



Í kjölfar skriðunnar var ekki hægt að komast landleiðina til sunnanverðra Vestfjarða. Vegna þess fór fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð frá Stykkishólmi klukkan níu til Brjánslækjar, en þaðan var fært á suðurfirðina. Starfsmenn Suðurverks unnu að því í morgun að opna veginn og verða á vaktinni til að fylgjast með eftir því sem þurfa þykir.

Vegagerðin biður vegafarendur að sýna aðgát. Búast má við einhverjum töfum en vegna aðstæðna verður vegurinn hafður lokaður yfir nóttina frá klukkan 23.00 til klukkan 7.00 að morgni.


Vinnuvélar Suðurverks moka skriðunni burt.Mynd/Þórhallur Gestsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×