Innlent

Harma brottför Steinunnar frá Fréttablaðinu

Stjórn Félags fjölmiðlakvenna harmar þá niðurstöðu að Steinunn Stefánsdóttir víki úr forystusveit Fréttablaðsins, en hún var aðstoðarritstjóri blaðsins. Staða kvenna í efstu stöðum ritstjórna dagblaða sé rýr.

Félag fjölmiðlakvenna telur að nú sé kominn tími til að gera breytingar þar á, og fer fram á að konum í áhrifastöðum innan fjölmiðla verði fjölgað, enda úr hæfum hópi að velja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×