Innlent

Forsætisráðherra telur mögulegt að klára stjórnarskrármálið

Höskuldur Kári Schram skrifar
Feneyjarnefndin fundar með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd.
Feneyjarnefndin fundar með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að Alþingi sé ekkert að vanbúnaði að klára stjórnarskrármálið á þessu kjörtímabili. Fulltrúar Feneyjanefndarinnar eru staddir hér á landi og funduðu meðal annars með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.

Feneyjanefndinni var falið að leggja mat á stjórnarskrárfrumvarpið en von á bráðabirgðarniðurstöðu frá nefndinni í lok þessa mánaðar. Fulltrúar frá nefndinni eru staddir hér landi og funduðu í morgum með með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis og fulltrúum stjórnmálaflokkanna.

Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt frumvarpið og telja að alltof lítill tími sé til stefnu til að klára málið á þessu kjörtímabili.

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokks, tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og spurði forsætisráðherra hvort það væri ennþá stefna ríkisstjórnarinnar að klára málið á þessu kjörtímabili. „Vegna þess að þetta setur stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í þá vandræðilegu stöðu að þurfa núna næstu sólarhringana að senda frá sér algerlega, ófullkomið og illa ígrundað álit undir stöðugum ábendingum sérfræðinga að málið sé ekki nægileg undirbúið," segir hann.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnin hafi alltaf lagt á það áherslu að ljúka málinu á þessu kjörtímabili. „Þetta mál er komið styttra en ég hefði óskað á þessum tímapunkti þegar ekki lengra lifir af þessu kjörtímabili. En málið er í höndum stjórnskipunar og eftirlitsnefndar," segir hún. Alþingi sé ekkert að vanbúnaði að klára málið á þessu kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×