Innlent

Mikinn reyk lagði af eldi í verslunarmiðstöð

Mikinn reyk tók að leggja út úr verslunarmiðstöðinni við Holtaveg í Reykjavík um klukkan tíu í gærkvöldi og hringdu nágrannar og vegfarendur í slökkviliðið.

Þegar það kom á vettvang logaði eldur í dekkjum og ýmsu rusli í bílakjallara hússins, en eldur hafði ekki náð inn í húsið sjálft.

Vegna mikils reyks frá húsinu var öllu tiltæku liði frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins beint á vettvang, en brátt kom í ljós að eldurinn var staðbundinn og var hann slökktur á skömmum tíma.

Talið er víst að hann hafi kviknað af mannavöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×