Innlent

Ærin fékk nafnið Fönn

Heimir Már Pétursson skrifar
Frá björgunaraðgerðum á norðausturlandi síðastliðið haust.
Frá björgunaraðgerðum á norðausturlandi síðastliðið haust.
„Ég var bara á trippi hérna, á reiðtúr, fór ekki alveg hefðbundna leið og sá að það var komið gat á skafl sem ég reið framhjá. Ég fór af baki, kíkti ofan í og sá að það var lifandi kind ofan í skaflinum," segir Jóhann F. Þórhallsson bóndi á Brekkugerði í Fljótsdal.

Ein af ám Jóhanns fannst á lífi eftir 82 daga veru í snjó líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Jóhann náði kindinni upp úr skaflinum og þótt hún væri orðin rýr og fremur illa á sig komin fylgdi hún Jóhanni um 500 metra heim í fjárhús.

„Jú, það er alveg ótrúlegt að hún skildi lifa þetta af. Hún var búin að missa jórtur þegar hún kom í hús. Ég hafði samband við dýralækni. Gaf henni svo hafraseyði og AB-mjólk. Það voru átta dagar þar til hún var farin að jórtra og er núna komin ágætlega af stað," segir Jóhann en ætli ærin hafi verið nefnd?

„Hún er kölluð Fönn þessa dagana. Annas hafði hún ekki sérstakt nafn fyrir. Vara bara númeruð," segir Jóhann. Aðspurður hvort ærin sé orðin spikuð á nýjan leik segir bóndinn:

„Hún er kannski ekki orðin spikuð en farin að braggast vel. Er orðin hin hressasta."


Tengdar fréttir

Lifði af 82 daga í snjó

Jóhann F. Þórhallsson, bóndi á Brekkugerði í Fljótsdal. kom auga á auga í snjóskafli á dögunum. Þar var á ferðinni ein af sjö ám sem ekki höfðu komið í leitirnar við hýsingu fjár þann 1. nóvember.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.