Innlent

Þrír handteknir fyrir spellvirki í nótt

Þrír ungir karlmenn gista nú fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa framið spellvirki í nótt.

Klukkan þrjú var rúmlega tvítugur karlmaður handtekinn við Stjórnarráðið. Hann var með spreybrúsa með málningu og var að úða á veggi Stjórnarráðsins.

Klukkan fimm var maður á sama aldri handtekinn eftir að hann gekk að lögreglubifreið, sem ekið var eftir Hverfisgötu og sparkaði í hana og hljóp síðan á brott. Lögreglumenn náðu honum á hlaupum. Lögreglubifreiðinn sem er af stærri gerðinni dældaðist.

Hálftíma síðar var tæplega tvítugur karlmaður handtekinn eftir að hann braut stóra rúðu í Hörpu og fór þar inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×