Fleiri fréttir

Segir eineltið ekki hafa verið ímyndun

Jón Gnarr borgarstjóri segir það rangt, sem haldið hefur verið fram, að upplifun hans á einelti í Grafarvogi í gær hafi verið ímyndum. Skrif hans um eineltið hafa vakið gríðarleg viðbrögð í dag. Fjölmargir hafa brugðist við bæði á Facebook og víðar.

Naut veitinga víða án þess að greiða fyrir

Reykvískur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að hafa blekkt starfsfólk á Kaffi París við Austurstræti í ágúst síðastliðnum með því að hafa pantað og neytt veitinga að andvirði 15. 280 krónur, án þess að geta greitt fyrir.

Bíllinn endaði á hliðinni

Árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu um eittleytið í dag, Keyrt var í veg fyrir bíl með þeim afleiðingum að hann valt, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti. Lögreglan segir að ökumenn bílanna hafi verið einir í þeim. Annar þeirra mun hafa farið á slysadeild til skoðunar og hinn ætlar að fara í dag. Talið er að þeir hafi ekki slasast alvarlega.

Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“

Myndatökumaður segir fundargesti hafa sýnt mikinn dónaskap á íbúafundinum í gær. Íbúi í Grafarvogi sem var viðstaddur fundinn tekur í sama streng.

Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar

Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2.

Sjálfstæðismenn funda um mögulega vantrauststillögu

Sjálfstæðismenn funda um möguleika á að leggja fram vantrauststillögu á hendur Steingrími J Sigfússyni atvinnuvegaráðherra í dag. Stjórnmálafræðingur segir umræðu um vantraust geta veikt ríkisstjórnina enn frekar jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt.

Sebastían tekinn til starfa

Fyrsti leiðsöguhundur Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga var formlega afhentur við hátíðlega athöfn á Patreksfirði í dag. Hundurinn, sem er af Golden Retriver kyni og heitir Sebastían, fer til hins nýja félaga síns á Patreksfirði, en Sebastían var úthlutað til Fríðu Eyrúnar Sæmundsdóttur.

Ekki hægt að una við ástandið á Vestfjörðum

Ástand raforkumála á Vestfjörðum er með þeim hætti að ekki verður lengur við unað. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði og á Patreksfirði, í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Páll mætti ekki í þingfestinguna

Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa notað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum , skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim.

Enginn matarskortur í mestu matarkistu landsins

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að opnað verði fyrir umferð um Oddskarð í dag. Íbúar á Neskaupstað hafa verið innlyksa vegna snjókomu og hvassviðris síðan á sunnudag.

Hvorki einelti né ofbeldi

Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál.

Sigurkokkur krýndur í dag

Seinni dagur Bocuse d'Or-matreiðslukeppninnar er hafinn, en það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, matreiðslumaður á Vox, sem keppir fyrir Íslands hönd.

Aflaverðmætið hækkaði um 10 milljarða

Aflaverðmæti íslenskra skipa var 10 milljörðum hærra á fyrstu tíu mánuðum liðins árs en á sama tímabili árið áður. Verðmætið nam 137,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, samanborið við 127,6 milljarða á sama tímabili árið áður.

Magni ríður á vaðið

Röð laganna í úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fer á laugardagskvöldið liggur fyrir. Sjö lög berjast um að verða framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í maí.

Óvissustig enn í gildi á Austfjörðum

Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Töluvert nýsnævi hefur bæst ofan á gamla snjóinn sem var fyrir um helgina og hafa flóð fallið til fjalla.

Rafmagnsskömmtun að mestu lokið á Vestfjörðum

Viðgerð lauk á flutningslínu Landsnets, Breiðadalslínu 1, síðdegis í gær og lauk þar með skömmtunum og keyrslu varaaflsvéla á norðanverðum Vestfjörðum að Þingeyri undanskilinni.

Pólitísk Pandóruaskja

Óhætt er að segja að fá mál hafi verið jafn áberandi í íslenskum stjórnmálum síðustu árin, ef ekki áratugina, og Icesave. Fyrir fram benti fátt til þess að starfsemi íslensks banka á erlendri grundu ætti eftir að skekja flestalla stjórnmálaflokka, valda afsögn ráðherra og ógna lífi ríkisstjórnar. Sú varð hins vegar raunin.

Reglan að rafmagnið fari

Íbúar á Vestfjörðum eru orðnir langþreyttir vegna langvarandi rafmagnsleysis og -skömmtunar undanfarin misseri. Rafmagnslaust var víða á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna skemmda á flutningslínum í Breiðadal, norður frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Vestfirðingar glíma við rafmagnstruflanir sem raska meðal annars rekstri fyrirtækja.

Skattar hækkuðu lán um 21 milljarð

Tæplega tíu prósent af nafnverðshækkun íbúðalána frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2012 eru vegna skattkerfisbreytinga sem stjórnvöld hafa ráðist í.

Risalaxeldi má ekki hindra olíuleitarskip

Ef áform Laxa fiskeldis ganga eftir mun framleiðsla fyrirtækisins á eldislaxi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði verða ríflega tuttugu þúsund tonn á ári.

Hagkerfið vantar 10.000 störf

Skapa þarf tíu þúsund störf á næstu árum til að koma á fullri atvinnu hér á landi og mæta vaxandi fjölda einstaklinga á vinnumarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju tímariti Samtaka atvinnulífsins (SA) sem verður til umræðu á opnum morgunverðarfundi SA í Hörpu á morgun.

Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook.

Dómurinn mikilvægt lóð á vogarskálarnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, segir alveg ljóst að niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave-málinu hafi jákvæð áhrif á losun fjármagnshafta. "Það er ekki hægt að segja nákvæmlega hver þau eru eða hversu mikil," segir hann. Það hafi verið orðið ljóst að hin fjárhagslega áhætta sem tengdist Icesavemálinu hafði minnkað verulega þegar ljóst varð hversu góðar heimturnar urðu úr þrotabúi Landsbankans. "Og það hafði að einhverju leyti þegar endurspeglast í lánshæfismatinu og viðurkennt af lánshæfismatsfyrirtækjum. "En það er alveg ljóst að þetta hefur jákvæð áhrif á möguleika þessarar losunar," segir hann.

Tíu milljón króna skuld endaði hjá annarri fjölskyldu

Ábyrgðarmenn hjóna sem fóru í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara sitja eftir með skuldir þeirra, eða um tíu milljónir króna. Umboðsmaðurinn hefur ítrekað vakið athygli á þessum vanda. Það var ruv.is sem greindi frá málinu.

Íslenska þjóðin var orðin langeyg eftir jákvæðum fréttum

Það fór gleðistraumur um samfélagið í gær vegna tíðindanna um Icesave og það er vitað mál að jafn góðar og þýðingamiklar fréttir hafa góð áhrif út í viðskiptalífið og svo atvinnulífið. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Viltu njóta lífsins - þá er þetta starf líklega fyrir þig

"Þetta felst aðallega í því að prófa vörurnar okkar. Við viljum fá fólk sem prófar vörur og þjónustu, þannig starfið gengur eiginlega bara út á það að fara út að borða, fara á hótel eða í nudd eða dekur og annað eins,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, viðskiptastjóri Hópkaups.is, þegar hann reynir að útskýra fyrir hlustendum Bylgjunnar í Reykjavík síðdegis í dag, út á hvað besta starfið á Íslandi gengur.

Ók aftan á bensínlausan bíl

Ekið var aftan á bensínlausa bifreið á Miklubrautinni við Ártúnsbrekku skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð ökumaður bensínlaus á leiðinni og skildi því bílinn eftir.

Segir eðlilegt að íhuga vantraust

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að stjórnarandstaðan hljóti að íhuga vantrauststillögu á ríkisstjórnina við þær aðstæður sem nú eru uppi. Stjórnin hafi ekki lengur meirihluta á þingi og þá spili niðurstaða Icesave málsins inn í. Eins og Vísir greindi frá í dag íhuga sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að leggja fram vantrauststillögu.

Óvissustig á Austfjörðum

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Skólastjóri beðinn um að hætta ekki

Jóhann Geirdal skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ hefur verið beðinn um að endurskoða ákvörðun sínan um að segja upp störfum, en hann sagði upp á fimmtudag í síðustu viku vegna óánægju með framlög til skólans. Hann sagði rekstrarkostnað skólans um 15% undir kostnaði skóla í Reykjavík og að skert framlög kæmu niður á sérkennslu við skólann.

Landspítalinn áfram á óvissustigi

Landspítalinn verður áfram á óvissustigi. Þetta var niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans sem hélt fund með yfirlæknum og deildarstjórum í hádeginu í dag til þess að fara yfir stöðu mála vegna plássleysis og flensu.

Íslensku kokkarnir í hópi þeirra bestu

Keppnisdegi matreiðslumannsins Sigurðar Kristins Laufdal Haraldssonar í Bocuse d'Or-matreiðslukeppninni, þeirri virtustu sinnar tegundar í heiminum, lauk um klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma.

Ólafur fundaði um Icesave-dóminn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með Tim Ward og Kristjáni Andra Stefánssyni úr málflutningshópi Íslands, um niðurstöður EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Á vef forsetans segir að rætt hafi verið um sterkan málstað Íslands, afleiðingar fyrir umræður og stefnumótun innan Evrópusambandsins og á vettvangi alþjóðlegs fjármálasamstarfs.

Augnablik sigursins

Það ríkti gríðarleg eftirvænting í utanríkisráðuneytinu þegar dómsniðurstaðan í Icesave-málinu var lesin upp í gær. Þar voru saman komnir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Kristján Guy Bugess, aðstoðarmaður hans, Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands, auk fleiri manna úr lögfræðiteyminu svo dæmi séu nefnd. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari var viðstaddur og tók myndir af öllu því sem fram fór.

Lárus áfrýjar til Hæstaréttar

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, áfrýjaði í síðustu viku Vafningsdómnum svokallaða til Hæstaréttar. Þetta staðfesti Óttar Pálsson verjandi hans við Vísi. Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá bankanum sem einnig var dæmdur, hefur ekki áfrýjað.

Sigurður keppir í dag á Bocuse d'Or

Matreiðslumaðurinn Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson keppir í dag á Bocuse d'Or, virtustu matreiðslukeppni heims, í borginni Lyon í Frakklandi.

Breskir skattgreiðendur tapa 20 milljörðum á dómnum

Breskir skattgreiðendur tapa 20 milljörðum íslenskra króna á dómi EFTA dómstólsins í gær. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Daily Telegraph. Ísland vann sem kunnugt er fullnaðarsigur vegna Icesave-málsins.

Ríkið keypti Teigarhorn

Ríkissjóður Íslands, hefur að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra, fest kaup á óðalsjörðinni Teigarhorni í Djúpavogshreppi. Á jörðinni eru mikilvægar menningar- og náttúruminjar, þar á meðal jarðminjar sem hafa alþjóðlegt verndargildi.

Sjá næstu 50 fréttir