Innlent

Má heita Greppur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi strákur gæti heitið Greppur ef hann byggi á Íslandi.
Þessi strákur gæti heitið Greppur ef hann byggi á Íslandi. Mynd/ Getty.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Greppur og úrskurðað að það skuli fært á mannanafnaskrá. Í úrskurði sem kveðinn var upp í síðustu viku kemur fram að nafnið taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Grepps, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.

Þá hefur mannanafnanefnd einnig samþykkt nafnið Katharina. Fimm stúlkur/konur eru skráðar með það nafn í þjóðskrá og er sú elsta fædd árið 1944.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×