Sykursýki í hundum og köttum algengari Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2013 07:00 Sykursýki í köttum og hundum er orðin frekar algeng, að sögn Lísu Bjarnadóttur dýralæknis.Nordicphotos/getty Tíðni sykursýki hjá köttum og hundum hefur aukist á undanförnum árum. Þó nokkur fjöldi dýra er á insúlíni. Lífsstíllinn er í sumum tilfellum ástæðan fyrir sykursýkinni, að sögn Lísu Bjarnadóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ég er búin að vera dýralæknir í þrettán ár. Þegar ég byrjaði þekktist þetta varla. Nú sjáum við að þetta er orðið frekar algengt," greinir Lísa frá. Hún getur þess að sum þessara dýra, þá sérstaklega kettir, séu með áunna sykursýki. Þá dugi að setja þá á insúlín og sérstakt fæði í ákveðinn tíma. „Það er einn og einn svoleiðis en sem betur fer er fólk meðvitað um að passa holdafarið á þeim." Lísa segir fóðrið misjafnt eftir tegundum. „Betri tegundirnar eru nú þannig að þær eru sérsniðnar að þörfum katta og hunda og það er mikið lagt í rannsóknarvinnu í sambandi við það." Sumum hundategundum er hættara við að fá sykursýki en öðrum. „Þetta eru erfðafræðilegir þættir en kannski spilar fæðið einhverja rullu í því. Það er ekki hægt að fullyrða um slíkt í köttum." Ef dýrin reynast vera með sykursýki eru þau sett á insúlín og fá þá daglega meðhöndlun. „Það er til sérstök tegund af insúlíni fyrir dýr en hún hentar ekki öllum. Við erum líka með dýr á mannainsúlíni. Það þarf að sprauta dýrin daglega og fólk er bundið yfir þessu. Ef vel á að vera þarf að mæla reglulega sykurmagnið í blóðinu til að kanna hvort sprautu sé þörf. Samtímis þarf að gæta þess að dýrin borði. Þetta er eins og að annast langveikt barn." Í samantekt sænska tryggingafélagsins Agria Djurförsäkringar kemur fram að fjöldi katta í Svíþjóð sem fær sykursýki hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Í sænskum fjölmiðlum er haft eftir dýralækninum Emmu Strage að kettir hreyfi sig ekki nógu mikið og fái rangt fóður. Algengt er í Svíþjóð að kettir séu eingöngu hafðir innandyra. Lísa segir að engar tölur séu til yfir fjölgun sykursjúkra dýra á Íslandi en aukningin sé greinileg. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Tíðni sykursýki hjá köttum og hundum hefur aukist á undanförnum árum. Þó nokkur fjöldi dýra er á insúlíni. Lífsstíllinn er í sumum tilfellum ástæðan fyrir sykursýkinni, að sögn Lísu Bjarnadóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ég er búin að vera dýralæknir í þrettán ár. Þegar ég byrjaði þekktist þetta varla. Nú sjáum við að þetta er orðið frekar algengt," greinir Lísa frá. Hún getur þess að sum þessara dýra, þá sérstaklega kettir, séu með áunna sykursýki. Þá dugi að setja þá á insúlín og sérstakt fæði í ákveðinn tíma. „Það er einn og einn svoleiðis en sem betur fer er fólk meðvitað um að passa holdafarið á þeim." Lísa segir fóðrið misjafnt eftir tegundum. „Betri tegundirnar eru nú þannig að þær eru sérsniðnar að þörfum katta og hunda og það er mikið lagt í rannsóknarvinnu í sambandi við það." Sumum hundategundum er hættara við að fá sykursýki en öðrum. „Þetta eru erfðafræðilegir þættir en kannski spilar fæðið einhverja rullu í því. Það er ekki hægt að fullyrða um slíkt í köttum." Ef dýrin reynast vera með sykursýki eru þau sett á insúlín og fá þá daglega meðhöndlun. „Það er til sérstök tegund af insúlíni fyrir dýr en hún hentar ekki öllum. Við erum líka með dýr á mannainsúlíni. Það þarf að sprauta dýrin daglega og fólk er bundið yfir þessu. Ef vel á að vera þarf að mæla reglulega sykurmagnið í blóðinu til að kanna hvort sprautu sé þörf. Samtímis þarf að gæta þess að dýrin borði. Þetta er eins og að annast langveikt barn." Í samantekt sænska tryggingafélagsins Agria Djurförsäkringar kemur fram að fjöldi katta í Svíþjóð sem fær sykursýki hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum. Í sænskum fjölmiðlum er haft eftir dýralækninum Emmu Strage að kettir hreyfi sig ekki nógu mikið og fái rangt fóður. Algengt er í Svíþjóð að kettir séu eingöngu hafðir innandyra. Lísa segir að engar tölur séu til yfir fjölgun sykursjúkra dýra á Íslandi en aukningin sé greinileg.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira