„Hann er að kaupa sér tíma í pólitískum tilgangi“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. apríl 2013 14:14 Samsett mynd/Loftmyndir ehf. „Það er engin tilviljun að ráðherra kemur með þetta útspil núna, fimm mínútum fyrir kosningar,“ segir Elías J. Bjarnason, íbúi á Álftanesi, um tilmæli innanríkisráðherra til bæjaryfirvalda í Garðabæ og Vegagerðarinnar um endurskoðun á lagningu nýs Álftanesvegar. „Hann er að kaupa sér tíma í pólitískum tilgangi. Hann veit að uppistaðan af þessu fólki sem mótmælti veginum eru liðsmenn VG.“ Elías, sem komið hefur að bæjarmálum á Álftanesi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segir leiðtoga Hraunavina flokksbundinn VG en samtökin hafa mótmælt vegaframkvæmdunum og segja þær leggja umhverfi Gálgahrauns í hættu. „Það liggur ljóst fyrir að forystusauðurinn Gunnsteinn Ólafsson er flokksbundinn í VG og var í bæjarmálapólitíkinni á Álftanesi. Hann má auðvitað hafa sínar skoðanir á þessu en fólk er orðið þreytt á því að örfáir einstaklingar geti leikið þennan leik aftur og aftur, að tefja og koma í veg fyrir umbætur í þessu landi.“Varðar öryggi allra Elías sendi yfirlýsingu á fjölmiðla fyrir hönd hópsins „Við sem viljum nýjan Álftanesveg“ og segir í yfirlýsingunni að Guðsteinn hafi ítrekað komist upp með rangfærslur og staðreyndavillur í drottningarviðtölum stærstu fjölmiðla landsins. Málið er sagt varða öryggi allra sem leið eiga um veginn, þar með talið forseta Íslands og erlendra gesta hans. „Þarna hafa orðið mjög alvarleg slys, fyrst og fremst vegna þess hvernig vegurinn er. Það er útilokað að gerðar verði vegbætur á núverandi vegi og þá væri verið að brjóta á þeim sem búa við gamla veginn. Þegar þetta fólk keypti eignir sínar lá það alltaf ljóst fyrir í öllu skipulagi að gamli vegurinn yrði bara tengivegur inn í hverfið en ekki sú stofnbraut sem hann er í dag. Ef það hefði ekki verið á skipulagi hefði sjálfsagt eitthvað af þessu fólki ekki keypt þarna.“ Elías segir rangt að nýi vegurinn muni liggja í gegn um Gálgahraun, heldur eigi hann að liggja í gegn um Garðahraun. Útspil innanríkisráðherra sé móðgun við vegfarendur um Álftanesveg, og ekki síst við þá sem lent hafa í slysum á veginum. „Við mótmælum því þeim tilmælum sem ráðherra hefur sent Vegamálastjóra og ljóst að ráðherra er hér að grípa til örþrifaráða nokkrum dögum fyrir kosningar.“ Tengdar fréttir Umdeildur vegur verður lagður Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 3. apríl 2013 12:00 „Hrein sóun á landi og almannafé“ "Þótt sumir sjái enga fegurð í hrauni þá þarf ekki sérfræðing til að sjá að mislæg gatnamót fyrir 2.500 manns er hrein sóun á landi og almannafé," segir Andri Snæ Magnason í grein um fyrirhugaðan Álftanesveg yfir Gálgahraun í Garðabæ. Mikill styr hefur staðið um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í hrauninu. 20. apríl 2013 11:27 Segir varhugavert að hrófla við álfakirkju í Gálgahrauni "Svona verur eru varhugaverðar og það gæti orðið slys ef fólk fer að hrófla við þessu,“ segir píanókennarinn og sjáandinn Erla Stefánsdóttir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Gálgahrauni í Garðabænum. 19. apríl 2013 10:24 Segir Andra Snæ fara í manninn en ekki málefnið Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er hissa á opnu bréfi rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar vegna vegaframkvæmda í Gálgahrauni. 22. apríl 2013 13:28 Vilja að verksamningi um Álftanesveg verði frestað Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands skora á framkvæmdaraðila nýs Álftanesvegar, að fresta undirritun verksamnings við Íslenska aðalverktaka þar til fyrir liggur fullnægjandi úttekt á núverandi vegstæði í samræmi við svokallaða núlllausn samkvæmt lögum. Þau minna á að eldhraun eins og Gálgahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. 21. apríl 2013 12:10 Kæru vegna Álftanesvegar vísað frá Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. 2. apríl 2013 19:16 Opið bréf til bæjarstjórans í Garðabæ Kæri Gunnar 20. apríl 2013 06:00 Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Félagsskapurinn Hraunavinir berst gegn lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Sjáandinn og píanókennarinn Erla Stefánsdóttir segir álfaklettinn Ófeigskirkju fara undir veginn. Erla óttast slys vegna reiði dverganna í hulduheimum. 19. apríl 2013 07:00 Mælist til þess að vegurinn verði endurskoðaður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það ljúfa skyldu að hlusta á málsvara náttúruverndar. 22. apríl 2013 14:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Það er engin tilviljun að ráðherra kemur með þetta útspil núna, fimm mínútum fyrir kosningar,“ segir Elías J. Bjarnason, íbúi á Álftanesi, um tilmæli innanríkisráðherra til bæjaryfirvalda í Garðabæ og Vegagerðarinnar um endurskoðun á lagningu nýs Álftanesvegar. „Hann er að kaupa sér tíma í pólitískum tilgangi. Hann veit að uppistaðan af þessu fólki sem mótmælti veginum eru liðsmenn VG.“ Elías, sem komið hefur að bæjarmálum á Álftanesi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segir leiðtoga Hraunavina flokksbundinn VG en samtökin hafa mótmælt vegaframkvæmdunum og segja þær leggja umhverfi Gálgahrauns í hættu. „Það liggur ljóst fyrir að forystusauðurinn Gunnsteinn Ólafsson er flokksbundinn í VG og var í bæjarmálapólitíkinni á Álftanesi. Hann má auðvitað hafa sínar skoðanir á þessu en fólk er orðið þreytt á því að örfáir einstaklingar geti leikið þennan leik aftur og aftur, að tefja og koma í veg fyrir umbætur í þessu landi.“Varðar öryggi allra Elías sendi yfirlýsingu á fjölmiðla fyrir hönd hópsins „Við sem viljum nýjan Álftanesveg“ og segir í yfirlýsingunni að Guðsteinn hafi ítrekað komist upp með rangfærslur og staðreyndavillur í drottningarviðtölum stærstu fjölmiðla landsins. Málið er sagt varða öryggi allra sem leið eiga um veginn, þar með talið forseta Íslands og erlendra gesta hans. „Þarna hafa orðið mjög alvarleg slys, fyrst og fremst vegna þess hvernig vegurinn er. Það er útilokað að gerðar verði vegbætur á núverandi vegi og þá væri verið að brjóta á þeim sem búa við gamla veginn. Þegar þetta fólk keypti eignir sínar lá það alltaf ljóst fyrir í öllu skipulagi að gamli vegurinn yrði bara tengivegur inn í hverfið en ekki sú stofnbraut sem hann er í dag. Ef það hefði ekki verið á skipulagi hefði sjálfsagt eitthvað af þessu fólki ekki keypt þarna.“ Elías segir rangt að nýi vegurinn muni liggja í gegn um Gálgahraun, heldur eigi hann að liggja í gegn um Garðahraun. Útspil innanríkisráðherra sé móðgun við vegfarendur um Álftanesveg, og ekki síst við þá sem lent hafa í slysum á veginum. „Við mótmælum því þeim tilmælum sem ráðherra hefur sent Vegamálastjóra og ljóst að ráðherra er hér að grípa til örþrifaráða nokkrum dögum fyrir kosningar.“
Tengdar fréttir Umdeildur vegur verður lagður Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 3. apríl 2013 12:00 „Hrein sóun á landi og almannafé“ "Þótt sumir sjái enga fegurð í hrauni þá þarf ekki sérfræðing til að sjá að mislæg gatnamót fyrir 2.500 manns er hrein sóun á landi og almannafé," segir Andri Snæ Magnason í grein um fyrirhugaðan Álftanesveg yfir Gálgahraun í Garðabæ. Mikill styr hefur staðið um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í hrauninu. 20. apríl 2013 11:27 Segir varhugavert að hrófla við álfakirkju í Gálgahrauni "Svona verur eru varhugaverðar og það gæti orðið slys ef fólk fer að hrófla við þessu,“ segir píanókennarinn og sjáandinn Erla Stefánsdóttir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Gálgahrauni í Garðabænum. 19. apríl 2013 10:24 Segir Andra Snæ fara í manninn en ekki málefnið Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er hissa á opnu bréfi rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar vegna vegaframkvæmda í Gálgahrauni. 22. apríl 2013 13:28 Vilja að verksamningi um Álftanesveg verði frestað Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands skora á framkvæmdaraðila nýs Álftanesvegar, að fresta undirritun verksamnings við Íslenska aðalverktaka þar til fyrir liggur fullnægjandi úttekt á núverandi vegstæði í samræmi við svokallaða núlllausn samkvæmt lögum. Þau minna á að eldhraun eins og Gálgahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. 21. apríl 2013 12:10 Kæru vegna Álftanesvegar vísað frá Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. 2. apríl 2013 19:16 Opið bréf til bæjarstjórans í Garðabæ Kæri Gunnar 20. apríl 2013 06:00 Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Félagsskapurinn Hraunavinir berst gegn lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Sjáandinn og píanókennarinn Erla Stefánsdóttir segir álfaklettinn Ófeigskirkju fara undir veginn. Erla óttast slys vegna reiði dverganna í hulduheimum. 19. apríl 2013 07:00 Mælist til þess að vegurinn verði endurskoðaður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það ljúfa skyldu að hlusta á málsvara náttúruverndar. 22. apríl 2013 14:01 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Umdeildur vegur verður lagður Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 3. apríl 2013 12:00
„Hrein sóun á landi og almannafé“ "Þótt sumir sjái enga fegurð í hrauni þá þarf ekki sérfræðing til að sjá að mislæg gatnamót fyrir 2.500 manns er hrein sóun á landi og almannafé," segir Andri Snæ Magnason í grein um fyrirhugaðan Álftanesveg yfir Gálgahraun í Garðabæ. Mikill styr hefur staðið um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í hrauninu. 20. apríl 2013 11:27
Segir varhugavert að hrófla við álfakirkju í Gálgahrauni "Svona verur eru varhugaverðar og það gæti orðið slys ef fólk fer að hrófla við þessu,“ segir píanókennarinn og sjáandinn Erla Stefánsdóttir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Gálgahrauni í Garðabænum. 19. apríl 2013 10:24
Segir Andra Snæ fara í manninn en ekki málefnið Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er hissa á opnu bréfi rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar vegna vegaframkvæmda í Gálgahrauni. 22. apríl 2013 13:28
Vilja að verksamningi um Álftanesveg verði frestað Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands skora á framkvæmdaraðila nýs Álftanesvegar, að fresta undirritun verksamnings við Íslenska aðalverktaka þar til fyrir liggur fullnægjandi úttekt á núverandi vegstæði í samræmi við svokallaða núlllausn samkvæmt lögum. Þau minna á að eldhraun eins og Gálgahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. 21. apríl 2013 12:10
Kæru vegna Álftanesvegar vísað frá Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. 2. apríl 2013 19:16
Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Félagsskapurinn Hraunavinir berst gegn lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Sjáandinn og píanókennarinn Erla Stefánsdóttir segir álfaklettinn Ófeigskirkju fara undir veginn. Erla óttast slys vegna reiði dverganna í hulduheimum. 19. apríl 2013 07:00
Mælist til þess að vegurinn verði endurskoðaður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það ljúfa skyldu að hlusta á málsvara náttúruverndar. 22. apríl 2013 14:01