Fleiri fréttir Margt má læra af viðbrögðum við Sandy Athygli vakti hversu fljótt bandarísk stjórnvöld brugðust við fellibylnum. 30.10.2012 19:36 Síminn truflar hjólreiðamanninn meira en bílstjórann Umferðarstofa er hlynnt fyrirhuguðum breytingum á umferðarlögum um að hjólreiðamönnum verði óheimilt að tala í síma á ferð. 30.10.2012 18:33 Óvíst með hljómsveitir sem eiga að spila á fimmtudaginn „Þetta gæti mögulega haft áhrif á þær hljómsveitir sem spila á fimmtudaginn en eftir það erum við svo sem í góðum málum.“ 30.10.2012 16:57 Kæra til lögreglu eftir andlát í sumar Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti á síðasta fundi sínum að kæra mál til lögreglunnar sem snertir sundlaugina í Þjórsárdal. Dauðsfall var í sundlauginni í sumar, þegar erlendur ferðamaður lést þar. Á fundi nefndarinnar var lagt fram minnisblað heilbrigðisnefndarinnar, sem er samantekt yfir upplýsingar og samskipti milli forsvarsmanna Þjórsárdalslaugar og HES í ljósi upplýsinga um rekstur laugarinnar í sumar. Nefndin fór einnig yfir ítargögn í málinu. 30.10.2012 16:42 Hundruð atvinnulausra munu þurfa aðstoð frá borginni Einstaklingum sem þurfa að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg mun fjölga um mörg hundruð um áramótin. Ástæðan er sú að fólkið er búið að vera á atvinnuleysisbótum svo lengi að að réttur þeirra til bóta rennur út. Jón Gnarr borgarstjóri benti á þetta í umræðum um fjárlagafrumvarp Reykjavíkurborgar. 30.10.2012 16:02 Uppgjörið eftir Sandy: "Nú vill fólk aðeins hugsa um fjölskyldur sínar“ Stormurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í gærkvöld en það er fyrst núna sem Bandaríkjamenn finna fyrir afleiðingum veðurofsans. Íslendingur sem búsettur er í New York segir fólk nú einblína á öryggi sinna nánustu. 30.10.2012 15:41 Auður Laxness er látin Auður Sveinsdóttir Laxness, ekkja Nóbelsverðlaunaskáldsins Halldórs Laxness, er látin á níutugasta og fimmta aldursári. Hún fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918 en ólst upp á Bárugötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún giftist Halldóri Laxness rithöfundi í desember 1945 og byggðu þau heimili sitt að Gljúfrasteini í Mosfellsdal þar sem þau bjuggu ásamt dætrum sínum Sigríði og Guðnýju. 30.10.2012 15:02 Búast við 7,6 milljarða afgangi á rekstri borgarinnar Gert er ráð fyrir 7,6 milljarða króna afgangi hjá Reykjavíkurborg á næsta ári, samkvæmt frumvarpi Reykjavíkurborgar til fjárhagsáætlunar. Þar er um að ræða samstæðureikning en gert er ráð fyrir að A-hlutinn sem er hinn eiginlegi rekstur borgarinnar skili 329 milljón króna afgangi á árinu 2013. 30.10.2012 14:28 Dúkkuhúsið á Manhattan Íbúum í Chelsea-hverfinu á vesturhluta Manhattan brá heldur í brun þegar framhlið þriggja hæða húss hrundi til grunna í veðurofsanum í gær. 30.10.2012 14:17 Tré rifnuðu upp með rótum í Maryland Stormurinn Sandy hefur valdið usla víða á austurströnd Bandaríkjanna. En áhrif hans eru þó ekki aðeins að finna á helstu hamfarasvæðum líkt og New Jersey og New York. Veðurofsinn einnig haft mikil áhrif á höfuðborgina sjálfa, Washington, og stór svæði í Kanada. 30.10.2012 13:49 Íbúðalánssjóðssvikarar fá þungar refsingar Búið er að dæma fimm karlmenn fyrir að svíkja tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009. Sá sem hlaut þyngsta dóminn var Helgi Ragnar Guðmundsson sem hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. 30.10.2012 12:07 Husky hundur lagðist á fé Fjáreigandi í Sandgerði tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum nýverið að hann væri með Husky hund í haldi sem hefði verið að atast í sauðfé sínu. 30.10.2012 11:49 Vonskuveður og stormur á morgun - komið skepnunum í skjól Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. 