"Ég er ekki gott handbendi neins" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2013 11:07 „Ég held að ég hafi sýnt í mínum störfum að það verður erfitt fyrir einhvern að stjórna mér. Ég er ekki gott handbendi neins," segir Mikael Torfason sem ráðinn var ritstjóri Fréttablaðsins í síðustu viku. Mikael var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Hann segir aðdraganda þess að hann var ráðinn til að ritstýra blaðinu við hlið Ólafs Stephensen ekki hafa verið undarlegan. „Mér var bara boðin vinna og ég þigg hana með þökkum," segir Mikael og tekur fram að Ari Edwald, forstjóri 365, hafi ráðið sig til að ritstýra blaðinu. Hann segir flest fyrirtæki stöðugt leita leiða til að gera betur. „Það þýðir samt ekki allt sé ómögulegt sem er gert. Það er sama með mig sem ritstjóra. Það er fullt af frábærum blaðamönnum sem vinna hjá mér. Én ég er alltaf á höttunum á eftir nýju hæfileikaríku fólki," segir Mikael sem ritstýrði Fréttatímanum þar til hann færði sig um set í liðinni viku.Blæs á samsæriskenningar Mikael segist hafa lesið ýmsar samsæriskenningar í öðrum fréttamiðlum og annað slúður um ráðningu sína. Hefur meðal annars verið sagt að ráðningin sé hefnd Jóns Ásgeirs gagnvart Ólafi Stephensen. „Ég hef lesið sumt af því sem hefur staðið á netinu varðandi mig og Jón Ásgeir. Oft í sömu fréttinni eða slúðrinu er sagt að ég sé maður sem er algjörlega ekki hægt að stjórna en að um leið sé verið að stjórna mér. Þetta er algjör þversögn," segir Mikael. Hann segir ekkert til í sex ára gamalla slúðursögu að sér hafi verið sagt upp á Séð og Heyrt á sínum tíma þar sem fjallað hafi verið um Range Rover bifreið dóttur Jóns Ásgeirs. „Það tengdist allt öðru. Það er klassískt samsæriskenningar rugl," segir Mikael um starfslok sín á Séð og Heyrt. „Það var þannig að ég átti fyrirtækið ásamt Sigurði G. Guðjónssyni og fleirum. Sigurður G. var að selja sinn hlut og þetta tengdist bara viðskiptum. Ég seldi bara minn hlut líka og fór út úr fyrirtækinu. Enda svolítið kjánalegt að vera að selja fyrirtækið, ásamt Sigga G, að ég myndi halda áfram að vinna þar. Það er allt annað mál," segir Mikael. „Þarna er fólk að spinna saman samsæriskenningar sem er algjör þversögn. Þarna er fólk að segja, í þessari umræddu frétt, að ég sé handbendi Jóns Ásgeir, ég sé hans besti vinur og að okkar leiðir hafi legið mikið saman. Í næstu setningu á hann að hafa rekið mig fyrir að ég sé algjörlega óalandi. Ég veit ekki hvað ég á að segja," segir Mikael sem hefur komið víða við í fjölmiðlaheiminum á Íslandi. „Ég held að ég hafi sýnt í mínum störfum að það verður erfitt fyrir einhvern að stjórna mér. Ég er ekki gott handbendi neins," segir Mikael.Erfitt að taka á samtímavandamálum Mikael telur íslenskt samfélag eiga erfitt með að taka á málefnum líðandi stundar. „Auðvitað þurfum við að gera upp en við höfum verið alveg ofboðslega upptekin af því sem gerðist fyrir fimm árum. En við búum í samfélaginu í dag," segir Mikael. Hann segir enn mjög erfitt að fjalla um kynferðisbrotamál gagnvart börnum hér á landi. Hann rifjar meðal annars upp Ísafjarðarmálið svonefnda þegar þeir Jónas Kristjánsson sögðu upp störfum á DV eftir umfjöllun sína um barnaníð á Ísafirði. „Við eigum ennþá erfitt með að fjalla um kynferðisbrot gagnvart börnum. Drengirnir sem um ræðir voru úthrópaðir í sínu samfélagi. Stjórnmálamenn, þinglfokksformenn og æðstu ráðamenn þjóðarinnar lofuðu þennna mann næstum því eins og hann væri Jesús Kristur endurfæddur í minningargreinum," segir Mikael. Hægt er að hlusta á viðtalið við Mikael í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
