Eftirlitsmyndavélar í strætó Hanna Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2013 06:00 Fyrirhugað er að setja upp öryggismyndavélar í alla strætisvagna við reglubundna endurnýjun þeirra á komandi árum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að slíkt kerfi sé nú þegar til staðar í einum vagni til prófunar og hafi gefið góða raun. Reynir segir dæmin sýna að öryggismyndavélar geti komið að gagni en ofbeldi beinist að vagnstjórum og farþegum í vaxandi mæli. „Það hefur komið upp að vagnstjórar hafa orðið fyrir árás, allt frá því að kastað er yfir þá hveiti yfir í að þeim sé ógnað með vopni. Síðan er alltaf þetta hefðbundna skítkast á vagnstjórana við lýði. Þeir eru kallaðir aumingjar og þar fram eftir götunum. Oftast eru þetta drukknir einstaklingar eða fólk í annarlegu ástandi en þetta er þá liður í því að bregðast við þessari þróun." Mikill kostnaður felst í því að setja upp kerfið en kostnaðurinn er hátt í 600 þúsund á hvern vagn. Reynir segir ekki hagkvæmt að setja upp öryggismyndavélar í vagnana sem nú þegar eru í notkun þar sem mikill kostnaður felst í því að setja búnaðinn upp sem og að núverandi vagnar séu nokkuð komnir til ára sinna. Reynir segir að hugmyndin hafi mætt andstöðu hjá vagnstjórum. „Tilgangurinn er ekki að njósna um vagnstjóra. Hins vegar tekur kerfið upp samskipti á milli vagnstjóra og farþega og því væri hægt að nota myndskeiðið gegn þeim ef þeir koma illa fram við farþega. Þetta er því mjög viðkvæmt og þarf að undirbúa það mjög vel. Það er mikilvægt að allir starfsmenn séu fullkomlega upplýstir um að þeir eru í mynd." Reynir segir að í flestum nágrannalöndum okkar séu öryggismyndavélakerfi í strætisvögnum en ýmis vandkvæði fylgi þó slíkri uppsetningu. „Það eru persónuverndarsjónarmið sem hafa þarf í huga en með þessari breytingu breytist allt í starfsumhverfi okkar." Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Fyrirhugað er að setja upp öryggismyndavélar í alla strætisvagna við reglubundna endurnýjun þeirra á komandi árum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að slíkt kerfi sé nú þegar til staðar í einum vagni til prófunar og hafi gefið góða raun. Reynir segir dæmin sýna að öryggismyndavélar geti komið að gagni en ofbeldi beinist að vagnstjórum og farþegum í vaxandi mæli. „Það hefur komið upp að vagnstjórar hafa orðið fyrir árás, allt frá því að kastað er yfir þá hveiti yfir í að þeim sé ógnað með vopni. Síðan er alltaf þetta hefðbundna skítkast á vagnstjórana við lýði. Þeir eru kallaðir aumingjar og þar fram eftir götunum. Oftast eru þetta drukknir einstaklingar eða fólk í annarlegu ástandi en þetta er þá liður í því að bregðast við þessari þróun." Mikill kostnaður felst í því að setja upp kerfið en kostnaðurinn er hátt í 600 þúsund á hvern vagn. Reynir segir ekki hagkvæmt að setja upp öryggismyndavélar í vagnana sem nú þegar eru í notkun þar sem mikill kostnaður felst í því að setja búnaðinn upp sem og að núverandi vagnar séu nokkuð komnir til ára sinna. Reynir segir að hugmyndin hafi mætt andstöðu hjá vagnstjórum. „Tilgangurinn er ekki að njósna um vagnstjóra. Hins vegar tekur kerfið upp samskipti á milli vagnstjóra og farþega og því væri hægt að nota myndskeiðið gegn þeim ef þeir koma illa fram við farþega. Þetta er því mjög viðkvæmt og þarf að undirbúa það mjög vel. Það er mikilvægt að allir starfsmenn séu fullkomlega upplýstir um að þeir eru í mynd." Reynir segir að í flestum nágrannalöndum okkar séu öryggismyndavélakerfi í strætisvögnum en ýmis vandkvæði fylgi þó slíkri uppsetningu. „Það eru persónuverndarsjónarmið sem hafa þarf í huga en með þessari breytingu breytist allt í starfsumhverfi okkar."
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira