Innlent

Brenndist þegar gashylki sprakk

Starfsmaður á veitingahúsi brenndist á tíunda tímanum í gærkvöldi, þegar gashylki úr rjómasprautu sprakk framan í hann.

Það vildi þannig til að þegar hann var að setja hylkið í sprautuna, var honum gengið fram hjá djúpsteikingarpotti og missti hann hylkið ofan í hann, sem sprakk við hitannn. Feiti slettist á manninn og var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×