Ónæmi gegn sýklalyfjum er raunverulegt vandamál 11. mars 2013 16:03 MYND/GETTY „Þetta er raunverulegt vandamál og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af þessu," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Hann tekur undir með prófessor Sally Davies, landlækni Bretlands, sem lýsti í dag áhyggjum sínum af vaxandi ónæmi sýkla gegn fúkkalyfjum. Hún sagði ónæmið vera tifandi tímasprengju meðal þjóðarinnar. Haraldur bendir á að með ummælum sínum sé Davies líklega að reyna að vekja umræðu um málið. Ofnotkun og röng meðferð sýklalyfja sé staðreynd. „Við höfum unnið markvisst að því að bæta úr þessu," segir Haraldur. „Það má í raun segja að án sýklalyfja getum við ekki verið."MYND/GETTYÞannig freista menn þess nú að hægja á ónæmismyndum sýkla gegn sýklalyfjum. Þetta sé til að mynda gert á sjúkrahúsum með því að einangra sjúklinga sem greinast með ónæma stofna ásamt því að rækta úr sjúklingum sem koma frá erlendum sjúkrastofnunum. „Allt þetta er í gangi til þess að halda þessu niðri." „Þetta hefur gengið bærilega og auðvitað vonum við að árvekni hægi á þessari þróun," segir Haraldur. Eitt er þó ljóst, átakið þarf að vera þvert á landamæri enda eru dæmi um að sýklalyf séu misnotuð í mörgum löndum. Í þessum efnum bendir Haraldur sérstaklega á berklabakteríur sem eru ónæmar eru fyrir ýmsum, ef ekki öllum, sýklalyfjum. Oftar en ekki megi rekja þetta til þess að berklalyf séu ekki notuð rétt. Þá bendir Haraldur á að þetta vandamál hafi verið til staðar allt frá því að pensílin var fyrst notað, það er, að bakteríur myndi ónæmi gagnvart lyfinu. „Bakteríurnar eru slungnar," segir Haraldur og bætir: „Þær hafa verið hérna Jörðinni mun lengur en við mannkynið." Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Þetta er raunverulegt vandamál og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af þessu," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Hann tekur undir með prófessor Sally Davies, landlækni Bretlands, sem lýsti í dag áhyggjum sínum af vaxandi ónæmi sýkla gegn fúkkalyfjum. Hún sagði ónæmið vera tifandi tímasprengju meðal þjóðarinnar. Haraldur bendir á að með ummælum sínum sé Davies líklega að reyna að vekja umræðu um málið. Ofnotkun og röng meðferð sýklalyfja sé staðreynd. „Við höfum unnið markvisst að því að bæta úr þessu," segir Haraldur. „Það má í raun segja að án sýklalyfja getum við ekki verið."MYND/GETTYÞannig freista menn þess nú að hægja á ónæmismyndum sýkla gegn sýklalyfjum. Þetta sé til að mynda gert á sjúkrahúsum með því að einangra sjúklinga sem greinast með ónæma stofna ásamt því að rækta úr sjúklingum sem koma frá erlendum sjúkrastofnunum. „Allt þetta er í gangi til þess að halda þessu niðri." „Þetta hefur gengið bærilega og auðvitað vonum við að árvekni hægi á þessari þróun," segir Haraldur. Eitt er þó ljóst, átakið þarf að vera þvert á landamæri enda eru dæmi um að sýklalyf séu misnotuð í mörgum löndum. Í þessum efnum bendir Haraldur sérstaklega á berklabakteríur sem eru ónæmar eru fyrir ýmsum, ef ekki öllum, sýklalyfjum. Oftar en ekki megi rekja þetta til þess að berklalyf séu ekki notuð rétt. Þá bendir Haraldur á að þetta vandamál hafi verið til staðar allt frá því að pensílin var fyrst notað, það er, að bakteríur myndi ónæmi gagnvart lyfinu. „Bakteríurnar eru slungnar," segir Haraldur og bætir: „Þær hafa verið hérna Jörðinni mun lengur en við mannkynið."
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira