Gagnrýna munntóbaksumsögn 19. febrúar 2013 07:00 Viðar Jensson Rangt er að nálgast frekari takmörkun á sölu munntóbaks með því að miða skaðsemi þess við reykingar. Þetta segir í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Höfundarnir, Pétur Heimisson heimilislæknir og Eyjólfur Þorkelsson, almennur læknir, leggja þar út frá umsögn við frumvarp um breytingu á tóbakslögum, sem læknarnir Lúðvík Ólafsson og Þorsteinn Blöndal skrifuðu fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Strangari lög eru viðbragð gegn aukinni munntóbaksneyslu, sérstaklega hjá ungum körlum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum spurðu þeir Lúðvík og Þorsteinn í umsögn sinni um ástæður þess að banna munntóbak „sem er mun saklausara en reyktóbak sem er leyfð vara“. Þeir taka fram að með þessu sé ekki verið að mæla með tóbaksnotkun yfirleitt, en ekki sé hægt að fullyrða annað en „að ávinningur sé í því fyrir hvern og einn að nota alfarið munntóbak í stað reykinga“. Því sé ekki ávinningur af því að banna munntóbak á meðan mun hættulegri vara, reyktóbak, er á markaðnum. Því hljóti að vera ávinningur í því „að hafa á boðstólum minna hættulega vöru“. Þeir Pétur og Eyjólfur furða sig á þessari umsögn, sem komi þvert á mat landlæknis, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins. „Reyklaust tóbak á fyrst og síðast að bera saman við „náttúrulegt ástand“ – tóbaksleysi en ekki tóbaksreykingar.“ Þeir bæta því við að sökum þess að fáar rannsóknir hafi verið gerðar á langtímaáhrifum munntóbaksneyslu sé ekki með vissu hægt að tala um skaða af þess völdum eða skaðleysi. Þá liggi ekkert fyrir um að munntóbaksnotkun sé áhrifarík leið til þess að hætta að reykja, og markhópur framleiðenda sé ekki fólk sem vill hætta að reykja, heldur „ungt fólk með litla sem enga reykingasögu“. Þeir kasta að lokum fram þeirri spurningu hvort rökrétt sé að hampa annarri tegund af tóbaki þegar staðan sé sú að rætt sé af alvöru um að sígarettur hverfi af markaði, og að það séu læknar sem viðri slíkt. Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, tekur undir skrif Péturs og Eyjólfs um að nær sé að miða skaða munntóbaks við reykleysi. „Þá kemur fram í okkar könnunum og nýjum rannsóknum að aukin neysla á munntóbaki virðist vera viðbótarneysla, sem kemur ekki í stað reykinga,“ segir Viðar. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Rangt er að nálgast frekari takmörkun á sölu munntóbaks með því að miða skaðsemi þess við reykingar. Þetta segir í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Höfundarnir, Pétur Heimisson heimilislæknir og Eyjólfur Þorkelsson, almennur læknir, leggja þar út frá umsögn við frumvarp um breytingu á tóbakslögum, sem læknarnir Lúðvík Ólafsson og Þorsteinn Blöndal skrifuðu fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Strangari lög eru viðbragð gegn aukinni munntóbaksneyslu, sérstaklega hjá ungum körlum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum spurðu þeir Lúðvík og Þorsteinn í umsögn sinni um ástæður þess að banna munntóbak „sem er mun saklausara en reyktóbak sem er leyfð vara“. Þeir taka fram að með þessu sé ekki verið að mæla með tóbaksnotkun yfirleitt, en ekki sé hægt að fullyrða annað en „að ávinningur sé í því fyrir hvern og einn að nota alfarið munntóbak í stað reykinga“. Því sé ekki ávinningur af því að banna munntóbak á meðan mun hættulegri vara, reyktóbak, er á markaðnum. Því hljóti að vera ávinningur í því „að hafa á boðstólum minna hættulega vöru“. Þeir Pétur og Eyjólfur furða sig á þessari umsögn, sem komi þvert á mat landlæknis, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins. „Reyklaust tóbak á fyrst og síðast að bera saman við „náttúrulegt ástand“ – tóbaksleysi en ekki tóbaksreykingar.“ Þeir bæta því við að sökum þess að fáar rannsóknir hafi verið gerðar á langtímaáhrifum munntóbaksneyslu sé ekki með vissu hægt að tala um skaða af þess völdum eða skaðleysi. Þá liggi ekkert fyrir um að munntóbaksnotkun sé áhrifarík leið til þess að hætta að reykja, og markhópur framleiðenda sé ekki fólk sem vill hætta að reykja, heldur „ungt fólk með litla sem enga reykingasögu“. Þeir kasta að lokum fram þeirri spurningu hvort rökrétt sé að hampa annarri tegund af tóbaki þegar staðan sé sú að rætt sé af alvöru um að sígarettur hverfi af markaði, og að það séu læknar sem viðri slíkt. Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, tekur undir skrif Péturs og Eyjólfs um að nær sé að miða skaða munntóbaks við reykleysi. „Þá kemur fram í okkar könnunum og nýjum rannsóknum að aukin neysla á munntóbaki virðist vera viðbótarneysla, sem kemur ekki í stað reykinga,“ segir Viðar. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira