Fleiri fréttir Arnór Hannibalsson látinn Arnór K. Hannibalsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hreggnasa í Kjós, föstudaginn 28. desember síðastliðinn, 78 ára að aldri. Hann var kvæntur Nínu Sæunni Sveinsdóttur, fædd árið 1935, en þau skildu árið 1995. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra. 2.1.2013 08:45 Hótaði unnustu sinni og veitti henni áverka Lögregla var kölluð að íbúðahúsi í Hraunbæ vegna manns sem var að hóta unnusti sinni og búinn að veita henni áverka. 2.1.2013 06:35 Brenndist þegar gashylki sprakk Starfsmaður á veitingahúsi brenndist á tíunda tímanum í gærkvöldi, þegar gashylki úr rjómasprautu sprakk framan í hann. 2.1.2013 06:33 Rólegt á miðunum í upphafi ársins Sjósókn fer óvenju hægt af stað eftir áramótin þrátt fyrir þokkalega spá á flestum miðum. Um klukkan sex í morgun voru innan við sextíu skip komin til veiða umhverfis landið, en þau fara upp undir þúsund á góðum dögum. 2.1.2013 06:24 Mikinn reyk lagði af eldi í verslunarmiðstöð Mikinn reyk tók að leggja út úr verslunarmiðstöðinni við Holtaveg í Reykjavík um klukkan tíu í gærkvöldi og hringdu nágrannar og vegfarendur í slökkviliðið. 2.1.2013 06:21 Yfir 40 Íslendingar eru 100 ára gamlir eða eldri Um áramótin voru 42 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri, 36 konur og 6 karlar. Þetta er heldur lægri tala en fyrir ári. Hinsvegar eru nú mjög margir 99 ára, eða 27 alls og gætu þeir náð þessum áfanga á næsta ári. Í þeim hópi eru 7 karlar. Þetta kemur fram á facebooksíðunni langlífi. 2.1.2013 06:12 Forstjóri LSH fagnar boðaðri landssöfnun 2.1.2013 06:00 Beið þar til nýtt ár gekk í garð „Við áttum von á því að hún kæmi yfir hátíðarnar, en þetta fór eins og við vonuðum og hún ákvað að bíða fram í janúar,“ segir Einar Viðar Viðarsson, nýbakaður og stoltur faðir fyrsta barns ársins 2013. „Það er að vissu leyti betra að fæðast snemma á árinu, upp á skóla og svona, en þetta er auðvitað alltaf dásamlegt, sama hvenær þau koma.“ 2.1.2013 00:01 Flugeldasalan gekk vel í Reykjavík og á Akureyri Björgunarsveitamenn telja að flugeldasala hafi gengið nokkuð vel nú fyrir áramótin. Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að hjá flestum sveitum hafi salan verið á svipuðu róli og undanfarin ár, svo sem á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og víðar. 1.1.2013 20:03 Segir gagnrýni forsetans koma of seint Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. 1.1.2013 18:40 Kirkjan vill leiða söfnun fyrir Landspítalann Kirkjan vill vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í nýárspredikun sinni í dag. Hún benti á að undanfarið hafi verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og út um landið. 1.1.2013 18:28 Steingrímur segir glundroðakenninguna ekki ganga upp Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ríkisstjórninni hafi tekist að lyfta Grettistaki á sviði ríkisfjármála. Tekist hafi að ljúka því verki í aðalatriðum þegar fjárlagafrumvarpið og tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var klárað fyrir jól. 1.1.2013 17:06 Ljósadýrð á áramótum Það var víða glatt á hjalla þegar nýja árið gekk í garð. Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, var viðstaddur brennu og tók síðan upp myndir af ljósadýrðinni. 1.1.2013 15:45 Tíu fengu fálkaorðuna Tíu manns fengu afhenta fálkaorðuna í dag. Þar á meðal listamenn, íþróttaþjálfarar og vísindafólk. Forsetahjónin, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousieff, voru bæði viðstödd athöfnina á Bessastöðum þegar orðurnar voru veittar. 1.1.2013 15:01 Edda Sif segir að Skaupið hefði mátt vera fyndnara Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV og einn aðalkarakteranna úr Áramótaskaupinu, segir að sér hafi komið það á óvart að hve miklu leyti Skaupið hefði snúist um sig. Í Skaupinu voru fjölmörg atriði þar sem gert var grín að feðginunum Páli Magnússyni og Eddu. 1.1.2013 14:44 Forsetinn segir umræðu um nýja stjórnarskrá komna í öngstræti Umræðan um nýja stjórnarskrá er komin í öngstræti, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í nýársávarpi sínu, sem sjónvarpað var klukkan eitt í dag. Hann gerði loftslagsmál og stjórnskipunarmálið að aðalumræðuefni sínu. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa sagt að stjórnarskrármálið væri mikilvægasta málið á nýju ári. 1.1.2013 13:32 Með augnáverka á spítala eftir flugeldaslys Karlmaður á fimmtugsaldri sem sem var fluttur á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið í nótt hlaut áverka á augum og liggur nú á sjúkrahúsi. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Landspítalanum, segir flugeldaáverka ekki hafa verið áberandi í nótt og að forvarnir virðist eitthvað vera að skila sér. Nóttin hafi engu að síður verið mjög annasöm þar sem fjölmargir hafi leitað á slysadeildina meðal annars vegna slagsmála og ölvunar. 1.1.2013 12:56 Enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er enn á nokkrum stöðum á Vestfjörðum þó að veðrið sé að mikið gengið niður. Gríðarlegar skemmdir eru á rafmagnslínum og er unnið að viðgerðum í dag. 1.1.2013 12:00 Um land allt Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Norðurland, nánar tiltekið Skagafjörðinn. 1.1.2013 11:35 Of Monsters and Men í Kryddsíld Það er óhætt að segja að óskabarn íslensku þjóðarinnar hafi komið fram í þættinum Kryddsíld á Stöð 2 í gær, en hljómsveitin Of Monsters and Men flutti lagið Love Love Love. 1.1.2013 11:16 Sérsveitin handtók haglabyssumann Slagsmál brutust út í heimahúsi í Hafnarfirði á fimmta tímanum í nótt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að aðili í húsinu var vopnaður halgabyssu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn og handtók hún manninn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar að Hverfisgötu. Halgabyssan reyndist óhlaðin, en einnig fannst á vettvangi riffill. Lögreglan lagði hald á vopnin og eru þau nú í vörslu hennar. 1.1.2013 10:56 Ættu að slökkva á netinu um helgar Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og ritstjórinn Björk Eiðsdóttir létu jafnréttisumræður koma sér á óvart og fylgdust misvel með Landsdómi og komum fræga fólksins til Íslands á árinu sem er að líða. Þau settust á rökstóla og ræddu árið sem senn er liðið. 1.1.2013 10:36 Íþróttafréttamaðurinn Edda Sif bregst við Skaupinu "Fór alveg fram hjá mér að ég hafi verið aðalnúmerið á árinu!,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Edda Sif Pálsdóttir á Twittersíðu sinni eftir að Áramótaskaupið var sýnt í gærkvöldi. Það er óhætt að fullyrða að engum hafi brugðið fyrir oftar í Áramótaskaupinu að þessu sinni en Eddu Sif og föður hennar Páli Magnússyni útvarpsstjóra. 1.1.2013 09:46 23 banaslys á nýliðnu ári Á nýliðnu ári létust 23 eintaklingar af slysförum, eða þremur fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem heldur utan um banaslysatölur á Íslandi. Flestir létust í umferðarslysum, eða 10 manns. Heima- og frítímaslysum fjölgar töluvert, eru nú sex talsins en voru tvö árið 2010. 1.1.2013 09:32 Réðst á lögreglu og sjúkraflutningamenn Karlmaður réðst á sjúkraflutningamenn og sló lögreglukonu í Árbæjarhverfi um eittleytið í nótt. Sjúkrabíllinn hafði verið sendur í Árbæjarhverfið þar sem talið var að maður væri veikur. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn lét maðurinn til skarar skríða. Hann var umsvifalaust handtekinn og vistaður í fangaklefa. 1.1.2013 09:17 Á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið Karlmaður á fimmtugsaldri fékk flugeld í andlitið á miðnætti í gær, þar sem hann var staddur í Garðabæ. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann sé alvarlega slasaður. 1.1.2013 09:09 Gleðilegt nýtt ár Ritstjórn Vísis óskar lesendum gleðilegs nýs árs, með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er nýliðið. Það er von okkar að árið sem framundan er verði öllum til heilla. 1.1.2013 00:25 Sjá næstu 50 fréttir
Arnór Hannibalsson látinn Arnór K. Hannibalsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hreggnasa í Kjós, föstudaginn 28. desember síðastliðinn, 78 ára að aldri. Hann var kvæntur Nínu Sæunni Sveinsdóttur, fædd árið 1935, en þau skildu árið 1995. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra. 2.1.2013 08:45
Hótaði unnustu sinni og veitti henni áverka Lögregla var kölluð að íbúðahúsi í Hraunbæ vegna manns sem var að hóta unnusti sinni og búinn að veita henni áverka. 2.1.2013 06:35
Brenndist þegar gashylki sprakk Starfsmaður á veitingahúsi brenndist á tíunda tímanum í gærkvöldi, þegar gashylki úr rjómasprautu sprakk framan í hann. 2.1.2013 06:33
Rólegt á miðunum í upphafi ársins Sjósókn fer óvenju hægt af stað eftir áramótin þrátt fyrir þokkalega spá á flestum miðum. Um klukkan sex í morgun voru innan við sextíu skip komin til veiða umhverfis landið, en þau fara upp undir þúsund á góðum dögum. 2.1.2013 06:24
Mikinn reyk lagði af eldi í verslunarmiðstöð Mikinn reyk tók að leggja út úr verslunarmiðstöðinni við Holtaveg í Reykjavík um klukkan tíu í gærkvöldi og hringdu nágrannar og vegfarendur í slökkviliðið. 2.1.2013 06:21
Yfir 40 Íslendingar eru 100 ára gamlir eða eldri Um áramótin voru 42 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri, 36 konur og 6 karlar. Þetta er heldur lægri tala en fyrir ári. Hinsvegar eru nú mjög margir 99 ára, eða 27 alls og gætu þeir náð þessum áfanga á næsta ári. Í þeim hópi eru 7 karlar. Þetta kemur fram á facebooksíðunni langlífi. 2.1.2013 06:12
Beið þar til nýtt ár gekk í garð „Við áttum von á því að hún kæmi yfir hátíðarnar, en þetta fór eins og við vonuðum og hún ákvað að bíða fram í janúar,“ segir Einar Viðar Viðarsson, nýbakaður og stoltur faðir fyrsta barns ársins 2013. „Það er að vissu leyti betra að fæðast snemma á árinu, upp á skóla og svona, en þetta er auðvitað alltaf dásamlegt, sama hvenær þau koma.“ 2.1.2013 00:01
Flugeldasalan gekk vel í Reykjavík og á Akureyri Björgunarsveitamenn telja að flugeldasala hafi gengið nokkuð vel nú fyrir áramótin. Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að hjá flestum sveitum hafi salan verið á svipuðu róli og undanfarin ár, svo sem á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og víðar. 1.1.2013 20:03
Segir gagnrýni forsetans koma of seint Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. 1.1.2013 18:40
Kirkjan vill leiða söfnun fyrir Landspítalann Kirkjan vill vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í nýárspredikun sinni í dag. Hún benti á að undanfarið hafi verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og út um landið. 1.1.2013 18:28
Steingrímur segir glundroðakenninguna ekki ganga upp Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ríkisstjórninni hafi tekist að lyfta Grettistaki á sviði ríkisfjármála. Tekist hafi að ljúka því verki í aðalatriðum þegar fjárlagafrumvarpið og tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var klárað fyrir jól. 1.1.2013 17:06
Ljósadýrð á áramótum Það var víða glatt á hjalla þegar nýja árið gekk í garð. Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, var viðstaddur brennu og tók síðan upp myndir af ljósadýrðinni. 1.1.2013 15:45
Tíu fengu fálkaorðuna Tíu manns fengu afhenta fálkaorðuna í dag. Þar á meðal listamenn, íþróttaþjálfarar og vísindafólk. Forsetahjónin, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousieff, voru bæði viðstödd athöfnina á Bessastöðum þegar orðurnar voru veittar. 1.1.2013 15:01
Edda Sif segir að Skaupið hefði mátt vera fyndnara Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV og einn aðalkarakteranna úr Áramótaskaupinu, segir að sér hafi komið það á óvart að hve miklu leyti Skaupið hefði snúist um sig. Í Skaupinu voru fjölmörg atriði þar sem gert var grín að feðginunum Páli Magnússyni og Eddu. 1.1.2013 14:44
Forsetinn segir umræðu um nýja stjórnarskrá komna í öngstræti Umræðan um nýja stjórnarskrá er komin í öngstræti, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í nýársávarpi sínu, sem sjónvarpað var klukkan eitt í dag. Hann gerði loftslagsmál og stjórnskipunarmálið að aðalumræðuefni sínu. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa sagt að stjórnarskrármálið væri mikilvægasta málið á nýju ári. 1.1.2013 13:32
Með augnáverka á spítala eftir flugeldaslys Karlmaður á fimmtugsaldri sem sem var fluttur á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið í nótt hlaut áverka á augum og liggur nú á sjúkrahúsi. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Landspítalanum, segir flugeldaáverka ekki hafa verið áberandi í nótt og að forvarnir virðist eitthvað vera að skila sér. Nóttin hafi engu að síður verið mjög annasöm þar sem fjölmargir hafi leitað á slysadeildina meðal annars vegna slagsmála og ölvunar. 1.1.2013 12:56
Enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er enn á nokkrum stöðum á Vestfjörðum þó að veðrið sé að mikið gengið niður. Gríðarlegar skemmdir eru á rafmagnslínum og er unnið að viðgerðum í dag. 1.1.2013 12:00
Um land allt Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Norðurland, nánar tiltekið Skagafjörðinn. 1.1.2013 11:35
Of Monsters and Men í Kryddsíld Það er óhætt að segja að óskabarn íslensku þjóðarinnar hafi komið fram í þættinum Kryddsíld á Stöð 2 í gær, en hljómsveitin Of Monsters and Men flutti lagið Love Love Love. 1.1.2013 11:16
Sérsveitin handtók haglabyssumann Slagsmál brutust út í heimahúsi í Hafnarfirði á fimmta tímanum í nótt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að aðili í húsinu var vopnaður halgabyssu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn og handtók hún manninn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar að Hverfisgötu. Halgabyssan reyndist óhlaðin, en einnig fannst á vettvangi riffill. Lögreglan lagði hald á vopnin og eru þau nú í vörslu hennar. 1.1.2013 10:56
Ættu að slökkva á netinu um helgar Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og ritstjórinn Björk Eiðsdóttir létu jafnréttisumræður koma sér á óvart og fylgdust misvel með Landsdómi og komum fræga fólksins til Íslands á árinu sem er að líða. Þau settust á rökstóla og ræddu árið sem senn er liðið. 1.1.2013 10:36
Íþróttafréttamaðurinn Edda Sif bregst við Skaupinu "Fór alveg fram hjá mér að ég hafi verið aðalnúmerið á árinu!,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Edda Sif Pálsdóttir á Twittersíðu sinni eftir að Áramótaskaupið var sýnt í gærkvöldi. Það er óhætt að fullyrða að engum hafi brugðið fyrir oftar í Áramótaskaupinu að þessu sinni en Eddu Sif og föður hennar Páli Magnússyni útvarpsstjóra. 1.1.2013 09:46
23 banaslys á nýliðnu ári Á nýliðnu ári létust 23 eintaklingar af slysförum, eða þremur fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem heldur utan um banaslysatölur á Íslandi. Flestir létust í umferðarslysum, eða 10 manns. Heima- og frítímaslysum fjölgar töluvert, eru nú sex talsins en voru tvö árið 2010. 1.1.2013 09:32
Réðst á lögreglu og sjúkraflutningamenn Karlmaður réðst á sjúkraflutningamenn og sló lögreglukonu í Árbæjarhverfi um eittleytið í nótt. Sjúkrabíllinn hafði verið sendur í Árbæjarhverfið þar sem talið var að maður væri veikur. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn lét maðurinn til skarar skríða. Hann var umsvifalaust handtekinn og vistaður í fangaklefa. 1.1.2013 09:17
Á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið Karlmaður á fimmtugsaldri fékk flugeld í andlitið á miðnætti í gær, þar sem hann var staddur í Garðabæ. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann sé alvarlega slasaður. 1.1.2013 09:09
Gleðilegt nýtt ár Ritstjórn Vísis óskar lesendum gleðilegs nýs árs, með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er nýliðið. Það er von okkar að árið sem framundan er verði öllum til heilla. 1.1.2013 00:25