Enginn matarskortur í mestu matarkistu landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2013 11:10 Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að opnað verði fyrir umferð um Oddskarð í dag. Íbúar á Neskaupstað hafa verið innlyksa vegna snjókomu og hvassviðris síðan á sunnudag. „Það er búið að opna fyrir umferð en það er talið að það verði þokkalega fólksbílafært um hádegið. Þetta er allt að réttast af," segir Páll Björgvin sem segir þó hafa verið opnað fyrir umferð í neyðartilfellum síðan á sunnudag. „Það er mjög öflug björgunarsveit, mokstursaðilar og vegagerð sem vinna í miklu samstarfi við sjúkrahúsið að leysa úr þessum málum," segir Páll Björgvin. Páll Björgvin segir Austfirðinga ýmsu vanir þótt veður hafi verið með mildara móti síðustu ár samanborið við fyrri tíð. „Í seinni tíð hefur veðrið verið mjög hagstætt. Eftir að álverið kom hefur þjónusta í mokstri og slíku verið mjög góð. Við höfum ekki orðið vör við þetta undanfarin ár. Þessi hvellur var nokkuð öflugur núna. Það verður að segjast eins og er," segir Páll Björgvin sem segir að dagvörum hafi fækkað í hillum verslana. Því fari þó fjarri að um matarskort hafi verið að ræða. „Það er farið að minnka í hillunum, dagvöru og svoleiðis en það er enginn matarskortur í þessari mestu matarkistu landsins," segir Páll Björgvin og hlær. Hann segir þó lokunina undanfarna daga sýna fram á mikilvægi nýrra gangna fyrir íbúa á svæðinu. „Þetta undirstrikar mikilvægi nýrra Norðfjarðargangna sem eru að fara í loftið á næstunni. Forvali þar er lokið og verður vonandi boðið út á vordögum. Við erum að sjá framkvæmdir þá hefjast í haust," segir Páll Björgvin. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að opnað verði fyrir umferð um Oddskarð í dag. Íbúar á Neskaupstað hafa verið innlyksa vegna snjókomu og hvassviðris síðan á sunnudag. „Það er búið að opna fyrir umferð en það er talið að það verði þokkalega fólksbílafært um hádegið. Þetta er allt að réttast af," segir Páll Björgvin sem segir þó hafa verið opnað fyrir umferð í neyðartilfellum síðan á sunnudag. „Það er mjög öflug björgunarsveit, mokstursaðilar og vegagerð sem vinna í miklu samstarfi við sjúkrahúsið að leysa úr þessum málum," segir Páll Björgvin. Páll Björgvin segir Austfirðinga ýmsu vanir þótt veður hafi verið með mildara móti síðustu ár samanborið við fyrri tíð. „Í seinni tíð hefur veðrið verið mjög hagstætt. Eftir að álverið kom hefur þjónusta í mokstri og slíku verið mjög góð. Við höfum ekki orðið vör við þetta undanfarin ár. Þessi hvellur var nokkuð öflugur núna. Það verður að segjast eins og er," segir Páll Björgvin sem segir að dagvörum hafi fækkað í hillum verslana. Því fari þó fjarri að um matarskort hafi verið að ræða. „Það er farið að minnka í hillunum, dagvöru og svoleiðis en það er enginn matarskortur í þessari mestu matarkistu landsins," segir Páll Björgvin og hlær. Hann segir þó lokunina undanfarna daga sýna fram á mikilvægi nýrra gangna fyrir íbúa á svæðinu. „Þetta undirstrikar mikilvægi nýrra Norðfjarðargangna sem eru að fara í loftið á næstunni. Forvali þar er lokið og verður vonandi boðið út á vordögum. Við erum að sjá framkvæmdir þá hefjast í haust," segir Páll Björgvin.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira