Innlent

Leggja til allsherjarrannsókn á bönkum

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Nefnd um neytendavernd vill allsherjarrannsókn innan bankanna á starfsemi húsnæðismarkaðarins. Fréttablaðið/Vilhelm
Nefnd um neytendavernd vill allsherjarrannsókn innan bankanna á starfsemi húsnæðismarkaðarins. Fréttablaðið/Vilhelm
Samkeppniseftirlitið og nýtt embætti umboðsmanns neytenda á að taka starfsemi bankanna á húsnæðismarkaði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppni á bankamarkaði er ábótavant, sér í lagi á húsnæðismarkaðnum, og því skulu stjórnvöld beita sér fyrir rannsókninni.

Þetta er hluti af tillögum nefndar á vegum forsætisráðuneytisins um bætta neytendavernd.

Tillögurnar eru margar og róttækar. Ein þeirra er að búa til nýtt embætti Umboðsmanns neytenda með sameiningu Neytendastofu og talsmanns neytenda, sem verði þá lögð niður í núverandi mynd. Nýtt embætti taki við skyldum þeirra og bæti við sig verkefnum sem nú er sinnt af Fjármálaeftirlitinu og snúa að neytendamálum. Umboðsmaðurinn ætti þá að hafa svipuð völd eins og tíðkast á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×