Innlent

Sebastían tekinn til starfa

Sebastían er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er þjálfaður á Íslandi.
Sebastían er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er þjálfaður á Íslandi.
Fyrsti leiðsöguhundur Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga var formlega afhentur við hátíðlega athöfn á Patreksfirði í dag. Hundurinn, sem er af Golden Retriver kyni og heitir Sebastían, fer til hins nýja félaga síns á Patreksfirði, en Sebastían var úthlutað til Fríðu Eyrúnar Sæmundsdóttur.

Sebastían er fyrsti leiðsöguhundurinn sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin úthlutar en hann er íslenskur hundur og þjálfaður á Íslandi, ólíkt þeim leiðsöguhundum sem nú þegar eru í notkun, sen þeir hafa allir komið erlendis frá. Mikil vinna felst í þjálfun leiðsöguhunda og hefur Sebastían verið í þjálfun hjá leiðsöguhundaþjálfara Miðstöðvarinnar undanfarið ár. Sebastían mun hafa mikil áhif á sjálfstæði Fríðu, sem er einungis 38 ára gömul, en hún missti sjónina nýlega af völdum sykursýki.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga hefur í samvinnu við Blindrafélagið unnið að þróunarverkefni fyrir leiðsöguhunda, sem felst í kaupum og þjálfun á íslenskum hundum. Þörfin fyrir leiðsöguhunda er mikil og Sebastían er sjötti leiðsöguhundurinn sem verður í notkun á Íslandi núna en áætlað er að hið minnsta 16 hundar þurfi að vera í notkun á hverjum tíma til að uppfylla þörfina fyrir leiðsöguhunda.

Sebastían kemur frá Engla hundaræktun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.