Fleiri fréttir

Leggja til að staðgöngumæðrun verði alfarið bönnuð

Níu konur innan Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs hafa lagt fram ályktun á landsfundi VG, sem fram fer næstu helgi, þar sem lagt er til að flokkurinn leggist gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi.

30% fjölgun ferðamanna í janúar

Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri frá því að Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð fyrir rúmum áratug. Frá þessu greinir Ferðamálastofa.

Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu

Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012.

Refaveiðimenn segjast hafa skotið refi í öðrum sveitafélögum

"Sum sveitarfélög hafa verið að greiða þrefalt á við þær greiðslur sem Ísafjarðarbær hefur verið að greiða. Það er mjög gott mál að allir fái það sama og sitji við sama borð,“ segir Valur Richter, formaður félags refa- og minkaveiðimanna á Vestfjörðum, í samtali við fréttavefinn Bæjarins bestu.

Fyrrum stjórnendur Nyhedsavisen stefna Gunnari Smára

Danirnir Svenn Damm og Morten Nissen Nielsen hafa stefnt Gunnari Smára Egilssyni og tryggingafélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Svenn Damm var stjórnarformaður danska fríblaðsins Nyhedsavisen en Morten var framkvæmdastjóri þess.

Jón Bjarnason íhugar sérframboð

"Þessar áskoranir eru nú orðnar það margar að líkurnar hafa aukist á sjálfstæðu framboði. Ég mun taka ákvörðun um þetta á næstunni og tilkynna það strax og hún liggur fyrir," segir Jón Bjarnason í samtali við Vesturlandsvefinn Skessuhorn.

Vill opna öll gögn um fjármál ríkisins

Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að vinna að því að allar fjárhagsupplýsingar ríkisins verði birtar á vefnum. Fyrstu gögnin birtust á vefnum í gær. Ráðherra segir alla eiga að geta flett því upp hvernig ráðherrar fara með ríkisfé.

Sykursýki í hundum og köttum algengari

Lífsstíll er meðal annars ástæðan fyrir sykursýki í hundum og köttum. Dýrin fá insúlín og mataræði breytt. Eins og að annast langveikt barn, segir dýralæknir.

FBI-piltur fær nefndaráheyrn

Pilturinn sem fulltrúar FBI ræddu við hér á landi sumarið 2011 um starfsemi Wikileaks mun koma á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á fimmtudag. Þetta staðfestir nefndarformaðurinn Björgvin G. Sigurðsson.

RÚV ritstýrir flokkakynningum

"Við treystum RÚV til að ritstýra og framleiða efnið og gera öllum jöfn skil,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menningarmálanefndar Alþingis, um tillögu nefndarinnar um tilhögun kynninga í sjónvarpi á framboðum fyrir kosningar.

Þeir efnilegustu í heimi tefla

N1-Reykjavíkurskákmótið 2013 hófst í Hörpu síðdegis í gær og er haldið í 28. skipti. Mótið er hið fjölmennasta frá upphafi. Keppendur eru 228, þar af 150 erlendir gestir frá 38 þjóðum.

Aukagreiðsla skerðir bætur

Breytt fyrirkomulag á atvinnuleysisbótum þýðir að þeir sem duttu af bótum um áramót fá ekki fulla fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum fyrr en í mars. "Finnst að samfélagið sé að hafna mér,“ segir atvinnuleitandi.

Fengu 600 tonn af loðnu við Grímsey

Loðnuskipið Víkingur er nú á leið til Vopnafjaðrar með 600 tonna farm, sem skipið fékk á Grímseyjarsundi í gær, en annars er nær allur flotinn við Suðurströndina.

Tvö innbrot í borginni

Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annarsvegar í fiskbúð í Árbæ og hinsvegar í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Ekki liggur enn fyrir hverju var stolið á þessum stöðum, en þjófarnir komust undan og eru málin í frekari rannsókn.

Snarráður dyravörður afvopnaði tvítugan karlmann

Snarráður dyravörður á bar í miðborginni, náði að afvopna tvítugan karlmann með því að skella útihurðinni á handlegg hans þannig að hann missti hníf, sem hann hafði ógnað fólki með.

Vilja KFC í miðborgina

Um sjötíu manns hafa skráð sig í grúppu á samskiptavefnum Facebook þess efnis að KFC opni útibú í miðbæ Reykjavíkur.

Lántökukostnaður liggi fyrir frá upphafi

Lögmaður sem rekur mál fyrir hjón í Hafnarfirði, gegn verðtryggingunni telur skýrt í íslenskum lögum að fasteignaveðlán teljist til neytendalána og á því sé byggt í hans málarekstri. Einnig segir hann ESB tilskipun sem verið hefur mikið í umræðunni vegna verðtryggingar staðfesta að heildarlántökukostnaður verður að liggja fyrir við upphaf lánstímans.

Konurnar tengjast manninum fjölskylduböndum

Karlmaðurinn sem handtekinn var fyrir helgi af lögreglunni á Vestfjörðum er grunaður um langvarandi og alvarleg kynferðisbrot gegn að minnnsta kosti fjórum stúlkum. Þær tengjast honum allar fjölskylduböndum.

Christian Bale í nýjustu mynd Baltasars - "Einn sá brjálaðasti í bransanum"

"Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir.

Rændi stúlku með sprautunál og fór í Bónus með kortið hennar

Tuttugu og tveggja ára gömul kona hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi og átján ára stúlka í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í febrúar í fyrra veist að annarri stúlku og ógnað henni með blóðugri sprautunál sem pilturinn hafði meðferðis og krafist þess að stúlkan léti af hendi 66° norður úlpu sem hún klæddist.

Ofurmennið þarf að kunna rússnesku en ekki íslensku

"Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka.

Ærin fékk nafnið Fönn

"Ég var bara á trippi hérna, á reiðtúr, fór ekki alveg hefðbundna leið og sá að það var komið gat á skafl sem ég reið framhjá. Ég fór af baki, kíkti ofan í og sá að það var lifandi kind ofan í skaflinum,“ segir Jóhann F. Þórhallsson bóndi á Brekkugerði í Fljótsdal.

Árni útilokar framboð

Árni Þór Sigurðsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs varaformanns hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði.

Bætt staða uppljóstrara ræðst af skýrum reglum um þagnarskyldu

Skýrar reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna þarf til að tryggja stöðu afhjúpenda (uppljóstrara). Áður er þó brýnt að afmarka nánar til hvaða atriða þagnarskylda opinberra starfsmanna nær hverju sinni. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur á vegum menntamálaráðherra, sem fjallar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, kemst að. Hópnum er ætlað að skila tillögum sínum í formi greinargerðar sem á að geyma umfjöllun um helstu álitaefni og stefnumörkun fyrir efnisþætti nauðsynlegra lagabreytinga í samræmi við niðurstöður hennar.

Býður sig fram til varaformanns VG

Daníel Haukur Arnarsson, stjórnarmaður í Ungum Vinstri grænum, hefur lýst yfir framboði til varaformanns í Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Þetta kemur fram á Smugunni.

Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“

"Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn.

Lifði af 82 daga í snjó

Jóhann F. Þórhallsson, bóndi á Brekkugerði í Fljótsdal. kom auga á auga í snjóskafli á dögunum. Þar var á ferðinni ein af sjö ám sem ekki höfðu komið í leitirnar við hýsingu fjár þann 1. nóvember.

Afar umdeilt náttúrufrumvarp

Um 60 umsagnir bárust vegna frumvarps til náttúruverndarlaga. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar vill klára málið fyrir þinglok. Verndarsamtök fagna en gagnrýni berst einnig úr fjölmörgum áttum. Deilt um aðgang að einkajörðum.

KEA-skyrið yfirgefur Akureyri

Mjólkurbússtjóri MS á Akureyri segir stefnt að því að flytja framleiðslu á sýrðum vörum til útibúsins á Selfossi með vorinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Vikublaðs Akureyrar.

Fjöldamorðinginn í Sandy Hook með þráhyggju fyrir Breivik

Adam Lanza, sem myrti 26 manns í Sandy Hook skólanum í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir áramót hafði ákveðið að myrða fleiri en Anders Behring Breivik í Útey sumarið 2011. Þetta sýna gögn sem lögreglan hefur undir höndum og fréttavefur Telegraph segir frá.

Vandræði að koma gestum Hönnunarmars í gistingu

Fjölmargir ferðamenn eru á landinu og vel hefur gengið að markaðssetja Ísland allt árið. Gestir á leið á Hönnunarmars hafa lent í vandræðum með að fá gistingu. Njótum gossins í Eyjafjallajökli, segir Erna Hauksdóttir.

Gagnrýna munntóbaksumsögn

Höfundar greinar í Læknablaðinu deila á umsagnir starfsbræðra sinna um frumvarp til tóbakslaga. Segja rangt að miða skaðsemi munntóbaks við reyktóbak. Þess í stað eigi að horfa út frá reykleysi. Segja langtímaáhrif munntóbaks óþekkt.

Fréttastjóri RÚV segir tillögu á þingi óhæfu

Íslenskir stjórnmálamenn hafa ranghugmyndir um hlutverk fjölmiðla, segir fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Mikil afturför felist í tillögu á Alþingi um ókeypis aðgang framboða að sjónvarpsútsendingum. Reynt fjölmiðlafólk stendur að tillögunni.

Hjálpa íslenskum unglingum að fóta sig á ný

SÁÁ fær 2,5 milljónir króna sem söfnuðust í tengslum við gala-kvöldverð í Hörpu í janúar. Að viðburðinum stóðu þrír matreiðslumenn og vínþjónn frá veitingastaðnum Fifteen í London, ásamt veitingastaðnum Kolabrautinni.

Sjá næstu 50 fréttir