30.10.2012 11:46 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle komin Umdeild skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle fjárhags- og mannauðskerfi var birt á vef Ríkisendurskoðunar í dag. Í skýrslunni kemur fram að áætlanagerð vegna kaupa og innleiðingar á kerfinu hafi veirð ábótavant. Bæði hafi innleiðingartími verið vanáætlaður sem og stofnkostnaður kerfisins. Þá hafi heildarkostnaður kerfisins ekki verið metinn, eins og segir í skýrslunni. 30.10.2012 11:31 Það verður prófkjör í Norðausturkjördæmi Ákveðið hefur verið að prófkjör verði haldið um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári, en það mun þá fara fram þann 26. janúar. Framboðsfrestur rennur út 7. desember. Þetta kemur fram á Vikudegi.is. 30.10.2012 10:15 Fella niður flug til og frá New York Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins FI615 frá Keflavík til New York og flug FI614 frá New York til Keflavíkur, í dag þriðjudaginn 30. Október, hefur verið fellt niður vegna lokunar JFK flugvallar af völdum fellibylsins Sandy. 30.10.2012 09:45 Jónína fer fram gegn Vigdísi Jónína Benediktsdóttir athafnakona gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Suður í kosningum til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jónína birti meðal annars á Facebook-síðu sinni. 30.10.2012 09:34 Hátt í 10 þúsund án vinnu Að meðaltali voru 9.200 manns án vinnu og í atvinnu¬leit á þriðja ársfjórðungi, eða 5% vinnuaflsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi mældist 5,1% hjá körlum og 5% hjá konum. Rétt tæplega 173 þúsund manns voru starfandi eða 77,1% af mannfjölda. Hlutfall starfandi karla var rétt tæplega 80% og starfandi kvenna 74%. Þegar á heildina er litið fækkaði atvinnulausum um 1.500 frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Atvinnulausum konum fækkaði um 1.000 og atvinnulausum körlum um 500. 30.10.2012 09:13 Katrín Jakobsdóttir stefnir á fyrsta sætið í Reykjavík Katrin Jakobsdóttir hefur ákveðið að taka þátt í forvali Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs framboðs í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember og gefur kost á sér í fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 30.10.2012 08:19 Maður lést í haldi lögreglu Maður á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í fyrrakvöld. 30.10.2012 08:00 Félagsheimili breytt í gistihús Félagsheimilinu Festi í Grindavík verður breytt í 35 herbergja gistihús ef áætlanir nýrra eigenda ganga eftir. 30.10.2012 08:00 Skipa nefnd um neytendavernd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem gera á úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði. Nefndin á einnig að setja fram tillögur um hvernig styrkja megi stöðu einstaklinga og heimila gagnvart aðilum á fjármálamarkaði sem veita neytendalán. 30.10.2012 08:00 Fjárdráttur við HÍ í rannsókn í þrjú ár Lögregla rannsakar enn mál konu sem var kærð árið 2009 fyrir að draga sér fé frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Á meðan bíður skaðabótamál hennar gegn skólanum meðferðar fyrir dómi. 30.10.2012 08:00 Slökkviliðsstjóri segir heimtufrekju á Bifröst Tími meðvirkni er liðinn segir slökkvliðsstjóri í Borgarbyggð sem sakar Háskólann á Bifröst um að standa ekki við samning um brunavarnir og vera „ótrúlega heimtufrekan“. Rektor segir kvörtun slökkviliðsstjórans koma sér mjög á óvart. 30.10.2012 08:00 Tvíburabræður temja lærdómskálfinn Hrein Krakkarnir á bænum Eyrarlandi í Fljótsdal reyna nú að temja hreindýrskálf sem villtist með fé í september og gera hann að gæludýri. Kálfurinn hefur fengið nafnið Hreinn. Kálfurinn er bráðgreindur og námfús, segir bóndinn. 30.10.2012 08:00 Bændur fyrir norðan búa sig undir vonsku veður Bændur á Norðurlandi eru farnir að koma búfénaði í skjól þar sem Veðurstofan spáir að veður versni mjög síðdegis og vonsku veður verði alveg fram að helgi. 30.10.2012 06:50 Alvarlegt vinnuslys á Þórhöfn Tveir karlmenn slösuðust og annar þeirra alvarlega, þegar þeir féllu liðlega sjö metra niður af þaki Ísfélagsins á Þórshöfn á Langanesi undir kvöld í gær og lentu fyrst á kranabómu og höfnuðu síðan á steyptu plani. 30.10.2012 06:44 Mikill erill í sjúkraflugi Óvenju mikill erill hefur verið í sjúkraflugi síðasta sólarhringinn og hefur sjúkraflugvél Mýflugs farið í sjö slík flug síðan klukkan átta í gærmorgun og flutt átta manns til Reykjavíkur. 30.10.2012 06:40 Ofurölvi og próflaus undir stýri Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Suðurlandsvegi í gærkvöldi eftir að vegfarendur höfðu tilkynnt um einkennilegt aksturslag hans. 30.10.2012 06:35 Flugfarþegar óferðafærir vegna ofurölvunnar Ölvaður maður, sem ætlaði til Kaupmannahafnar, tók að láta illum látum á flughóteli í Keflavik um helgina og var hringt á lögreglu. 30.10.2012 06:29 Stúdentar vilja undanþágu frá byggingarreglugerð Stúdentar við Háskóla Íslands krefjast þess að veitt verði undanþága frá nýrri byggingarreglugerð svo koma megi í veg fyrir að leigan á nýjum stúdentagörðum verði hærrri en reiknað hafði verið með. 29.10.2012 23:02 Afbrotum fækkar eftir sérstakt átak lögreglu Innbrotum og öðrum auðgunarbrotum hefur fækkað umtalsvert síðustu tvö ár. Til dæmis voru innbrot í september á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu lágmarki. Er það rakið til sérstaks átaks sem lögreglan réðst í. 29.10.2012 22:48 Telur áfengisauglýsingum hafa fjölgað Siv Friðleifsdóttur var misboðið þegar hún sá áfengisauglýsingar sem áttu að höfða til ungs fólks. 29.10.2012 19:52 Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. 29.10.2012 19:05 Fundað um jarðskjálfta á Norðurlandi Íbúafundir vegna skjálftavirkni á Norðurlandi verða haldnir á morgun. Fundirnir eru hugsaðir til upplýsingar fyrir íbúa Norðurlands. 29.10.2012 18:54 Vilja minnisvarða og minjagripi um ð Félagar í hollvinasamtökum bókstafsins ð hafa skrifað bók um stafinn og biðla nú til borgaryfirvalda um að reist verði stytta af "föður bókstafsins“ á Ingólfstorgi. Þeir sjá fyrir sér ferðamennsku og minjagripagerð tengda stafnum. 29.10.2012 18:45 Ari segir ekkert afskrifað hjá 365 Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að það sé ósatt sem fram hafi komið í pistli Páls Magnússonar á Pressunni að 365 hafi fengið afskrifuð lán hjá Landsbankanum. 29.10.2012 18:06 Launamunur kynjanna meiri hjá hinu opinbera Launamunur kynjanna er meiri hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Álag á konur í starfi hefur aukist. 29.10.2012 18:05 Snekkja Steve Jobs tilbúin Snekkjan sem Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, hannaði fyrir sjálfan sig er fullbúin. Hún er nú til sýnis í hollensku höfninni þar sem hún var smíðuð. Snekkjan, sem heitir Venus, er 80 metra löng. Fréttir herma að Philippe Starck hafi hannað snekkjuna að innanverðu. Sjón er sögu ríkari 29.10.2012 17:36 Ólag á netþjónum Vísis Tæknimenn Vísis hafa í dag verið að kljást við tæknilega örðugleika á netþjónum. Þetta hefur valdið því að fréttir hafa ekki birst eins greiðlega og venja er. Hugsanlegt er að netþjónarnir haldi áfram að stríða okkur fram á kvöld. Við biðjum dygga lesendur um að sýna okkur þolinmæði og vonumst til þess að síðan komist í samt lag sem fyrst. Við hvetjum ykkur líka til þess að halda áfram að fylgjast með okkur á Facebook. 29.10.2012 17:08 Veturinn kemur á morgun Veturinn kemur á morgun. Þetta staðfestir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. "Það má alveg orða það þannig og það virðast alveg verða umhleypingar í kjölfarið á þessu," segir Óli Þór. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í morgun kemur fram að búist er við vondu veðri á Norðurlandi frá og með seinni hluta morgundagsins, með töluverðri ofankomu. 29.10.2012 15:58 Ríkissaksóknari óskar eftir krufningu vegna mannsláts á Hverfisgötu Ríkissaksóknari hefur krafist krufningar á líkama manns sem lést á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni um miðnætti í gærkvöldi, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. 29.10.2012 15:54 Gæti hugsað sér að bakka aftur yfir Hildi - sviptur ökuréttindum ævilangt Femínistanum Hildi Lilliendahl hefur verið úthýst af Facebook eftir að hún birti skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson. 29.10.2012 15:07 Beðið eftir Sandy: Kjörbúðir tæmdar í New York "Það má segja að borgin sé í lamasessi. Við erum í raun ekki farin að finna fyrir veðrinu, en það er sérstaklega flóðahættan sem við höfum áhyggjur af." 29.10.2012 14:20 Karlmaður lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík um miðnætti í gærkvöld, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Maðurinn, sem var í haldi lögreglu þegar þetta gerðist, hafði verið handtekinn skömmu áður eftir að tilkynnt var um mann í miðborginni og hann sagður láta ófriðlega. Lögreglan fór á vettvang og handtók manninn, sem veitti nokkra mótspyrnu. Í framhaldinu var hann fluttur á lögreglustöðina, en lést þar eins og áður sagði. Ríkissaksóknara var þegar gerð grein fyrir málinu og tók embætti hans yfir rannsókn þess lögum samkvæmt. 29.10.2012 14:09 Sjá næstu 50 fréttir
Margt má læra af viðbrögðum við Sandy Athygli vakti hversu fljótt bandarísk stjórnvöld brugðust við fellibylnum. 30.10.2012 19:36
Síminn truflar hjólreiðamanninn meira en bílstjórann Umferðarstofa er hlynnt fyrirhuguðum breytingum á umferðarlögum um að hjólreiðamönnum verði óheimilt að tala í síma á ferð. 30.10.2012 18:33
Óvíst með hljómsveitir sem eiga að spila á fimmtudaginn „Þetta gæti mögulega haft áhrif á þær hljómsveitir sem spila á fimmtudaginn en eftir það erum við svo sem í góðum málum.“ 30.10.2012 16:57
Kæra til lögreglu eftir andlát í sumar Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti á síðasta fundi sínum að kæra mál til lögreglunnar sem snertir sundlaugina í Þjórsárdal. Dauðsfall var í sundlauginni í sumar, þegar erlendur ferðamaður lést þar. Á fundi nefndarinnar var lagt fram minnisblað heilbrigðisnefndarinnar, sem er samantekt yfir upplýsingar og samskipti milli forsvarsmanna Þjórsárdalslaugar og HES í ljósi upplýsinga um rekstur laugarinnar í sumar. Nefndin fór einnig yfir ítargögn í málinu. 30.10.2012 16:42
Hundruð atvinnulausra munu þurfa aðstoð frá borginni Einstaklingum sem þurfa að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg mun fjölga um mörg hundruð um áramótin. Ástæðan er sú að fólkið er búið að vera á atvinnuleysisbótum svo lengi að að réttur þeirra til bóta rennur út. Jón Gnarr borgarstjóri benti á þetta í umræðum um fjárlagafrumvarp Reykjavíkurborgar. 30.10.2012 16:02
Uppgjörið eftir Sandy: "Nú vill fólk aðeins hugsa um fjölskyldur sínar“ Stormurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í gærkvöld en það er fyrst núna sem Bandaríkjamenn finna fyrir afleiðingum veðurofsans. Íslendingur sem búsettur er í New York segir fólk nú einblína á öryggi sinna nánustu. 30.10.2012 15:41
Auður Laxness er látin Auður Sveinsdóttir Laxness, ekkja Nóbelsverðlaunaskáldsins Halldórs Laxness, er látin á níutugasta og fimmta aldursári. Hún fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918 en ólst upp á Bárugötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún giftist Halldóri Laxness rithöfundi í desember 1945 og byggðu þau heimili sitt að Gljúfrasteini í Mosfellsdal þar sem þau bjuggu ásamt dætrum sínum Sigríði og Guðnýju. 30.10.2012 15:02
Búast við 7,6 milljarða afgangi á rekstri borgarinnar Gert er ráð fyrir 7,6 milljarða króna afgangi hjá Reykjavíkurborg á næsta ári, samkvæmt frumvarpi Reykjavíkurborgar til fjárhagsáætlunar. Þar er um að ræða samstæðureikning en gert er ráð fyrir að A-hlutinn sem er hinn eiginlegi rekstur borgarinnar skili 329 milljón króna afgangi á árinu 2013. 30.10.2012 14:28
Dúkkuhúsið á Manhattan Íbúum í Chelsea-hverfinu á vesturhluta Manhattan brá heldur í brun þegar framhlið þriggja hæða húss hrundi til grunna í veðurofsanum í gær. 30.10.2012 14:17
Tré rifnuðu upp með rótum í Maryland Stormurinn Sandy hefur valdið usla víða á austurströnd Bandaríkjanna. En áhrif hans eru þó ekki aðeins að finna á helstu hamfarasvæðum líkt og New Jersey og New York. Veðurofsinn einnig haft mikil áhrif á höfuðborgina sjálfa, Washington, og stór svæði í Kanada. 30.10.2012 13:49
Íbúðalánssjóðssvikarar fá þungar refsingar Búið er að dæma fimm karlmenn fyrir að svíkja tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009. Sá sem hlaut þyngsta dóminn var Helgi Ragnar Guðmundsson sem hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. 30.10.2012 12:07
Husky hundur lagðist á fé Fjáreigandi í Sandgerði tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum nýverið að hann væri með Husky hund í haldi sem hefði verið að atast í sauðfé sínu. 30.10.2012 11:49
Vonskuveður og stormur á morgun - komið skepnunum í skjól Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. 30.10.2012 11:46
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle komin Umdeild skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle fjárhags- og mannauðskerfi var birt á vef Ríkisendurskoðunar í dag. Í skýrslunni kemur fram að áætlanagerð vegna kaupa og innleiðingar á kerfinu hafi veirð ábótavant. Bæði hafi innleiðingartími verið vanáætlaður sem og stofnkostnaður kerfisins. Þá hafi heildarkostnaður kerfisins ekki verið metinn, eins og segir í skýrslunni. 30.10.2012 11:31
Það verður prófkjör í Norðausturkjördæmi Ákveðið hefur verið að prófkjör verði haldið um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári, en það mun þá fara fram þann 26. janúar. Framboðsfrestur rennur út 7. desember. Þetta kemur fram á Vikudegi.is. 30.10.2012 10:15
Fella niður flug til og frá New York Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins FI615 frá Keflavík til New York og flug FI614 frá New York til Keflavíkur, í dag þriðjudaginn 30. Október, hefur verið fellt niður vegna lokunar JFK flugvallar af völdum fellibylsins Sandy. 30.10.2012 09:45
Jónína fer fram gegn Vigdísi Jónína Benediktsdóttir athafnakona gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Suður í kosningum til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jónína birti meðal annars á Facebook-síðu sinni. 30.10.2012 09:34
Hátt í 10 þúsund án vinnu Að meðaltali voru 9.200 manns án vinnu og í atvinnu¬leit á þriðja ársfjórðungi, eða 5% vinnuaflsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi mældist 5,1% hjá körlum og 5% hjá konum. Rétt tæplega 173 þúsund manns voru starfandi eða 77,1% af mannfjölda. Hlutfall starfandi karla var rétt tæplega 80% og starfandi kvenna 74%. Þegar á heildina er litið fækkaði atvinnulausum um 1.500 frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Atvinnulausum konum fækkaði um 1.000 og atvinnulausum körlum um 500. 30.10.2012 09:13
Katrín Jakobsdóttir stefnir á fyrsta sætið í Reykjavík Katrin Jakobsdóttir hefur ákveðið að taka þátt í forvali Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs framboðs í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember og gefur kost á sér í fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 30.10.2012 08:19
Maður lést í haldi lögreglu Maður á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í fyrrakvöld. 30.10.2012 08:00
Félagsheimili breytt í gistihús Félagsheimilinu Festi í Grindavík verður breytt í 35 herbergja gistihús ef áætlanir nýrra eigenda ganga eftir. 30.10.2012 08:00
Skipa nefnd um neytendavernd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem gera á úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði. Nefndin á einnig að setja fram tillögur um hvernig styrkja megi stöðu einstaklinga og heimila gagnvart aðilum á fjármálamarkaði sem veita neytendalán. 30.10.2012 08:00
Fjárdráttur við HÍ í rannsókn í þrjú ár Lögregla rannsakar enn mál konu sem var kærð árið 2009 fyrir að draga sér fé frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Á meðan bíður skaðabótamál hennar gegn skólanum meðferðar fyrir dómi. 30.10.2012 08:00
Slökkviliðsstjóri segir heimtufrekju á Bifröst Tími meðvirkni er liðinn segir slökkvliðsstjóri í Borgarbyggð sem sakar Háskólann á Bifröst um að standa ekki við samning um brunavarnir og vera „ótrúlega heimtufrekan“. Rektor segir kvörtun slökkviliðsstjórans koma sér mjög á óvart. 30.10.2012 08:00
Tvíburabræður temja lærdómskálfinn Hrein Krakkarnir á bænum Eyrarlandi í Fljótsdal reyna nú að temja hreindýrskálf sem villtist með fé í september og gera hann að gæludýri. Kálfurinn hefur fengið nafnið Hreinn. Kálfurinn er bráðgreindur og námfús, segir bóndinn. 30.10.2012 08:00
Bændur fyrir norðan búa sig undir vonsku veður Bændur á Norðurlandi eru farnir að koma búfénaði í skjól þar sem Veðurstofan spáir að veður versni mjög síðdegis og vonsku veður verði alveg fram að helgi. 30.10.2012 06:50
Alvarlegt vinnuslys á Þórhöfn Tveir karlmenn slösuðust og annar þeirra alvarlega, þegar þeir féllu liðlega sjö metra niður af þaki Ísfélagsins á Þórshöfn á Langanesi undir kvöld í gær og lentu fyrst á kranabómu og höfnuðu síðan á steyptu plani. 30.10.2012 06:44
Mikill erill í sjúkraflugi Óvenju mikill erill hefur verið í sjúkraflugi síðasta sólarhringinn og hefur sjúkraflugvél Mýflugs farið í sjö slík flug síðan klukkan átta í gærmorgun og flutt átta manns til Reykjavíkur. 30.10.2012 06:40
Ofurölvi og próflaus undir stýri Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Suðurlandsvegi í gærkvöldi eftir að vegfarendur höfðu tilkynnt um einkennilegt aksturslag hans. 30.10.2012 06:35
Flugfarþegar óferðafærir vegna ofurölvunnar Ölvaður maður, sem ætlaði til Kaupmannahafnar, tók að láta illum látum á flughóteli í Keflavik um helgina og var hringt á lögreglu. 30.10.2012 06:29
Stúdentar vilja undanþágu frá byggingarreglugerð Stúdentar við Háskóla Íslands krefjast þess að veitt verði undanþága frá nýrri byggingarreglugerð svo koma megi í veg fyrir að leigan á nýjum stúdentagörðum verði hærrri en reiknað hafði verið með. 29.10.2012 23:02
Afbrotum fækkar eftir sérstakt átak lögreglu Innbrotum og öðrum auðgunarbrotum hefur fækkað umtalsvert síðustu tvö ár. Til dæmis voru innbrot í september á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu lágmarki. Er það rakið til sérstaks átaks sem lögreglan réðst í. 29.10.2012 22:48
Telur áfengisauglýsingum hafa fjölgað Siv Friðleifsdóttur var misboðið þegar hún sá áfengisauglýsingar sem áttu að höfða til ungs fólks. 29.10.2012 19:52
Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. 29.10.2012 19:05
Fundað um jarðskjálfta á Norðurlandi Íbúafundir vegna skjálftavirkni á Norðurlandi verða haldnir á morgun. Fundirnir eru hugsaðir til upplýsingar fyrir íbúa Norðurlands. 29.10.2012 18:54
Vilja minnisvarða og minjagripi um ð Félagar í hollvinasamtökum bókstafsins ð hafa skrifað bók um stafinn og biðla nú til borgaryfirvalda um að reist verði stytta af "föður bókstafsins“ á Ingólfstorgi. Þeir sjá fyrir sér ferðamennsku og minjagripagerð tengda stafnum. 29.10.2012 18:45
Ari segir ekkert afskrifað hjá 365 Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að það sé ósatt sem fram hafi komið í pistli Páls Magnússonar á Pressunni að 365 hafi fengið afskrifuð lán hjá Landsbankanum. 29.10.2012 18:06
Launamunur kynjanna meiri hjá hinu opinbera Launamunur kynjanna er meiri hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Álag á konur í starfi hefur aukist. 29.10.2012 18:05
Snekkja Steve Jobs tilbúin Snekkjan sem Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, hannaði fyrir sjálfan sig er fullbúin. Hún er nú til sýnis í hollensku höfninni þar sem hún var smíðuð. Snekkjan, sem heitir Venus, er 80 metra löng. Fréttir herma að Philippe Starck hafi hannað snekkjuna að innanverðu. Sjón er sögu ríkari 29.10.2012 17:36
Ólag á netþjónum Vísis Tæknimenn Vísis hafa í dag verið að kljást við tæknilega örðugleika á netþjónum. Þetta hefur valdið því að fréttir hafa ekki birst eins greiðlega og venja er. Hugsanlegt er að netþjónarnir haldi áfram að stríða okkur fram á kvöld. Við biðjum dygga lesendur um að sýna okkur þolinmæði og vonumst til þess að síðan komist í samt lag sem fyrst. Við hvetjum ykkur líka til þess að halda áfram að fylgjast með okkur á Facebook. 29.10.2012 17:08
Veturinn kemur á morgun Veturinn kemur á morgun. Þetta staðfestir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. "Það má alveg orða það þannig og það virðast alveg verða umhleypingar í kjölfarið á þessu," segir Óli Þór. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í morgun kemur fram að búist er við vondu veðri á Norðurlandi frá og með seinni hluta morgundagsins, með töluverðri ofankomu. 29.10.2012 15:58
Ríkissaksóknari óskar eftir krufningu vegna mannsláts á Hverfisgötu Ríkissaksóknari hefur krafist krufningar á líkama manns sem lést á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni um miðnætti í gærkvöldi, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. 29.10.2012 15:54
Gæti hugsað sér að bakka aftur yfir Hildi - sviptur ökuréttindum ævilangt Femínistanum Hildi Lilliendahl hefur verið úthýst af Facebook eftir að hún birti skjáskot af orðum manns sem heitir Stefán Heiðar Erlingsson. 29.10.2012 15:07
Beðið eftir Sandy: Kjörbúðir tæmdar í New York "Það má segja að borgin sé í lamasessi. Við erum í raun ekki farin að finna fyrir veðrinu, en það er sérstaklega flóðahættan sem við höfum áhyggjur af." 29.10.2012 14:20
Karlmaður lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu Karl á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík um miðnætti í gærkvöld, en maðurinn fékk skyndilega hjartastopp og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Maðurinn, sem var í haldi lögreglu þegar þetta gerðist, hafði verið handtekinn skömmu áður eftir að tilkynnt var um mann í miðborginni og hann sagður láta ófriðlega. Lögreglan fór á vettvang og handtók manninn, sem veitti nokkra mótspyrnu. Í framhaldinu var hann fluttur á lögreglustöðina, en lést þar eins og áður sagði. Ríkissaksóknara var þegar gerð grein fyrir málinu og tók embætti hans yfir rannsókn þess lögum samkvæmt. 29.10.2012 14:09