„Ég held að ég hafi sýnt í mínum störfum að það verður erfitt fyrir einhvern að stjórna mér. Ég er ekki gott handbendi neins," segir Mikael Torfason sem ráðinn var ritstjóri Fréttablaðsins í síðustu viku. Mikael var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Hann segir aðdraganda þess að hann var ráðinn til að ritstýra blaðinu við hlið Ólafs Stephensen ekki hafa verið undarlegan. „Mér var bara boðin vinna og ég þigg hana með þökkum," segir Mikael og tekur fram að Ari Edwald, forstjóri 365, hafi ráðið sig til að ritstýra blaðinu. Hann segir flest fyrirtæki stöðugt leita leiða til að gera betur. „Það þýðir samt ekki allt sé ómögulegt sem er gert. Það er sama með mig sem ritstjóra. Það er fullt af frábærum blaðamönnum sem vinna hjá mér. Én ég er alltaf á höttunum á eftir nýju hæfileikaríku fólki," segir Mikael sem ritstýrði Fréttatímanum þar til hann færði sig um set í liðinni viku.Blæs á samsæriskenningar Mikael segist hafa lesið ýmsar samsæriskenningar í öðrum fréttamiðlum og annað slúður um ráðningu sína. Hefur meðal annars verið sagt að ráðningin sé hefnd Jóns Ásgeirs gagnvart Ólafi Stephensen. „Ég hef lesið sumt af því sem hefur staðið á netinu varðandi mig og Jón Ásgeir. Oft í sömu fréttinni eða slúðrinu er sagt að ég sé maður sem er algjörlega ekki hægt að stjórna en að um leið sé verið að stjórna mér. Þetta er algjör þversögn," segir Mikael. Hann segir ekkert til í sex ára gamalla slúðursögu að sér hafi verið sagt upp á Séð og Heyrt á sínum tíma þar sem fjallað hafi verið um Range Rover bifreið dóttur Jóns Ásgeirs. „Það tengdist allt öðru. Það er klassískt samsæriskenningar rugl," segir Mikael um starfslok sín á Séð og Heyrt. „Það var þannig að ég átti fyrirtækið ásamt Sigurði G. Guðjónssyni og fleirum. Sigurður G. var að selja sinn hlut og þetta tengdist bara viðskiptum. Ég seldi bara minn hlut líka og fór út úr fyrirtækinu. Enda svolítið kjánalegt að vera að selja fyrirtækið, ásamt Sigga G, að ég myndi halda áfram að vinna þar. Það er allt annað mál," segir Mikael. „Þarna er fólk að spinna saman samsæriskenningar sem er algjör þversögn. Þarna er fólk að segja, í þessari umræddu frétt, að ég sé handbendi Jóns Ásgeir, ég sé hans besti vinur og að okkar leiðir hafi legið mikið saman. Í næstu setningu á hann að hafa rekið mig fyrir að ég sé algjörlega óalandi. Ég veit ekki hvað ég á að segja," segir Mikael sem hefur komið víða við í fjölmiðlaheiminum á Íslandi. „Ég held að ég hafi sýnt í mínum störfum að það verður erfitt fyrir einhvern að stjórna mér. Ég er ekki gott handbendi neins," segir Mikael.Erfitt að taka á samtímavandamálum Mikael telur íslenskt samfélag eiga erfitt með að taka á málefnum líðandi stundar. „Auðvitað þurfum við að gera upp en við höfum verið alveg ofboðslega upptekin af því sem gerðist fyrir fimm árum. En við búum í samfélaginu í dag," segir Mikael. Hann segir enn mjög erfitt að fjalla um kynferðisbrotamál gagnvart börnum hér á landi. Hann rifjar meðal annars upp Ísafjarðarmálið svonefnda þegar þeir Jónas Kristjánsson sögðu upp störfum á DV eftir umfjöllun sína um barnaníð á Ísafirði. „Við eigum ennþá erfitt með að fjalla um kynferðisbrot gagnvart börnum. Drengirnir sem um ræðir voru úthrópaðir í sínu samfélagi. Stjórnmálamenn, þinglfokksformenn og æðstu ráðamenn þjóðarinnar lofuðu þennna mann næstum því eins og hann væri Jesús Kristur endurfæddur í minningargreinum," segir Mikael. Hægt er að hlusta á viðtalið við Mikael í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira