Fleiri fréttir

"Þetta er sjálfsagður hlutur í lýðræðisþjóðfélagi"

Lagalega umgjörð skortir fyrir uppljóstrara hér á landi sem stíga fram og greina frá spillingu eða ólöglegum misgerðum á sínum vinnustöðum. Þetta segir þingmaður sem lagt hefur framvarp til laga um vernd uppljóstrara, hvort sem er í opinbera eða einkageiranum.

Davíð segir fjölmarga hafa séð útskriftina

Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, segir fjölmarga hafa séð útskrift af samtali þeirra Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem fjárlaganefnd hefur óskað eftir vegna 500 milljóna evra láns til Kaupþings haustið 2008.

Fólk fann vel fyrir jarðskjálftanum

Klukkan 01:13 í nótt varð jarðskjálfti 3,8 að stærð, um 14 kílómetrum NV af Gjögurtá í svonefndum Eyjafjarðarál þar sem stór skjáflti uppá (5,6) varð í lok október s.l.

Vildi ekki segja til nafns

Nokkuð var um stympingar í miðborginni í nótt og töluverður erill hjá lögreglu vegna hávaða og ölvunar, líkt og venjulega um helgar.

Opið í Bláfjöllum

Bláfjöll opnuðu loks núna klukkan tíu eftir mikla hlákutíð en opið er til klukkan fimm í dag. Í skeyti frá forsvarsmönnum svæðisins eru þar fínar aðstæður, hægur andvari, léttskýjað og hiti mínus þrjú stig.

17 ára á 171 kílómetra hraða - barnavernd látin vita

Sautján ára gamall ökumaður var stöðvaður á 171 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni í nótt. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Foreldrum drengsins og barnaverndarnefnd var gert viðvart um málið sökum ungs aldurs hans.

Elti ökumann og braut í honum tennur

Maður varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Grafarvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann ók bifreið sinni um hverfið og tók eftir því að annar maður veitti honum eftirför.

Davíð og Geir meðvitaðir um stöðu Kaupþings

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, virðast hafa verið vel meðvitaðir um stöðu Kaupþings þegar ákveðið var að veita bankanum 500 milljóna evra lán án fullnægjandi trygginga. Þetta kemur fram í skýrslu fjárlaganefndar Alþingis sem birt var í dag.

Allt starfsfólk skimað til að tryggja öryggi barna

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fagnaði lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ávarpi við setningu Leikmannastefnu í dag. Mikilvægt hafi verið að Alþingi lögfesti sáttmálann og að gæta þyrfti hagsmuna barna í hvívetna - þau væru aðalatriðið í lagasetningunni en ekki fullorðna fólkið.

Sunna Valgerðar fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins

Sunna Valgerðardóttir blaðakona á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra, þegar blaðamannaverðlaunin voru tilkynnt í dag.

Gjaldeyrishaftafrumvarp samþykkt

Gjaldeyrishöftin verða ótímabundin og verður þeim ekki aflétt fyrr en lausn er fundin á efnahagsvanda Íslands sem tengist meðal annars kröfuhöfum.

Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum

Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld.

"Allt annað eru svívirðileg og grófustu svik í sögu Alþingis frá öndverðu"

Formaður lýðræðisvaktarinnar segir stöðu stjórnarskrármálsins á Alþingi makalausa og ekki eiga sér neitt fordæmi. Hann segir mikilvægt að vilji meirihluta Alþingis og þjóðarvilji nái fram að ganga fyrir kosningar, allt annað séu svívirðileg svik og þau grófustu í sögu Alþingis frá öndverðu.

Fjármálaöryggi heimilanna í forgangi hjá Hægri grænum

Fjármálaöryggi heimilanna verður sett í forgang hjá Hægri grænum, flokki fólksins að því er fram kemur í landsfundarályktun Hægri grænna sem send var til fjölmiðla í morgun en landsfundur flokksins fer fram í dag.

Harma ályktun VG um staðgöngumæðrun

Staðganga, stuðningsfélag um staðgöngumæðrun og Tilvera, samtök um ófrjósemi harma samþykkt ályktunar Vinstri Grænna gegn staðgöngumæðrun í velgjörð og telja að hún byggi á vanþekkingu og fordómum.

Ók alltof hratt undir áhrifum fíkniefna

Ökumaður sem tekinn var fyrir of hraðan akstur á Kringlumýrarbraut rétt eftir miðnætti í gær reyndist einnig vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og tekin voru sýni og skýrsla af honum. Þá voru fjórir til viðbótar teknir fyrir ölvunarakstur í nótt.

Fjölbreytni og sátt í stað sóunar og vesens

Björt framtíð vill auka fjölbreytni í samfélaginu og breyta umræðunni um stjórnmál. Hegðun stjórnmálaflokka í kosningabaráttunni mun hafa áhrif á með hverjum flokkurinn vill starfa. Setur á oddinn að klára aðildarviðræður.

