Innlent

Lifði af 82 daga í snjó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ær föst í snjó í Mývatnssveit síðastliðið haust.
Ær föst í snjó í Mývatnssveit síðastliðið haust. Mynd/Magnús Viðar Arnarsson
Jóhann F. Þórhallsson, bóndi á Brekkugerði í Fljótsdal. kom auga á auga í snjóskafli á dögunum. Þar var á ferðinni ein af sjö ám sem ekki höfðu komið í leitirnar við hýsingu fjár þann 1. nóvember.

Fjallað er um málið á frétta- og mannlífsvefnum Austurfrétt. Þar segir Jóhann að skyggni hafi verið takmarkað þann 1. nóvember þegar féð var hýst. Hann hafi svo fundið tvær ánna 21. janúar þegar í nágrenni við Brekkugerði.

„Ég var að temja eitt trippið og reið neðan við hjallann. Þá sá ég að það var auga í skaflinum svo ég fór og kíkti í það og sá þá mér til mikillar undrunar að þar undir var lifandi ær og önnur dauð," segir Jóhann við Austufrétt.

Kindin hafði því verið í snjó í 82 daga en var ótrúlega spræk þrátt fyrir að vera mjög rýr.

„Ærin var ótrúlega spræk og gekk sjálf að fjárhúsunum, um 500 m. og kroppaði gras á leiðinni. En hún er orðin mjög rýr og vart nema beinin og bjórinn."

Nánar á vef Austurfréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×