Útsölur bannaðar í Kringlunni fyrir jól BBI skrifar 15. desember 2012 12:23 Mynd/Hari Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum. Verslunareigendur sem sækjast eftir húsnæði í Kringlunni verða að gangast undir téðar reglur. „Það eru ákveðin tímabil á árinu sem eru skilgreind útsölutímabil Kringlunnar," segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Þau eru nánar tiltekið frá 1. janúar til 15. febrúar og frá 1. júlí til 15. ágúst. „Á öðrum tímabilum má ekki auglýsa útsölu. Þú getur hins vegar verið með tilboð hvenær sem þig langar," segir Sigurjón en á þessu tvennu er ákveðinn munur og er hann einkum í því fólginn að á útsölu er meira en helmingur af vörum verslunar á niðursettu verði en annars er um tilboð að ræða. Þetta er í stuttu máli ástæðan fyrir því að María Birta, verslunareigandi og leikkona, fékk jólamarkaðinn sinn ekki hýstan í Kringlunni. Þar var meirihluti varanna á niðursettu verði og því var rekstur hennar andstæður reglum Kringlunnar. Sigurjón segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að útsölur séu ekki leyfðar í Kringlunni á öðrum tímabilum en hér að ofan greinir. „Þetta eru í raun bara reglur Kringlunnar frá upphafi. Þetta er nú alþekkt alls staðar í heiminum. Hús fara í útsölur á ákveðnum tímabilum. Þetta tengist kynningu og auglýsingum, er í raun bara markaðsstýring á húsinu. Það er ákveðinn slagkraftur fólginn í því þegar allir fara saman af stað," segir hann. Því geta verslunarrekendur Kringlunnar ekki blásið til jólaútsölu þó þeir geti boðið upp á alls kyns jólatilboð. „Enda eru margs konar jólatilboð í gangi," segir Sigurjón, en að hans sögn eru svipaðar reglur fyrir hendi í Smáralind og því einnig óheimilt að halda jólaútsölur þar. Tengdar fréttir María Birta rekin úr Kringlunni - "Eins skitin framkoma og mögulegt er“ "Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. 12. desember 2012 21:19 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum. Verslunareigendur sem sækjast eftir húsnæði í Kringlunni verða að gangast undir téðar reglur. „Það eru ákveðin tímabil á árinu sem eru skilgreind útsölutímabil Kringlunnar," segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Þau eru nánar tiltekið frá 1. janúar til 15. febrúar og frá 1. júlí til 15. ágúst. „Á öðrum tímabilum má ekki auglýsa útsölu. Þú getur hins vegar verið með tilboð hvenær sem þig langar," segir Sigurjón en á þessu tvennu er ákveðinn munur og er hann einkum í því fólginn að á útsölu er meira en helmingur af vörum verslunar á niðursettu verði en annars er um tilboð að ræða. Þetta er í stuttu máli ástæðan fyrir því að María Birta, verslunareigandi og leikkona, fékk jólamarkaðinn sinn ekki hýstan í Kringlunni. Þar var meirihluti varanna á niðursettu verði og því var rekstur hennar andstæður reglum Kringlunnar. Sigurjón segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að útsölur séu ekki leyfðar í Kringlunni á öðrum tímabilum en hér að ofan greinir. „Þetta eru í raun bara reglur Kringlunnar frá upphafi. Þetta er nú alþekkt alls staðar í heiminum. Hús fara í útsölur á ákveðnum tímabilum. Þetta tengist kynningu og auglýsingum, er í raun bara markaðsstýring á húsinu. Það er ákveðinn slagkraftur fólginn í því þegar allir fara saman af stað," segir hann. Því geta verslunarrekendur Kringlunnar ekki blásið til jólaútsölu þó þeir geti boðið upp á alls kyns jólatilboð. „Enda eru margs konar jólatilboð í gangi," segir Sigurjón, en að hans sögn eru svipaðar reglur fyrir hendi í Smáralind og því einnig óheimilt að halda jólaútsölur þar.
Tengdar fréttir María Birta rekin úr Kringlunni - "Eins skitin framkoma og mögulegt er“ "Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. 12. desember 2012 21:19 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
María Birta rekin úr Kringlunni - "Eins skitin framkoma og mögulegt er“ "Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. 12. desember 2012 21:19