Stefnt fyrir að flytja ábyrgðir á ónýt félög

Slitastjórn Glitnis höfðar skaðabótamál gegn tveimur fyrrverandi starfsmönnum bankans. Sagðir hafa fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á gjaldþrota Stím og Gnúp. Sérstakur saksóknari rannsakar málið sem umboðssvik.

Hótel Borg stækkar þótt íbúar mótmæli

Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggavarps og ónæðis og ósáttan íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð.

Boltinn hjá þingi og ráðherrum

Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri segir að öryggi sjúklinga á geðdeild sjúkrahússins sé tryggt og þeir veikustu fái þjónustu fyrirvaralaust. Boltinn sé hjá stjórnvöldum hvað varðar húsnæðismál.

Neytendur geti valið ferska vöru

Þó að íslensk stjórnvöld neyðist til að breyta lögum og heimila innflutning á hrárri ófrystri kjötvöru breytir það engu um innflutningshömlur á erlendu kjöti þó að líklegt sé að framboðið myndi breytast, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Útboði strandsiglinga frestað

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland.

Merki frá sendi draugaskipsins

Landhelgisgæslunni hafa borist fregnir af draugaskipinu Lyubov Orlova frá írsku strandgæslunni. Komið hefur fram í fjölmiðlum að talið er líklegt að skipið hafi sokkið.

Tjáir sig mikið með augunum

Hún virtist fullkomlega heilbrigð í fyrstu en allt í einu hætti hún að tjá sig með sama hætti og áður, það hægðist á öllum þroska og persónuleikinn breyttist. Guðrún Sædal var fjögurra ára greind með hinn sjaldgæfa genasjúkdóm Rett-heilkenni.

Bolatíst á sjö sekúndna fresti

Á áttunda tímanum voru Íslendingar búnir að senda 10 þúsund tíst með merkingunni #boladagur á Twitter. Alls voru send 9.000 tíst með þessari merkingu á Boladeginum á síðasta ári.

Guðlaugur Þór hrósaði Jóhönnu

Sá fáheyrði atburður varð á Alþingi í dag að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hrósaði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hún tók hólinu vel þótt hún segðist honum annars ósammála í hundrað prósent tilvika.

"Það er oft erfitt að láta ekki deigan síga"

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna hjá UN Women í Kabúl segir réttindamálum þar í landi miða alltof hægt og glæpir gegn konum ekki kalla á refsingar. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er minnsta víða um heim í dag.

"Tökum til fullra varna“

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir að það komi ekki til greina að heimila innflutning á hráu kjöti hingað til lands. Nýverið komst ESA að því að bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti standist ekki EES-samninginn og gæti málið endað fyrir dómstólum. Steingrímur segir að hann taki til fullra varna ef til þess kemur.

Þrír milljarðar í stóriðju á Bakka

Ríkið mun leggja fram, yfir þrjá milljarða króna vegna stóriðju á Bakka og meiri skattaívilnanir en áður, samkvæmt frumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gærkvöldi. Ráðherrann segir að ríkið verði búið að fá peningana til baka áður en framkvæmdum lýkur.

Flest brotin samræði í endaþarm eða leggöng

Flest þeirra barna sem leita til Barnahúss hafa orðið fyrir alvarlegustu gerð kynferðisofbeldis. Eftir því sem börnin eldast verða brotin alvarlegri en því yngri sem þau eru er líklegra að ofbeldismaðurinn sé tengdur brotaþola í gegnum fjölskyldu.

Mátti ekki kyssa Justin Bieber

"Mig langaði að fara að gráta en ég vildi ekki vera grátandi á myndinni því það myndi eyðileggja líf mitt," segir Auður Eva 14 ára aðdáandi Justin Bieber.

Kominn um borð í sjúkrabíl

Maðurinn sem fótbrotnaði í Botnssúlum fyrr í dag er kominn um borð í sjúkrabíl. Sjúkraflutningamenn, björgunarsveitamenn og sérsveitarmenn fluttu manninn á sjúkrabörum um 300 metra vegalengd í Hvalfirði síðdegis.

Hreindýrin nefnd Tindur og Heiður

Nýkomin hreindýr í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hafa fengið nöfn. Vinir garðsins á Facebook lögðu Garðinum lið í nafnaleitinni.

Þingkonur ræða jafnréttismál í Jónshúsi

"Hrun og heimsmet í kynjajafnrétti? Femínisminn - fimm árum síðar" er yfirskrift erindis sem dr. Þorgerður Einarsdóttir flytur á baráttusamkomu í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 8. mars. Á eftir ræða fjórar þingkonur stöðu kynjajafnréttis á Íslandi.

Þurfa að bera manninn 300 metra

Um 40 björgunarsveitamenn ásamt sjúkraflutningsmönnum og lögreglumönnum úr sérsveitinni sem voru á æfingu í Hvalfirðinum eru komnir á slysstað þar sem maður fótbrotnaði í Botnssúlum fyrr í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið að flytja björgunarmenn á staðinn, en hún gat ekki athafnað sig á slysstaðnum þar sem maðurinn var í miklum bratta.

Sjá næstu 50 fréttir