Gagnrýna munntóbaksumsögn 19. febrúar 2013 07:00 Viðar Jensson Rangt er að nálgast frekari takmörkun á sölu munntóbaks með því að miða skaðsemi þess við reykingar. Þetta segir í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Höfundarnir, Pétur Heimisson heimilislæknir og Eyjólfur Þorkelsson, almennur læknir, leggja þar út frá umsögn við frumvarp um breytingu á tóbakslögum, sem læknarnir Lúðvík Ólafsson og Þorsteinn Blöndal skrifuðu fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Strangari lög eru viðbragð gegn aukinni munntóbaksneyslu, sérstaklega hjá ungum körlum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum spurðu þeir Lúðvík og Þorsteinn í umsögn sinni um ástæður þess að banna munntóbak „sem er mun saklausara en reyktóbak sem er leyfð vara“. Þeir taka fram að með þessu sé ekki verið að mæla með tóbaksnotkun yfirleitt, en ekki sé hægt að fullyrða annað en „að ávinningur sé í því fyrir hvern og einn að nota alfarið munntóbak í stað reykinga“. Því sé ekki ávinningur af því að banna munntóbak á meðan mun hættulegri vara, reyktóbak, er á markaðnum. Því hljóti að vera ávinningur í því „að hafa á boðstólum minna hættulega vöru“. Þeir Pétur og Eyjólfur furða sig á þessari umsögn, sem komi þvert á mat landlæknis, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins. „Reyklaust tóbak á fyrst og síðast að bera saman við „náttúrulegt ástand“ – tóbaksleysi en ekki tóbaksreykingar.“ Þeir bæta því við að sökum þess að fáar rannsóknir hafi verið gerðar á langtímaáhrifum munntóbaksneyslu sé ekki með vissu hægt að tala um skaða af þess völdum eða skaðleysi. Þá liggi ekkert fyrir um að munntóbaksnotkun sé áhrifarík leið til þess að hætta að reykja, og markhópur framleiðenda sé ekki fólk sem vill hætta að reykja, heldur „ungt fólk með litla sem enga reykingasögu“. Þeir kasta að lokum fram þeirri spurningu hvort rökrétt sé að hampa annarri tegund af tóbaki þegar staðan sé sú að rætt sé af alvöru um að sígarettur hverfi af markaði, og að það séu læknar sem viðri slíkt. Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, tekur undir skrif Péturs og Eyjólfs um að nær sé að miða skaða munntóbaks við reykleysi. „Þá kemur fram í okkar könnunum og nýjum rannsóknum að aukin neysla á munntóbaki virðist vera viðbótarneysla, sem kemur ekki í stað reykinga,“ segir Viðar. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Rangt er að nálgast frekari takmörkun á sölu munntóbaks með því að miða skaðsemi þess við reykingar. Þetta segir í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Höfundarnir, Pétur Heimisson heimilislæknir og Eyjólfur Þorkelsson, almennur læknir, leggja þar út frá umsögn við frumvarp um breytingu á tóbakslögum, sem læknarnir Lúðvík Ólafsson og Þorsteinn Blöndal skrifuðu fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Strangari lög eru viðbragð gegn aukinni munntóbaksneyslu, sérstaklega hjá ungum körlum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum spurðu þeir Lúðvík og Þorsteinn í umsögn sinni um ástæður þess að banna munntóbak „sem er mun saklausara en reyktóbak sem er leyfð vara“. Þeir taka fram að með þessu sé ekki verið að mæla með tóbaksnotkun yfirleitt, en ekki sé hægt að fullyrða annað en „að ávinningur sé í því fyrir hvern og einn að nota alfarið munntóbak í stað reykinga“. Því sé ekki ávinningur af því að banna munntóbak á meðan mun hættulegri vara, reyktóbak, er á markaðnum. Því hljóti að vera ávinningur í því „að hafa á boðstólum minna hættulega vöru“. Þeir Pétur og Eyjólfur furða sig á þessari umsögn, sem komi þvert á mat landlæknis, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins. „Reyklaust tóbak á fyrst og síðast að bera saman við „náttúrulegt ástand“ – tóbaksleysi en ekki tóbaksreykingar.“ Þeir bæta því við að sökum þess að fáar rannsóknir hafi verið gerðar á langtímaáhrifum munntóbaksneyslu sé ekki með vissu hægt að tala um skaða af þess völdum eða skaðleysi. Þá liggi ekkert fyrir um að munntóbaksnotkun sé áhrifarík leið til þess að hætta að reykja, og markhópur framleiðenda sé ekki fólk sem vill hætta að reykja, heldur „ungt fólk með litla sem enga reykingasögu“. Þeir kasta að lokum fram þeirri spurningu hvort rökrétt sé að hampa annarri tegund af tóbaki þegar staðan sé sú að rætt sé af alvöru um að sígarettur hverfi af markaði, og að það séu læknar sem viðri slíkt. Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, tekur undir skrif Péturs og Eyjólfs um að nær sé að miða skaða munntóbaks við reykleysi. „Þá kemur fram í okkar könnunum og nýjum rannsóknum að aukin neysla á munntóbaki virðist vera viðbótarneysla, sem kemur ekki í stað reykinga,“ segir Viðar. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira