Full ástæða til þess að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun Ingveldur Geirsdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:39 Loftgæði á Íslandi eru almennt nokkuð góð en full ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun í þéttbýli. Ný skýrsla um loftgæði og heilsufar á Íslandi var kynnt í dag. Andrúmsloft utandyra á Íslandi er almennt hreint og lítt mengað, þótt töluverður munur geti verið á þéttbýli og dreifbýli og aðstæðum hverju sinni. Álag hefur hins vegar aukist vegna meiri umferðar, aukins iðnaðar og framkvæmda ýmiss konar, segir í skýrslunni sem var kynnt á málþingi um loftgæði og lýðheilsu á Nauthóli í dag. Sigurður Þór Sigurðarsson lungnalæknir og lýðheilsufræðingur sat í skýrsluhópnum, hann segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af svifryksmengun í þéttbýli en mesta mengunin mælist í miðbæ Reykjavíkur. „Hvað er það helst sem þarf að hafa áhyggjur af?“ „Það er svifrykið og þau efni sem eru í því eins og köfnunarefnissambönd ýmiskonar og brennisteinssambönd, óson og fleira. Þessi efni hafa tengsl við lungnasjúkdóma og ýmis önnur heilsufarsvandamál, hjarta og æðasjúkdóma til að mynda, meðal nýlegar íslenskar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir sigurður Þór. Einstaklingar eru misnæmir fyrir loftmengun og eru börn viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir en loftmengun er talin geta haft skaðleg áhrif á lungnaþroska barna. Á Íslandi hafa heilsufarsleg áhrif loftmengunar lítt verið rannsökuð en eftirliti með loftgæðum hefur eflst með árunum. Ástand innilofts er þó ekki jafn vel þekkt og gæði útilofts. „Í skýrslunni sem við vorum að gefa um fjöllum við líka um inniloft og þær áhyggjur sem við höfum af því t.d myglusveppamengun og fleiru. Inniloftið er eitthvað sem þarf að athuga líka,“ segir Sigurður. Í skýrslunni eru lagðar fram ítarlegar tillögur um hvernig má bæta loftgæðin. Helsta tillagan er að sett verði á stofn loftgæðaeftirlit svo betur megi fylgjast með loftgæðum og bæta úr þeim eins og þurfa þykir. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Loftgæði á Íslandi eru almennt nokkuð góð en full ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun í þéttbýli. Ný skýrsla um loftgæði og heilsufar á Íslandi var kynnt í dag. Andrúmsloft utandyra á Íslandi er almennt hreint og lítt mengað, þótt töluverður munur geti verið á þéttbýli og dreifbýli og aðstæðum hverju sinni. Álag hefur hins vegar aukist vegna meiri umferðar, aukins iðnaðar og framkvæmda ýmiss konar, segir í skýrslunni sem var kynnt á málþingi um loftgæði og lýðheilsu á Nauthóli í dag. Sigurður Þór Sigurðarsson lungnalæknir og lýðheilsufræðingur sat í skýrsluhópnum, hann segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af svifryksmengun í þéttbýli en mesta mengunin mælist í miðbæ Reykjavíkur. „Hvað er það helst sem þarf að hafa áhyggjur af?“ „Það er svifrykið og þau efni sem eru í því eins og köfnunarefnissambönd ýmiskonar og brennisteinssambönd, óson og fleira. Þessi efni hafa tengsl við lungnasjúkdóma og ýmis önnur heilsufarsvandamál, hjarta og æðasjúkdóma til að mynda, meðal nýlegar íslenskar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir sigurður Þór. Einstaklingar eru misnæmir fyrir loftmengun og eru börn viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir en loftmengun er talin geta haft skaðleg áhrif á lungnaþroska barna. Á Íslandi hafa heilsufarsleg áhrif loftmengunar lítt verið rannsökuð en eftirliti með loftgæðum hefur eflst með árunum. Ástand innilofts er þó ekki jafn vel þekkt og gæði útilofts. „Í skýrslunni sem við vorum að gefa um fjöllum við líka um inniloft og þær áhyggjur sem við höfum af því t.d myglusveppamengun og fleiru. Inniloftið er eitthvað sem þarf að athuga líka,“ segir Sigurður. Í skýrslunni eru lagðar fram ítarlegar tillögur um hvernig má bæta loftgæðin. Helsta tillagan er að sett verði á stofn loftgæðaeftirlit svo betur megi fylgjast með loftgæðum og bæta úr þeim eins og þurfa þykir.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira