Refaveiðimenn segjast hafa skotið refi í öðrum sveitafélögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2013 11:14 „Sum sveitarfélög hafa verið að greiða þrefalt á við þær greiðslur sem Ísafjarðarbær hefur verið að greiða. Það er mjög gott mál að allir fái það sama og sitji við sama borð," segir Valur Richter, formaður félags refa- og minkaveiðimanna á Vestfjörðum, í samtali við fréttavefinn Bæjarins bestu. Greinargerð frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi hefur verið send Ísafjarðarbæ til umsagnar. „Undanfarin ár hafa greiðslur vegna grenjavinnslu verið mjög misjafnar milli sveitarfélaga. Þetta hefur gert það að verkum að refaveiðimenn segjast gjarnan hafa skotið refinn í þeim sveitarfélögum þar sem hærra gjald er greitt fyrir hvert veitt dýr," segir í greinagerðinni. Veiðimenn á Ísafirði fá 7000 krónur fyrir hvern unninn ref sem Valur segir ekki mikla hvatningu til þess að fara í lengri veiðiferðir. „Ef ég fer í útkall í Arnarfjörð, í kringum Dynjanda, þá þarf ég að keyra 200 kílómetra til að komast þangað og eyða fimm til sex tímum í að ná tófu. Það er ekki hátt tímakaupið ef greiðslan dugir fyrir olíunni," segir Valur. Þingsályktunartillagan hljóðar upp á að sama verð verði greitt fyrir refa- og minnkaveiðar um allt land. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, segir tillöguna ósanngjarna að vissu leyti. „Þar sem byggð er mjög strjálbýl er mikill akstur sem fylgir veiðunum. Umhverfisstofnun hefur gefið út gjaldskrá sem hefur ekkert hækkað í mörg ár og er auðvitað allt of lág. Það þarf líka að vera greitt kílómetragjald því annars eru bara vandræði að fá menn í þetta," segir Jóhann Birkir í samtali við BB.is. Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
„Sum sveitarfélög hafa verið að greiða þrefalt á við þær greiðslur sem Ísafjarðarbær hefur verið að greiða. Það er mjög gott mál að allir fái það sama og sitji við sama borð," segir Valur Richter, formaður félags refa- og minkaveiðimanna á Vestfjörðum, í samtali við fréttavefinn Bæjarins bestu. Greinargerð frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi hefur verið send Ísafjarðarbæ til umsagnar. „Undanfarin ár hafa greiðslur vegna grenjavinnslu verið mjög misjafnar milli sveitarfélaga. Þetta hefur gert það að verkum að refaveiðimenn segjast gjarnan hafa skotið refinn í þeim sveitarfélögum þar sem hærra gjald er greitt fyrir hvert veitt dýr," segir í greinagerðinni. Veiðimenn á Ísafirði fá 7000 krónur fyrir hvern unninn ref sem Valur segir ekki mikla hvatningu til þess að fara í lengri veiðiferðir. „Ef ég fer í útkall í Arnarfjörð, í kringum Dynjanda, þá þarf ég að keyra 200 kílómetra til að komast þangað og eyða fimm til sex tímum í að ná tófu. Það er ekki hátt tímakaupið ef greiðslan dugir fyrir olíunni," segir Valur. Þingsályktunartillagan hljóðar upp á að sama verð verði greitt fyrir refa- og minnkaveiðar um allt land. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, segir tillöguna ósanngjarna að vissu leyti. „Þar sem byggð er mjög strjálbýl er mikill akstur sem fylgir veiðunum. Umhverfisstofnun hefur gefið út gjaldskrá sem hefur ekkert hækkað í mörg ár og er auðvitað allt of lág. Það þarf líka að vera greitt kílómetragjald því annars eru bara vandræði að fá menn í þetta," segir Jóhann Birkir í samtali við BB.is.
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira