Innlent

Saksóknara varð fótaskortur á tungunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr Héraðsdómi Reykjaness.
Úr Héraðsdómi Reykjaness.
Saksóknara varð fótaskortur á tungunni í fyrirtöku í héraðsdómi i morgun. Verið vara að taka fyrir mál þar sem maður var ákærður fyrir brot á umferðarlögum með ölvunarakstri. Hugðist saksóknari fara fram á ævilanga sviptingu ökuleyfis en mismælti sig og krafðist ævilangs fangelsis. Samkvæmt heimildum Vísis urðu ekki neinir eftirmálar vegna mismælanna, en málið fer í hefðbundinn farveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×