Innlent

Rólegt á miðunum í upphafi ársins

Sjósókn fer óvenju hægt af stað eftir áramótin þrátt fyrir þokkalega spá á flestum miðum. Um klukkan sex í morgun voru innan við sextíu skip komin til veiða umhverfis landið, en þau fara upp undir þúsund á góðum dögum.

Fréttastofan hefur ekki skýringar á þessum rólegheitum, því vöntun er á ferskum fiski á markað , sem meðal annars sást af því að óvenju hátt verð fékkst fyrir hann á milli jóla og nýárs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×