Ónæmi gegn sýklalyfjum er raunverulegt vandamál 11. mars 2013 16:03 MYND/GETTY „Þetta er raunverulegt vandamál og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af þessu," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Hann tekur undir með prófessor Sally Davies, landlækni Bretlands, sem lýsti í dag áhyggjum sínum af vaxandi ónæmi sýkla gegn fúkkalyfjum. Hún sagði ónæmið vera tifandi tímasprengju meðal þjóðarinnar. Haraldur bendir á að með ummælum sínum sé Davies líklega að reyna að vekja umræðu um málið. Ofnotkun og röng meðferð sýklalyfja sé staðreynd. „Við höfum unnið markvisst að því að bæta úr þessu," segir Haraldur. „Það má í raun segja að án sýklalyfja getum við ekki verið."MYND/GETTYÞannig freista menn þess nú að hægja á ónæmismyndum sýkla gegn sýklalyfjum. Þetta sé til að mynda gert á sjúkrahúsum með því að einangra sjúklinga sem greinast með ónæma stofna ásamt því að rækta úr sjúklingum sem koma frá erlendum sjúkrastofnunum. „Allt þetta er í gangi til þess að halda þessu niðri." „Þetta hefur gengið bærilega og auðvitað vonum við að árvekni hægi á þessari þróun," segir Haraldur. Eitt er þó ljóst, átakið þarf að vera þvert á landamæri enda eru dæmi um að sýklalyf séu misnotuð í mörgum löndum. Í þessum efnum bendir Haraldur sérstaklega á berklabakteríur sem eru ónæmar eru fyrir ýmsum, ef ekki öllum, sýklalyfjum. Oftar en ekki megi rekja þetta til þess að berklalyf séu ekki notuð rétt. Þá bendir Haraldur á að þetta vandamál hafi verið til staðar allt frá því að pensílin var fyrst notað, það er, að bakteríur myndi ónæmi gagnvart lyfinu. „Bakteríurnar eru slungnar," segir Haraldur og bætir: „Þær hafa verið hérna Jörðinni mun lengur en við mannkynið." Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
„Þetta er raunverulegt vandamál og auðvitað verðum við að hafa áhyggjur af þessu," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Hann tekur undir með prófessor Sally Davies, landlækni Bretlands, sem lýsti í dag áhyggjum sínum af vaxandi ónæmi sýkla gegn fúkkalyfjum. Hún sagði ónæmið vera tifandi tímasprengju meðal þjóðarinnar. Haraldur bendir á að með ummælum sínum sé Davies líklega að reyna að vekja umræðu um málið. Ofnotkun og röng meðferð sýklalyfja sé staðreynd. „Við höfum unnið markvisst að því að bæta úr þessu," segir Haraldur. „Það má í raun segja að án sýklalyfja getum við ekki verið."MYND/GETTYÞannig freista menn þess nú að hægja á ónæmismyndum sýkla gegn sýklalyfjum. Þetta sé til að mynda gert á sjúkrahúsum með því að einangra sjúklinga sem greinast með ónæma stofna ásamt því að rækta úr sjúklingum sem koma frá erlendum sjúkrastofnunum. „Allt þetta er í gangi til þess að halda þessu niðri." „Þetta hefur gengið bærilega og auðvitað vonum við að árvekni hægi á þessari þróun," segir Haraldur. Eitt er þó ljóst, átakið þarf að vera þvert á landamæri enda eru dæmi um að sýklalyf séu misnotuð í mörgum löndum. Í þessum efnum bendir Haraldur sérstaklega á berklabakteríur sem eru ónæmar eru fyrir ýmsum, ef ekki öllum, sýklalyfjum. Oftar en ekki megi rekja þetta til þess að berklalyf séu ekki notuð rétt. Þá bendir Haraldur á að þetta vandamál hafi verið til staðar allt frá því að pensílin var fyrst notað, það er, að bakteríur myndi ónæmi gagnvart lyfinu. „Bakteríurnar eru slungnar," segir Haraldur og bætir: „Þær hafa verið hérna Jörðinni mun lengur en við mannkynið."
Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir