Innlent

Kvennaathvarf verður íbúðahótel

Hverfisgata 12 hýsti eitt sinn kvennaathvarf en gæti næst orðið athvarf ferðamanna.
Hverfisgata 12 hýsti eitt sinn kvennaathvarf en gæti næst orðið athvarf ferðamanna. Fréttablaðið/GVA
RR-hótel vill breyta Hverfisgötu 12 í íbúðahótel. Þar var Kvennaathvarfið í um áratug.

Samtök um kvennaathvarf keyptu Hverfisgötu 12 árið 2011 en seldu Gam Management hf. húsið í október síðastliðnum og fluttu í síðasta mánuði starfsemina í stærra húsnæði á rólegri slóðum þar sem skemmtanalíf miðborgarinnar raskar ekki næturró.

Nú hefur RR-hótel óskað eftir leyfi skipulagsfulltrúa til að innrétta hótelíbúðir í Hverfisgötu 12. Félagið keypti í fyrrasumar hús Félags bókagerðarmanna á Hverfisgötu 21 við hlið Þjóðleikhússins og fékk leyfi til að breyta því í íbúðahótel. Fyrir rak RR-hótel gistihús á Hverfisgötu 45. Þar var norska sendiráðið áður til húsa og sömuleiðis Söngskólinn í Reykjavík.

Gam Management, eða Gamma, er fjárstýringarfyrirtæki í eigu MP-banka og fleiri aðila. Félagið hefur verið stórtækt í uppkaupum fasteigna í miðborg Reykjavíkur síðustu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×