Sjúklingar í gluggalausum kompum og á öllum göngum spítalans Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 15:49 Anna Gunnarsdóttir, formaður Læknaráðs LSH, segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins. „Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins." Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins."
Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17